Þjóðlíf - 01.10.1988, Blaðsíða 46

Þjóðlíf - 01.10.1988, Blaðsíða 46
MENNING og tignarlegur að jafnvel Englendingarnir á staðnum minntust þess ekki að hafa heyrt annað eins; nema kannski helst stríðshetjan sem kvaðst ráma í það úr barnæsku sinni í byrjun aldarinnar að hafa heyrt ekki ósvipaðar áherslur úr munni roskinna kvenna af aðal- sættum, sem ekki er ólíklegt að hafi verið undir áhrifum af Viktoríu heitinni drottningu. Margir útlendu gestanna voru alveg æfir þarna í upphafi þings. Okkur Sigfúsi var líka dálítið heitt í hamsi. Málið var þetta: Mann- réttinda- og ritfrelsishreyfingin PEN gat ekki látið stjórnvöld í Suður Kóreu hafa sig að fífli. Sumir vildu afþakka öll veisluboð yfirvalda landsins, ganga út í mótmælaskyni þegar ráðamenn flyttu þingheimi ávörp, boða til blaðamannafunda og fordæma framkomu stjórn- valda í garð hinna fangelsuðu höfunda, sumir vildu að allir pökkuðu saman og færu heim í fússi; þeir hófsamari vildu láta hreyfinguna samþykkja vítur á yfirvöld og lágu fyrir þinginu nokkrar misharð- orðar ályktanir. I það minnsta varð að koma í veg fyrir að Suður Kóreumenn gætu notað þessa ráðstefnu einsog rós í hnappagatið, auglýst lýðræðisást sína með því að bjóða til þessa ritfrelsisþings og þannig breitt yfir þann ósóma hvernig höfundar ósammála stjórnar- stefnunni eru leiknir. En til að koma í veg fyrir að þinghaldið yrði lýðveldi gestgjafanna til álitshnekkis, kæla niður hina útlendu gesti, tefldu heimamenn nú fram áðurnefndum Kim með enskuna fínu. Pressan var á staðnum, það var skrifað um þetta þing um allan heim, sjónvarpsmenn roguð- ust um með sínar græjur, og hinum mikla Kim var sú ábyrgð á herðum að koma í veg fyrir að þingið yrði þjóð og stjórnvöldum til hneisu. Hann varð að róa menn, aftra þeim frá að ganga burt með hurðaskellum og vera með stóryrði við blaðamenn, draga broddinn úr þeim vítum og ályktunartillögum sem lágu fyrir þinginu, reyna að fækka þeim og helst að koma í veg fyrir að nokkur slík yrði sam- þykkt. Og nú hófst mikið reiptog og þrætubókarlist. Móralskur þungi og alvara þeirra guðslamba sem báru samvisku heimsins á herðum sér, undir forystu New York skáldanna, andspænis mikilli ræðumennsku og ísmeygilegri einlægni Kóreu-Kim. Á víxl voru fluttar ræður þrungnar tilfinningum, og fór mörgum þingfulltrúum einsog alþýðu manna á Alþingi er segir frá í Njálu: þótti ýmist vörn framar en sókn, eða öfugt. Nú er skemmst frá því að segja að ekki hafði Kóreu-Kim lengi talað þegar ljóst varð að ekki yrði grundvöllur fyrir almennum samtökum um að snúa baki við þinghaldinu eða gestgjöfunum. Næst tókst honum að fá öllum hinum harðorðu ályktunartillögum steypt saman í eina, þar á eftir drógust menn á að draga úr þeim allan broddinn og stóryrðin, og á endanum var þeim breytt í almennt ákall eða bæna- skjal til hans hágöfgi Roh Tae Woh forseta SuðurKóreu, sem hófst einsog öll sönn bænaskjöl með miklu skjalli um forsetann, hans góða framfarahug og gistivináttu. Hvort hann væri nú samt ekki til með að líta í áttina til fimm af okkar minnstu bræðrum, sem væru skáld og sætu í dýflissum hans háu stjórnar? Petta síðasta, að ályktunartillög- unni var breytt í ákall eða bænaskjal, var samþykkt með eins at- kvæðis mun á þinginu, í annarri talningu; fyrsta talning var jöfn og lá við að þingheimur ryki í hár saman. Vegna mörghundruð ára slæmr- ar reynslu íslendinga af bænaskjölum, studdum við héðan álykt- unartillöguna, en biðum semsé ósigur einsog svo margir landar okkar áttu eftir að gera í sömu borg næstu vikurnar. Ásamt ræðusn- illd og sannfæringarkrafti Kims var önnur staðreynd sem lék nokkuð hlutverk í þessari atburðarás, eða sú að Bandaríkjamennirnir höfðu komið til Kóreu á undan öðrum þingfulltrúum. Viku áður en þingið átti að hefjast var komin til Seoul Penklúbburinn í New York undir forystu Susan Sontag, farinn að slá upp blaðamannafundum og hafa í frammi stóryrði um stjórnvöld. Það var álit margra að þetta hafi einungis orðið til að forherða ríkisstjórnina, enda móðgaðist hún í það minnsta svo mikið að forsetinn sjálfur hætti við að flytja ávarp við þingsetninguna, lét sér nægja að senda forsætisráðherrann og menntamálaráðherrann. Fróðir menn um Asíuþjóðir segja að vilji menn ná þar árangri í samningum eða diplómatískum þrætum, sé aðferðin sú að verða því brosmildari og kurteisari sem meira er á þá liallað eða bræðin sýður í þeim. Sá sem missir stjórn á skapi sínu, fer að hrópa eða hafa í frammi stóryrði, er um leið að dærna sig úr leik og búinn að tapa. Þetta vildu menn meina að Amen'kumennirnir hefðu gert fyrir hönd allrar alþjóðahreyfingar-innar, í hennar óþökk, er þeir komu með hávaða og látum á undan öðrum. Svo er þess að gæta að hreyfingin er upphaflega runnin undan rifjum breskra heiðursmanna, John Galsworthy og T.S. Eliot og slíkir menn voru stofnendur. Séntilmennskan hefur alltaf átt að vera aðferð klúbbsins, og fannst mörgum, einsog til dæmis Sir Francis King, alheimsforseta Pen, að Ameríkanarnir hefðu hagað sér einsog götustrákar í þessu máli. Svo er nú hitt að einsog flestum þjóðum líkar Kóreumönnum illa að útlendingar séu að vandlætast útaf þeirra innanríkismálum, og á það ekki síst við um Bandankjamenn. Það var mál heimamanna þarna á staðnum að Kóreubúar hefðu haft fátt gott útúr afskiftum Bandaríkjamanna af þessum heimshluta, og að tillögur þeirra hefðu yfirleitt ekki borið vitni um mikla ást á innfæddum; McArthur hershöfðingi vildi einsog mönnum er kunn- ugt binda endi á Kóreustríðið á sínum tíma með þeirri einföldu aðferð að varpa kjarnorkusprengjum á landið. Eftir að ljós urðu úrslit atkvæðagreiðslunnar héldu nokkrar deildir undir forystu þeirra frá New York sérstakt boð á hóteli niðrí bæ, greinilega til höfuðs öðru samkvæmi sem einhvejir opinberir kór- eskir aðilar efndu til á sama tíma. Boð Bandaríkjamannanna var til heiðurs hinum fimm fangelsuðu höfundum og tveimur í viðbót sem nýlega hafði verið sleppt. New York deildin hafði gert þessa sjö að heiðursfélögum í sínum klúbbi, það er kallað að adoptera, eða ættleiða. Þarna kom tæplega helmingur þingfulltrúa og hlýddi á langar ræður frú Sontag og annarra Bandaríkjamanna, og svo var mikið klappað þegar kynntur var í púltið einn sjömenninganna, annar af þessum tveimur sem nýskeð hafði losnað úr fangelsi. En hann náði ekki að tala lengi. Þegar hann var hálfnaður með bréf frá hinum kunnasta af þeim fimm innilokuðu sem málið snerist um, þarsem hann frábað sér fyrir alla muni samúð eða ættleiðingar hinna amerísku félaga, hann vildi ekkert af þeirra vorkunn vita, þá fór hljóðneminn úr sambandi og ekki heyrðist meira í honurn. Og þá skálmaði kóreska skáldið úr salnum, draghalt og með ygglibrún, en samkomugestir fylgdust stórundrandi með. „Svona er farið með þá í fangelsinu“ sagði einn. „Nei, ætli hann sé ekki bara kommúnisti útaf þessari fötlun“, sagði annar. Heimsforsetanum, Francis King frá Englandi, þótti takast nokkuð sæmilega að bjarga heiðri samtakanna úrþví sem komið var, með því að tala einungis um málefni hinna fangelsuðu höfunda í ávarpi sínu við lokaathöfn þingsins, sem var vel sótt af pressunni og fyrirmönn- unum. Hann las upp ákallið sem sent hafði verið forsetanum og sagðist treysta því að heimsókn Penfulltrúanna yrði til að flýta fyrir greiðri lausn þeirra mála. New York búarnir og aðrir leiðtogar andófsmanna höfðu óbeint verið að mælast til þess að þingfulltrúar hlynntir ritfrelsinu hættu að þiggja veislu- og matarboð gestgjaf- anna, svona til að sýna hinum fangelsuðu félögum stuðning, en virtust ekki taka það mjög alvarlega sjálfir. í það minnsta var ekki annað að sjá en allir væru komnir í lokahófið, sem borgarstjóri Seoulborgar bauð til. Þessi borgarstjóri minnti á ónefndan reykvísk- an borgarstjóra sem hefur fengið á sig orð fyrir að vera fyndinn, nema hvað hinn austræni borgarstjóri lagði sig enn meir í framkróka við að fá áheyrendur til að hlæja, lét sig ganga á ræðupúltið farast á mis við stólinn þegar hann ætlaði að setjast. Og allir voru sáttir að kalla þarna í lokahófinu, Kóreu-Kim, og New York búarnir, stríðs- hetjur og greifynjur, allir saman; nema danirnir tveir Fi og By, sem jafnan tóku tilmæli hinna gáfuðu Ameríkana alvarlega, og síðast spurðist til þeirra í hungurverkfalli uppá herbergi. sept1988 Einar Kárason 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.