Þjóðlíf - 01.10.1988, Blaðsíða 71

Þjóðlíf - 01.10.1988, Blaðsíða 71
NEYTENDUR Eftir Adolf H. Petersen Neytendamál Blekkingar og sölusálfræði Útsala! Útsala! Viö erum fljótt að bregðast við þegar útsölur eru auglýstar. A útsölum eigum við það til að haga okkur líkt og í frumskóginum; að verða á undan öðrum að tryggja okkur vörur á góðum kjörum. A út- sölumörkuðum og í stórverslunum eru hætt- urnar líka á hverju strái, hillurnar, körfurn- ar, staflarnir og allt hvað það heitir má líkja við frumskóginn. Við göngum eftir margvís- legum stígum og rekumst ætíð á eitthvað nýtt sem gleður augað og eykur kaupfíknina. Reyndar erum við ekki það skynlaus að við gleypum við hverju sem er, heldur vegum við og metum það sem í boði er. Val okkar ræðst síðan af verði og gæðum viðkomandi vöru svo og smekk okkar og áhuga. Þessu hafa sölusálfræðingar fyrir löngu gert sér grein fyrir og er sérgrein þeirra að sannfæra okkur um að við séum að gera góð kaup. Aðalatriðið er að telja okkur trú um að varan sé ódýr í samræmi við gæðin. Þó svo að einhverjum brellum sé beitt er ekki þar með sagt að verið sé að ljúga að okkur. Sam- kvæmt 56. grein laga um verðmerkingar frá 1980 er kaupmönnum skylt að verðmerkja allar vörur það greinilega að kaupandinn geti án mikillar fyrirhafnar séð verð þeirra. Einnig er þess getið að ef um útsölu er að ræða sé skylt að sýna tvær upphæðir; þ.e. fyrra verð og útsöluverð. Að öðru leyti er ekki getið um það sem ekki má gera. Engar reglugerðir eru til um hvernig skal verð- merkja. í þeim efnum gilda aðeins almennar óskráðar siðareglur, en allt er löglegt sam- kvæmt því, einnig það sem er fullkomlega siðlaust. Það er því margt sem ber að varast við frumskógarstíga vörumarkaða þar sem „glæsileg" tilboð eru nánast á hverju strái. Verður hér minnst á nokkrar þær hættur sem blasa við saklausum borgurum og ræna þá þúsundum króna í mánuði hverjum. Hrúga í körfu Gengið er eftir snyrtilegum gangi verslunar- innar þar sem öllu er raðað upp í röð og reglu. Skyndilega er rekist á innkaupavagn þar sem niðursuðudósum hefur verið hrúgað niður. Þessi uppsetning er freistandi fyrir þá sem eru að leita sér að vörum á lægra verði. En það er ekkert lögmál að slíkar vörur séu ódýrari en aðrar. Nýlega var gerð könnun á þessu, þannig að baunadósum var hrúgað í körfu, en eigi langt þaðan var unnt að rekast á sams konar dósir, snyrtilega röðuðum í hillur. Verðið var það sama á öllum dósun- um. I ljós kom að á einum degi höfðu körfu- dósirnar selst helmingi betur en hilludósirn- ar. Handskrift og útstrikanir Handskrifað skilti á að leiða huga okkar að því að verð hafi verið lækkað og fyrri verð- merkingar séu þannig úr gildi eða að skiltið hafi verið gert í þeim tilgangi að vekja athygli á verðlækkuninni. Kannanir í nágrannalönd- um okkar hafa sýnt að því stærra sem skiltið er þeim mun hagstæðara virðist okkur til- boðið vera. Sömu sögu er að segja um skrift- ina. Heimatilbúin og jafnvel illa skrifuð merking er persónulegri en prentuð. Kann- 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.