Þjóðlíf - 01.10.1988, Blaðsíða 76

Þjóðlíf - 01.10.1988, Blaðsíða 76
UPPELDISMÁL borgar, Hálsakots og Seljaskóla sé niður- staða mikillar umræðu um þessi mál á síð- ustu árum. Hér er um þarft brautryðjenda- starf að ræða. — Arið 1982 var myndaður starfshópur á vegum Fræðsluráðs Reykjavíkurborgar og stjórn Dagvistar Reykjavíkur, um samskipti skóla og dagvistarheimila. í þessum starfs- hópi sátu þau Kári Arnórsson skólastjóri, Svanhildur Svavarsdóttir talkennári og Þór- unn Halla Guðlaugsdóttir kennari. — Niðurstaða þessa starfshóps var sú að efla þyrfti samstarfið til muna. í því sam- bandi benti hópurinn á að efla mætti hið almenna samstarf skóla og dagvistarheimila með því að starfsfólk þessara stofnana færi í kynnisferðir á aðrar stofnanir í viðkomandi hverfum, m.ö.o. að kennarar heimsæktu dagvistarheimili hverfisins og fóstrur skól- ana. Ennfremur lagði starfshópurinn til að fóstrur færu með verðandi 6 ára nema í heim- sókn í skóla síðari hluta vetrar og að börnun- um yrði þar kynntur skólinn. í tillögum þeirra segir hinsvegar að slíkar heimsóknir skuli eiga sér stað af frumkvæði viðkomandi dagheimila. — Að mínu mati urðu tillögur þessar af- skaplega haldlitlar af þeim sökum að nær allt frumkvæði var lagt á fóstrurnar og dagvistar- heimilin. Segja má að á þessum tíma hafi ekkert orðið úr þessu almenna samstarfi, reyndar kom fyrir að fóstrur færu með 6 ára börn, þ.e.a.s. væntanlega nemendur í kynn- isferðir í skólana. En um raunverulegt sam- starf þessara uppeldisaðila var ekki að ræða. Samstarf getur ekki byggst á frumkvæði ann- ars aðilans. Og þar sem við töldum, og telj- um enn að það sé mjög mikilvægt að fylgja börrnunum inn í skólana, héldum við um- ræðunni til streitu. Á þessum tíma sáum við ekki og fundum ekki fyrir raunverulegum áhuga af hálfu skólamanna á þessum sjónar- miðum. Með þessu er ég þó ekki að segja að skólamenn hafi ekki viljað aukið samstarf heldur einungis það að þeir hafi talið önnur verkefni mikilvægari —. Næst gerðist það í þessu máli að Matthild- ur Guðmundsdóttir kennslufulltrúi á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkurborgar og Sigríður Jónsdóttir námsstjóri í Mennta- málaráðuneytinu höfðu samband við fram- kvæmdastjóra Dagvistar barna í Reykjavík og óskuðu eftir að formlegt samstarf yrði tekið upp aftur. Það varð úr árið 1986 og þá fyrst kom fagdeild Dagvistar barna, sem ég veiti forstöðu, inn í myndina. Við Matthildur hittumst og ræddum þessi mál og boðuðum síðar til fundar aðila frá Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur, Dagvist barna, Skólastjórafé- lagi íslands, Kennarafélagi Reykjavíkur, Fóstrufélagi Islands og Menntamálaráðu- neytinu. — Samstarfsnefnd þessi komst að þeirri niðurstöðu að efla þyrfti samstarf skóla og dagvistarheimila til muna og þá á grundvelli gagnkvæms frumkvæðis. I kjölfar þessa var boðað til hverfafunda með forstöðumönnum dagvistarheimila og skólastjórum. Framsögu á fundunum höfðu auk mín þær Matthildur Guðmundsdóttir og Áslaug Brynjólfsdóttir fræðslustjóri. Á þessum fundum voru allir fundarmenn sammála um mikilvægi þess að auka samstarfið og þá á gagnkvæman hátt. Það sem mér fannst hvað athyglisverðast við þessa fundi með skólastjórum og forstöðu- mönnum dagvistarstofnana var sú sameigin- lcga sýn og sú sameiginlega áhersla sem báð- ir hóparnir lögðu á mikilvægi þess að sam- ræma menntunina í þessum uppeldisstofnunum. Og jafnframt kom fram almennur skilningur á því að í rauninni er ekki hægt að tala um samstarf á jafnréttis- grundvelli öðruvísi en að menntunin verði samræmd hjá kennurum og fóstrum, t.d. með því að færa fóstrunámið yfir á háskóla- stig á sama hátt og kennaraháskólinn útskrif- ar kennara. Reynist hinsvegar ekki vilji fyrir því að samræma þessa menntun ætti allavega að vera unnt að koma þeirri námstilhögun á legg að kennaranemar stunduðu að ein- hverju leyti nám í fósturskólanum og fóstrur á sama hátt nám í kennaraháskólanum. Slíkt tíðkast annarsstaðar á Norðurlöndunum og ég tel sjálfsagt að gera slíkt hið sama hér á landi — allavega þar til menntunin verður samræmd. Má skilja þá áherslu sem þið setjið á sani- ræmingu dagvistar-og skólastarfs og sam- fellu í nánti barna á þessu aldursstigi á þann veg að þið teljið þörf á að lækka skólaskyldu- aldurinn? — Já, það er nokkuð sem við sjáum fyrir okkur í náinni framtíð. í rauninni viljum við þó tala um fræðsluskyldu í þessu sambandi en ekki skólaskyldu, eins og er fyrir 6 ára börnin í dag. Og fræðsluskylduna tel ég mik- ilvægt að hafa frá þeim aldri barns þegar fæðingarorlofi móður lýkur og fram að skólaskyldu. í þessu sambandi má geta þess að við sem að þessum málum höfum starfað, fögnuðum mjög þingsályktunartillögu Hjör- leifs Guttormssonar alþingismanns um fræðslulöggjöf fyrir þetta aldursstig, því þá Ofl SAMVINNA GERIR GÆFUMUNINN Ef þú þarft að vinna mikið við Ijósritun bygg- ist árangurinn á góðri samvinnuvið Ijósritunarvélina þina. Ernokkuð sem þreytirþig meir en tiðar bilanir og löng bið eftir viðgerðarmanni? Með Nashua Ijósritunarvélerþessum áhyggjum af þér létt. Lág bilanatíðni Nashua og fljótog örugg viðgerðar- þjónusta Optima gerir gæfumuninn. Pk o mtLiumco: 76 SuðurlandsbrautlO — Simi84900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.