Þjóðlíf - 01.10.1988, Síða 35

Þjóðlíf - 01.10.1988, Síða 35
MENNING Kristnihald filmað undir jökli Guðný Halldórsdóttir í rigningunni á Snæfellsnesi. Bungalóinn í bak- grunni. Guðný Halldórsdóttir leikstýrir kvikmynd eftir skáldsögu föður síns í þessum mánuði eru liðnir réttir tveir ára- tugir síðan Halldór Laxness gaf út bók sína Kristnihald undir jökli. Bókin kom út haustið 1968 og er ekki laust við að í henni gæti áhrifa frá þeim atburðum sem áttu sér stað í veröld- inni: vexti hippahreyfingar og stríði í Víetn- am. En lengi vel hefur menn greint á um það um hvað þessi skáldsaga Halldórs fjallar, þeir hafa ekki einu sinni getað komið sér saman um það hver væri aðalpersóna bókar- innar. Það kom þó ekki í veg fyrir að helstu persónur bókarinnar kæmu sér fyrir í fjöl- skyldualbúmi þjóðarinnar. við hliðina á Sölku, Bjarti og Ljósvíkingnum. Og nú er búið að kvikmynda Kristnihald- ið: Jón Prímus, Umbi, Úa og allt það lið komið á sellulósa sem verið er að klippa. Snemma á næsta ári gefst okkur enn einu sinni kostur á að máta persónurnar sem við eigum á okkar eigin hvíta tjaldi við þær sem Guðný Halldórsdóttir leiðir fram í kvik- myndinni sem hún leikstýrir og kvikmynda- félagið Umbi framleiðir. Kvennafar og taóismi Haustið 1968 var um margt tími umbrota í íslensku samfélagi. Að vísu var endurómur- inn frá París enn heldur daufur en um sumar- ið höfðu farið fram sögulegar forsetakosn- ingar og undirritaður var settur í steininn fyrir að mótmæla innrásinni í Tékkó. Það var kreppa í atvinnulífi, síldin farin og allt útlit fyrir þjóðflutninga til Svíþjóðar. Og í blöð- unum voru málsmetandi pólitíkusar og menningarvitar spurðir álits á því hvað þeim 35

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.