Þjóðlíf - 01.10.1988, Blaðsíða 54

Þjóðlíf - 01.10.1988, Blaðsíða 54
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL um króna. Rekstrarafgangur var um hálf milljón. Forstjóri Grundar er Gísli Sigur- björnsson, 81 árs gamall, og hefur hann gegnt þeirri stöðu frá árinu 1934. Grund hefur, eitt heimila með hjúkrunar- þjónustu, ekki sótt um halladaggjöld til ríkis- sjóðs. Til samanburðar má nefna, að halla- daggjöld á hjúkrunardeild Hrafnistu námu 202 krónum á sjúkling á síðasta ári og um 1100 krónum á hjúkrunardeild Droplaugar- staða. Auk þess vekur athygli, að Grund hefur aldrei sótt um styrk til úrbóta frá Fram- kvæmdasjóði aldraðra. Þegar Elliheimilið Grund var reist árið 1928 var það eina heimilið sinnar tegundar í Reykjavík og þótti leysa úr brýnni þörf. Enn í dag eru 308 vistmenn á heimilinu. „Það væri mjög slæmt ef Grund yrði lok- að, sagði Hrafn Pálsson í samtali við Þjóðlíf. „Þá myndi verða stórfelldur skortur á hjúkr- unarrýmum í borginni.“ í áætlun, sem Reykjavíkurborg gerði árið 1982 var gert ráð fyrir um 300 hjúkrunarrým- um fyrir aldrað fólk, sem reisa átti á fimm árum. Árið 1987, þegar hjúkrunarrými þessi áttu að vera tilbúin, var einungis 100 lokið. Ýmsum þykir það undarlegt, að Grund skuli leyft að starfrækja þjónustu í þeirri mynd, sem nú er, og jafnvel borgarlæknir viðurkennir að er úrelt. Sömuleiðis er það vitað, að starfsfólk er þar hlutfallslega fæst af öllum hjúkrunarheimilum á landinu, og kvartað hefur verið undir þjónustuleysi, þrengslum, og hjúkrunarskorti á heimilinu: „Átta manna herbergi eiga ekki að vera til. Mér fannst ég vera komin aftur í miða- ldir,“ sagði aðstandandi aldraðrar konu á hjúkrunardeild Grundar í samtali við Þjóð- líf. Flestir eru sammála um brautryðjenda- hlutverk Grundar í málefnum aldraðra. Hins vegar þykir mörgum, sem heimilið hafi ekki sinnt kalli tímans í sambandi við úrbætur í aðbúnaði vistmanna. Aðrir benda á, að meðan yfirvöld, hvorki ríkisvaldið né Reykjavíkurborg, geri ekkert í málinu, sé ekki við forstöðumenn Grundar að sakast. Þeir geri sitt til að bæta úr þeirri neyð, sem skapast vegna skorts á hjúkrunarrýmum. Hrafn Pálsson segir það tvímælalaust vera hlutverk Reykjavíkurborgar að halda uppi þjónustu við aldraða í borginni, eins og hvers annars sveitarfélags. Hrafn kvaðst ekki geta sagt til um hve lengi þyrfti að notast við Grund í núverandi mynd. Það treystir Skúli G. Johnsen borgar- læknir sér ekki heldur til að fullyrða. Til marks um það ástand, sem ríkir í þessum efnum í höfuðborginni, er að þess eru dæmi, að veikburða, aldrað fólk hafi verið flutt á stofnanir í Stykkishólmi, Borgarnesi eða Akranesi, þótt ættingjar þess væru allir bús- ettir í höfuðstaðnum. „Fólk á að vera á þeim stað, þar sem það hefur alið aldur sinn. Það á ekki að eiga sér stað nú á dögum að fólk sé hreppaflutt,“ Hrafn Pálsson: „Það þyrfti að fara oftar á heimilin ...“ segir Rafn Sigurðsson forstjóri Hrafnistu í samtali við Þjóðlíf. Stéttaskipting Flestir eru sammála um, að stórar stofnan- ir fyrir aldraða í ætt við Grund og Hrafnistu ættu að heyra fortíðinni til. Aðrir benda á, að nauðsynlegt sé, að á sama stað séu hjúkr- unardeildir og vistdeildir, líkt og á báðum þessum stöðum, svo til þess þurfi ekki að koma, að t.d. hjón skiljist að þótt annað veikist eða eldist hraðar en hitt. Forstöðu- menn bæði Grundar og Hrafnistu bentu á þetta atriði í samtali við Þjóðlíf. Á síðustu árum hefur verið komið á lagg- irnar íbúðum sérhönnuðum fyrir aldrað fólk víða um land. Deilt hefur verið um það hvort slíkar ibúðir skuli vera til kaups eða leigu fyrir hina öldruðu. í Kópavogi hefur verið farin sú leið, að gefa öldruðum kost á ýmiss konar eignarhlutdeild í íbúðunum. Hægt er að leigja þær eða kaupa ýmist 25%, 50% eða 100% af íbúðunum. í Reykjavík hefur hins vegar sú stefna verið tekin, að aldrað fólk verði að kaupa íbúðirnar. Þær íbúðir, sem í byggingu eru í borginni, m.a. við Garðast- ræti eru langflestar til kaups. Bent hefur verið á, að þetta kerfi geti leitt til stéttaskipt- ingar. „Ef íbúðirnar verða að mestu leyti til kaups, hafa einungis fáir efni á að kaupa þær og aðstaða allra hinna breytist lítið,“ sagði einn viðmælenda Þjóðlífs. Á elliheimilum sakir örbirgðar Viðmælendur Þjóðlífs eru sammála um það, að betur þurfi að fylgjast með því af hálfu hins opinbera, að aldrað fólk fái þá þjónustu, sem það raunverulega hefur þörf fyrir. Menn tala um, að alltof mikið sé um að fólk sé inni á dvalarheimilum, sem alls ekki þyrfti að vera þar, og gæti fyllilega séð um sig sjálft með lítilsháttar aðstoð. Að sögn Þóris S. Guðbergssonar, forstöðumanns ellimála- deildar Reykjavíkurborgar, eru þess dæmi að aldrað fólk sé inni á heimilunt af svon- efndum „félagslegum aðstæðum“. Þá er ör- birgð fólks slík og einstæðingsskapur, að það á ekki í nein önnur hús að venda en fara inn á heimili, sem ef til vill er gert fyrir fólk, sem er rniklu meira lasburða en það sjálft. Nokkuð mun vera um það, að sumra mati, að fólk sé inni á hjúkrunardeildum, sem sé tiltölulega hresst og þyrfti alls ekki á þeirri meðferð að halda sem þar fer fram. Þykir mönnum það skjóta skökku við að tiltölulega frískt fólk sé á slíkum deildum á sama tíma og skorturinn á hjúkrunarrýmum er viðurkenndur. Skúli G. Johnsen telur að hið opinbera verði þegar að efla það mat, sem það leggur á vistþörf hvers og eins, svo að pláss séu nýtt rétt. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, öldrunar- fulltrúi f Kópavogi leggur sömuleiðis mikla áherslu á þennan þátt starfsins. Aldraðir greiða fyrir spítalavist Bent hefur verið á, að munur á kjörum aldraðra íslendinga sé mikill. „Hvers eiga þeir að gjalda, sem einungis eiga völ á plássi á Grund meðan aðrir geta fengið huggulega þjónustuíbúð," sagði einn af viðmælendum Þjóðlífs. Samkvæmt upplýsingum Þóris S. Guðbergssonar hefur um helmingur vist- manna á dvalarheimilum einungis 5900 krónur á mánuði í ráðstöfunarfé. Þá peninga fær fólkið í vasapeninga frá Tryggingastofn- un. Aldraðir eru sömuleiðis eina fólkið í þjóð- félaginu, sem verður að greiða fyrir vist sína á sjúkrahúsum. Hafi ellilífeyrisþegi dvalist meira en fjóra mánuði samtals á sjúkrahúsi á síðustu 2 árum, er lífeyrir hans tekinn sjálf- krafa eftir það upp í hjúkrunargjöld. Sam- kvæmt upplýsingum Þóris S. Guðbergssonar mun vera nokkuð um það, að fólk hafi glatað leiguíbúðum og fleiru, þegar það missti tekj- ur sínar á þennan hátt og gat ekki staðið í skilum. „Þetta eru mannréttindabrot,“ sagði einn af viðmælendum Þjóðlífs. „Ég get ekki séð, að þetta samræmist þvi boðorði íslensks þjóðfélags, að allir eiga að hafa jafnan rétt til heilbrigðisþjónustu án þess, að efnahagur skipti þar neinu máli.“ Einar Heimisson 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.