Þjóðlíf - 01.10.1988, Blaðsíða 38

Þjóðlíf - 01.10.1988, Blaðsíða 38
MENNING Jöklamenn sækja hleöslu. Ég man eftir því að þegar pabbi var fyrir vestan að skrifa bókina fórum við að heim- sækja hann. Þegar við komum vestur í sumar til að mynda hittum við fólk sem hafði fylgst með honum við skriftirnar. Það sagði okkur ýmsar sögur af því hvernig hinar og þessar hugmyndir hefðu orðið til, til dæmis um Prins Pólóið og fleira. Þetta fyllti upp í eyð- urnar.“- Hvernig tilfmning er það að gera kvik- mynd eftir sögu föður síns? Er þetta einhver tilfinningaleg nauðsyn fyrir þig, liður í upp- gjöri? „Nei, þetta er ekki persónulegt uppgjör. Ég var ansi feimin lengi við að leggja í hana og guggnaði á því að skrifa handritið sjálf. Ég hætti líka við að láta mömmu leika Hnall- þóru, Siggu systur Úu o.s.frv. Það er heldur ekki ætlun mín að taka fleiri bækur pabba og filma þær. Það var einfaldlega þannig að þessi bók var til, mér fannst hún skemmtileg og langaði að setja hana á filmu. Auk þess eigum við orðið marga góða leikara sem leika svo vel fyrir vélina. Það var því auðvelt að finna réttar týpur í leikarastéttinni, fólk sem passaði inn í persónur bókarinnar.“ Svolítið á kúpunni Helstu hlutverk eru í höndum Sigurðar Sig- urjónssonar sem leikur Umba, Margrétar Helgu Jóhannsdóttur sem leikur Úu. Baldvin Halldórsson leikur Jón Prímus, Helgi Skúla- son leikur Godmann Sýngmann, Kristbjörg Kjeld leikur Hnallþóru, Egill Ólafsson fer með hlutverk Saknússems II beitarhús- manns, Tumi Jónsen er leikinn af Rúrik Haraldssyni, Gestur E. Jónasson fer með hlutverk Langvetningsins og Laddi leikur Jódínus. Guðný leikstýrir myndinni en aðstoðar- leikstjóri og klippari er Kristín Pálsdóttir. Tökumaður er Peter Hassenstein, Karl Júl- íusson gerði búninga og leikmynd, Martin Coucke sá um hljóðið. Halldór Þorgeirsson er framkvæmdastjóri á Islandi en Ralpli Christian er fulltrúi þýskra aðstandenda myndarinnar. Myndin var tekin í landi Miðhúsa á Snæ- fellsnesi og á fleiri stöðum fyrir vestan en innisenur í Mosfellsdal og Reykjavík. í landi Miðhúsa voru reistar „kúlissur" af prests- setri, kirkju og búngaló en sá síðastnefndi var sniðinn eftir húsi Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara í Laugarnesi þar sem innisen- ur voru teknar. Tökurn lauk í september og ætlunin er að frumsýna í febrúar eða mars á næsta ári. „Það fer eftir fjármagninu, við erurn svol- ítið á kúpunni. Við fengum 10 milljónir úr Kvikmyndasjóði og svo er allt veðsett. Pen- ingarnir frá Þýskalandi skila sér hægt, þeir vilja sjá allt sem við gerum. Hingað kom kona og fylgdist með okkur um skeið. Það fer allt eftir settum reglum. þeir eru ekkert að henda í okkur peningum. Sama gildir raunar um Kvikmyndasjóð. hann lætur okk- ur fá framlagið í nokkrum skömmtum. Það gerir okkur erfitt fyrir vegna þess að við fá- urn hlutina ódýrari ef þeir eru greiddir út í hönd. Hins vegar skil ég vel sjónarmið sjóðs- ins. Þar er komin upp sú stefna að fylgjast betur með því sem styrkþegar eru að gera, sbr. Meffí. En fyrst ég er farin að tala um Kvikmynda- sjóð þá skil ég ekki af hverju það þykir sjálf- sagt að í úthlutunarnefnd hans skuli sitja tveir rithöfundar. Væri ekki jafn sjálfsagt að tveir kvikmyndagerðarmenn sætu í úthlut- unarnefnd starfslauna rithöfunda? Eða hafa rithöfundar meira vit á kvikmyndum en til dæmis gagnrýnendur og aðrir kunnáttumenn um kvikmyndir? Ég vona að þetta eigi eftir að breytast,“ segir Guðný Halldórsdóttir og við látum það vera lokaorðin í þessu spjalli um Kristnihald undir jökli. Þröstur Haraldsson 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.