Þjóðlíf - 01.10.1988, Blaðsíða 47

Þjóðlíf - 01.10.1988, Blaðsíða 47
MENNING Hefur helgað sig skrifum um ísland, Spjallað við Svisslendinginn Werner Schutzbach, höfund bókarinnar „Island — Feuerinsel am Polarkreisu. Eitthvert merkasta upplýsingarit um ísland, sem til er á þýsku, er óefað „Feuerinsel arn Polarkreis“ eftir Svisslendinginn Werner Schutzbach. Allt frá því hann kom fyrst til Islands, liðlega tvítugur að aldri, 1956, hefur hann helgað sig því verkefni að skrifa um landið og kynna það í hinum þýskumælandi heimi. Um þessar mundir vinnur hann að miklu riti um íslensk eldf jöll. Werner Schutz- bach var á ferð á íslandi í lok septembermán- aðar og Þjóðlíf náði þá af honum tali: „Þegar ég kom hingað fyrst árið 1956 þekkti ég bara nafnið á landinu, orðið ís- land. Hafði ekki hugmynd um það hvernig hér var umhorfs. Hélt hins vegar að hér væri mjög kalt. Ég hafði ekki lesið neina bók um Island, ekki einu sinni lesið Nonnabækurn- ar, eins og svo margir í Þýskalandi og Sviss. Síðan dvaldist ég hér í þrjú ár, eða fram til ársins 1959, og fylltist ást á landinu.“ Bók Werners, „Feuerinsel am Polarkreis“ er mjög víðtækt rit um ísland og íslendinga. Þar er fjallað um jarðfræði landsins, dýralýf, gróðurfar, sögu, bókmenntir og menningu. „Ég hóf fljótlega að skrifa um ísland eftir að ég kom heim frá landinu. Ég hafði alltaf sérstakan áhuga á landafræði og jarðfræði og byrjaði á því að skrifa um þau málefni. Seinna fór ég að fjalla líka um söguna og bókmenntirnar. Ég hef reynt að lesa allt það, sem ég hef komist yfir um landið. Fyrsta útgáfa bókar minnar kom út 1966 og síðan hef ég endurbætt hana. 1976 kom hún aftur og svo síðast 1985. Hann hefur leitað heimilda víða. „Ég hef sérstaklega leitað heimilda um íslensku eldfjöllin. Ég hef til dæmis fundið Hjónin Heidi og Werner kynntust á Islandi fyrir nær þremur áratugum: „ sland hefur mótað líf okkar.“ mjög margar greinar á ýmsum tungumálum, dönsku, ensku, frönsku, ítölsku um Kötlu og Heklu og tekið saman nokkurs konar Kötlu- annál. Hið sama ætla ég að gera um Heklu. Hekla og ísland eru eitt; ef minnst er á Heklu, þá er átt við landið í leiðinni. Elsta handrit, sem ég hef fundið um ís- land, er í Munchen. Það var skrifað 1180. Ég hef leitað fangað víða í Þýskalandi, farið rneðal annars til Weimar, og jafnvel fengið sendar heimildir frá bókasafni í Leníngrad í Sovétríkjunum. Nýlega fann ég svo handrit í Bern í Sviss, sem skrifað er á latínu frá þrett- ándu öld. Þar segir meðal annars að á íslandi finnist silfurberg. Ég held að þetta sé elsta ábending um slíkt, og ég hef ekki séð minnst á silfurberg í íslenskum heimildum frá sama tíma.“ Auk þess að skrifa bókina hefur Werner einnig teiknað í hana um 100 skýringarmynd- ir og tekið flestallar Ijósmyndirnar. Allt þetta hefur hann gert í frítíma sínum, því hann vinnur fulla vinnu sem blaðamaður hjá dagblaði í Fraunfeld, nærri Zurich. Werner talar íslensku ágætavel: „Ég lærði hér tungumálið á skömmum tíma. Ég kynntist Þorsteini Jósepssyni, sem oft hafði verið í Sviss, og fékk hjá honum margar íslenskar bækur að láni. Einnig kynntist ég Sigurði Þórarinssyni. Ég vann hér í prentmyndagerð og var alls í þrjú ár, eða fram á árið 1959. Eg kom síðan aftur strax árið 1960 og var hér í hálft ár. Eftir þetta hef ég svo komið margsinnis til lands- ins, meðal annars sem leiðsögumaður ferða- mannahópa. Ég hef einnig farið með hópa til Grænlands." Hver er áhugi Svisslendinga á íslandi? „Hann fer stöðugt vaxandi. Það finn ég í tengslum við fyrirlestrahald mitt. Stöðugt fleiri Svisslendingar fara líka til íslands. Eg hef kynnst því, að því fólki, sem verið hefur í ferðunum með mér, finnst alltaf gaman að koma til íslands, jafnvel þótt rigni á hverjum degi. Alltaf jafngaman. Mesta breytingin síðan ég kom hingað fyrst felst annars í vegabótunum úti á landi og hins vegar stærð Reykjavíkurborgar. Hún hefur margfaldast.“ Hvernig gengur með eldfjallabókina? „Það gengur ekki hratt. Tekur sinn tíma. Ég veit það ekki sjálfur hvenær hún kernur út. Það er dálítið gaman að því, að ég kynntist konu minni á íslandi. Hafði heyrt af því að það væri svissnesk stúlka stödd á landinu og tókst að hafa upp á henni. Núna eru liðin 29 ár og hún er að koma til íslands í fyrsta sinn síðan þetta var. En segja má að ísland hafi sannarlega mótað okkar líf. Það er líka ein- hvern veginn svo, að ísland er í rauninni alltaf hjá okkur heima í Sviss. Til okkar koma líka alltaf margir gestir frá íslandi ... 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.