Þjóðlíf - 01.10.1988, Page 76

Þjóðlíf - 01.10.1988, Page 76
UPPELDISMÁL borgar, Hálsakots og Seljaskóla sé niður- staða mikillar umræðu um þessi mál á síð- ustu árum. Hér er um þarft brautryðjenda- starf að ræða. — Arið 1982 var myndaður starfshópur á vegum Fræðsluráðs Reykjavíkurborgar og stjórn Dagvistar Reykjavíkur, um samskipti skóla og dagvistarheimila. í þessum starfs- hópi sátu þau Kári Arnórsson skólastjóri, Svanhildur Svavarsdóttir talkennári og Þór- unn Halla Guðlaugsdóttir kennari. — Niðurstaða þessa starfshóps var sú að efla þyrfti samstarfið til muna. í því sam- bandi benti hópurinn á að efla mætti hið almenna samstarf skóla og dagvistarheimila með því að starfsfólk þessara stofnana færi í kynnisferðir á aðrar stofnanir í viðkomandi hverfum, m.ö.o. að kennarar heimsæktu dagvistarheimili hverfisins og fóstrur skól- ana. Ennfremur lagði starfshópurinn til að fóstrur færu með verðandi 6 ára nema í heim- sókn í skóla síðari hluta vetrar og að börnun- um yrði þar kynntur skólinn. í tillögum þeirra segir hinsvegar að slíkar heimsóknir skuli eiga sér stað af frumkvæði viðkomandi dagheimila. — Að mínu mati urðu tillögur þessar af- skaplega haldlitlar af þeim sökum að nær allt frumkvæði var lagt á fóstrurnar og dagvistar- heimilin. Segja má að á þessum tíma hafi ekkert orðið úr þessu almenna samstarfi, reyndar kom fyrir að fóstrur færu með 6 ára börn, þ.e.a.s. væntanlega nemendur í kynn- isferðir í skólana. En um raunverulegt sam- starf þessara uppeldisaðila var ekki að ræða. Samstarf getur ekki byggst á frumkvæði ann- ars aðilans. Og þar sem við töldum, og telj- um enn að það sé mjög mikilvægt að fylgja börrnunum inn í skólana, héldum við um- ræðunni til streitu. Á þessum tíma sáum við ekki og fundum ekki fyrir raunverulegum áhuga af hálfu skólamanna á þessum sjónar- miðum. Með þessu er ég þó ekki að segja að skólamenn hafi ekki viljað aukið samstarf heldur einungis það að þeir hafi talið önnur verkefni mikilvægari —. Næst gerðist það í þessu máli að Matthild- ur Guðmundsdóttir kennslufulltrúi á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkurborgar og Sigríður Jónsdóttir námsstjóri í Mennta- málaráðuneytinu höfðu samband við fram- kvæmdastjóra Dagvistar barna í Reykjavík og óskuðu eftir að formlegt samstarf yrði tekið upp aftur. Það varð úr árið 1986 og þá fyrst kom fagdeild Dagvistar barna, sem ég veiti forstöðu, inn í myndina. Við Matthildur hittumst og ræddum þessi mál og boðuðum síðar til fundar aðila frá Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur, Dagvist barna, Skólastjórafé- lagi íslands, Kennarafélagi Reykjavíkur, Fóstrufélagi Islands og Menntamálaráðu- neytinu. — Samstarfsnefnd þessi komst að þeirri niðurstöðu að efla þyrfti samstarf skóla og dagvistarheimila til muna og þá á grundvelli gagnkvæms frumkvæðis. I kjölfar þessa var boðað til hverfafunda með forstöðumönnum dagvistarheimila og skólastjórum. Framsögu á fundunum höfðu auk mín þær Matthildur Guðmundsdóttir og Áslaug Brynjólfsdóttir fræðslustjóri. Á þessum fundum voru allir fundarmenn sammála um mikilvægi þess að auka samstarfið og þá á gagnkvæman hátt. Það sem mér fannst hvað athyglisverðast við þessa fundi með skólastjórum og forstöðu- mönnum dagvistarstofnana var sú sameigin- lcga sýn og sú sameiginlega áhersla sem báð- ir hóparnir lögðu á mikilvægi þess að sam- ræma menntunina í þessum uppeldisstofnunum. Og jafnframt kom fram almennur skilningur á því að í rauninni er ekki hægt að tala um samstarf á jafnréttis- grundvelli öðruvísi en að menntunin verði samræmd hjá kennurum og fóstrum, t.d. með því að færa fóstrunámið yfir á háskóla- stig á sama hátt og kennaraháskólinn útskrif- ar kennara. Reynist hinsvegar ekki vilji fyrir því að samræma þessa menntun ætti allavega að vera unnt að koma þeirri námstilhögun á legg að kennaranemar stunduðu að ein- hverju leyti nám í fósturskólanum og fóstrur á sama hátt nám í kennaraháskólanum. Slíkt tíðkast annarsstaðar á Norðurlöndunum og ég tel sjálfsagt að gera slíkt hið sama hér á landi — allavega þar til menntunin verður samræmd. Má skilja þá áherslu sem þið setjið á sani- ræmingu dagvistar-og skólastarfs og sam- fellu í nánti barna á þessu aldursstigi á þann veg að þið teljið þörf á að lækka skólaskyldu- aldurinn? — Já, það er nokkuð sem við sjáum fyrir okkur í náinni framtíð. í rauninni viljum við þó tala um fræðsluskyldu í þessu sambandi en ekki skólaskyldu, eins og er fyrir 6 ára börnin í dag. Og fræðsluskylduna tel ég mik- ilvægt að hafa frá þeim aldri barns þegar fæðingarorlofi móður lýkur og fram að skólaskyldu. í þessu sambandi má geta þess að við sem að þessum málum höfum starfað, fögnuðum mjög þingsályktunartillögu Hjör- leifs Guttormssonar alþingismanns um fræðslulöggjöf fyrir þetta aldursstig, því þá Ofl SAMVINNA GERIR GÆFUMUNINN Ef þú þarft að vinna mikið við Ijósritun bygg- ist árangurinn á góðri samvinnuvið Ijósritunarvélina þina. Ernokkuð sem þreytirþig meir en tiðar bilanir og löng bið eftir viðgerðarmanni? Með Nashua Ijósritunarvélerþessum áhyggjum af þér létt. Lág bilanatíðni Nashua og fljótog örugg viðgerðar- þjónusta Optima gerir gæfumuninn. Pk o mtLiumco: 76 SuðurlandsbrautlO — Simi84900

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.