Þjóðlíf - 01.10.1988, Side 10
INNLENT
landamæra einstakra ríkja og einnig á milli
landa. Eg held að Islendingar eigi ekki ann-
arra kosta völ en fylgja þessari þróun ætli
þeir sér að standast samkeppni við aðrar
þjóðir í framtíðinni. Mig langar til að vekja
athygli á því að aukin áhersla á markaðsbú-
skap og frjálsræði í viðskiptum er ekki í and-
stöðu við hugsjónir jafnaðarstefnunnar ef
rétt er að málum staðið. Lýðræði og vald-
dreifing eru meðal helstu markmiða jafnað-
armanna. Aukin áhrif starfsfólks á stjórn
fyrirtækja ásamt viðskiptafrelsi eru að mínu
viti vænlegasta leiðin til að stuðla að fram-
gangi þessara markmiða.
Þú talar um nauðsyn þess að vextir verði
áfram háir til að draga úr þjóðarútgjöldum,
það er til að taka á tímabundnu vandamáli.
En hvers eiga húsbyggjendur að gjalda sem
ent að ráðast ífjárfestingu til margra áratuga?
Og enn frekar er nokkurt réttlœti í þeim háu
vöxtum sem hér hafa verið?
— Það er búið að segja margt misviturlegt
um vaxtamál að undanförnu. Það sem hefur
verið ömurlegast við þá umræðu er að
ágreiningurinn hefur að stórurn hluta snúist
um staðreyndir. En eins og amma Nóbels-
skáldsins sagði þá sæmir það ekki viti born-
um mönnum að þjarka um staðreyndir því
þær einfaldlega eru hvort sem mönnum líkar
það betur eða ver. Hins vegar er sjálfsagt að
menn skiptist á skoðunum um hluti sem hægt
er að hafa skoðun á. Ég tek undir þá skoðun
að vextir hér á landi séu of háir en hins vegar
er það staðreynd að munurinn á raunvöxtum
hér og í nágrannalöndunum er mun minni en
af er látið. Þá er ég ósammála þeim sem vilja
lækka vexti með valdboði eða handafli eins
og það heitir þessa dagana. Raunvextir í
landinu eru svo háir sem raun ber vitni af því
að eftirspurn eftir lánsfé er mikil. Færi svo að
vextir yrðu lækkaðir með valdboði yrðu
bankastjórar á nýjan leik skömmtunarstjórar
á takmörkuðu lánsfé. Það getur verið að slíkt
fyrirkomulag henti vildarmönnum banka-
stjóranna en ég hygg að aðgangur almenn-
ings að lánsfé myndi minnka frá því sem nú
er. Ég kem ekki auga á nema tvær skynsam-
legar leiðir til að lækka raunvexti. Annars
vegar með því að draga úr lánsfjáreftirspurn
og efla sparnað. Hins vegar með því að draga
úr kostnaði í bankakerfinu. Ég vék að því
áðan hvernig ætti að draga úr ásókn ríkis-
sjóðs í lánsfé með aukinni skattheimtu. Með-
al þess sem rætt hefur verið um er skattlagn-
ing vaxtatekna. Ég er þeirrar skoðunar að
það sé réttlætis- og sanngirnismál að allar
tekjur séu jafnar fyrir sköttum en menn
verða þá að hafa í huga að skattlagning
vaxtatekna minnkar ávöxtun sparifjár og
dregur þar með úr sparnaði.
Húsnæðiskerfið í klúðri
— Gífuryrtar yfirlýsingar um að sækja fé í
stórum stfl til fjármagnseigenda eru út í hött
við núverandi aðstæður. Það leikur enginn
vafi á því að þörf er á róttækri endurskipu-
lagningu á íslenska bankakerfinu. íslenskir
bankar veita að ýmsu leyti lélega þjónustu á
dýru verði. Ég á hér við að útilokað er að fá
nema lítil lán til skamms tíma í banka hér á
landi og svo er vaxtamunur þeirra óheyrilega
mikill. Fækkun og stækkun banka, sala ríkis-
banka, aukin samkeppni rnilli banka og
starfsemi erlendra banka hér eru helstu þætt-
ir í þeirri endurskipulagningu bankakerfisins
sem þarf að verða. Það er grátbroslegt að
horfa upp á sömu mennina standa í vegi fyrr
umbótum í bankamálum sem kvarta hæst
undan háum vöxtum.
— Varðandi húsbyggjendur sérstaklega
þá vil ég benda á að það eru ekki vextirnir af
húsnæðislánum sem eru að sliga þá. Þeir eru
lægstu vextir hér á landi og mun lægri en
sambærilegir vextir erlendis. Það er miklu
frekar takmarkaður aðgangur að lánsfé til
nógu langs tíma sem stendur húsbyggjendum
fyrir þrifum. I því sambandi vil ég sérstak-
lega benda á núverandi húsnæðislánakerfi
sem verkalýðsforystan kom á fyrir rúmum
tveimur árum. Frá sjónarmiði húsbyggjenda
og íbúðakaupenda er þetta kerfi hreint klúð-
ur. Það byrjaði á því að sprengja upp íbúða-
verð sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu og
skóp síðan fáránlega langan biðtíma eftir
lánum. Þetta átti allt að vera fyrirsjáanlegt
og raunar er erfitt að gera sér í hugarlund
hvað höfundum þessa kerfis gekk til.
Hnignun verkalýðshreyfingar
Nú stendur verkalýðsforystan ekki að þess-
ari ríkisstjórn, — er þá ekki pólitískt tœkifœri
til að breyta þessu húsnœðiskerft og jafnvel
fleiru?
— Það er sannarlega brýn þörf á því að
breyta húsnæðislánakefinu og ég sé ekki
nokkra ástæðu til þess að verkalýðforystan
komi nærri því verki. Það fer langsamlega
best á því, að málefnum hins opibera hús-
næðislánakerfis sé ráðið á pólitískum fors-
endum á alþingi. Ég á von á því að þannig
verði hagsmunir almennings best tryggðir.
Hið opinbera húsnæðislánakerfi á auðvitað
fyrst og fremst að gera einstaklingum og fjöl-
skyldum kleift að koma sér þaki yfir höfuðið.
Það nær ekki nokkurri átt að húsnæðiskerfið
sé notað til þess að leysa vanda lífeyrissjóð-
anna eins og mér sýnist að gert hafi verið
fyrir tveimur árum. Raunar sýnist mér að
afskipti verkalýðsforystunnar af húsnæðis-
málum séu eitt dæmi um það hversu illa hún
hefur staðið sig í því að gæta hagsmuna um-
bjóðenda sinna og ekki síður almannahags-
muna. Þau eru því til marks um þá hnignum
verkalýðsheyfingarinnar sem orðið hefur á
síðustu árum og kemur helst fram í því, að
verkalýðshreyfingin semur ekki nema að
litlu leyti um kaup og kjör í landinu, sagði
Birgir Arnason hagfræðingur að lokum.
Óskar Guðmundsson
10