Þjóðlíf - 01.10.1988, Síða 57
unarstarfsfólki, en í Hafnarbúðum hygg ég
að mætti vel fækka eitthvað. Grund er reist
sem dvalarheimili en ekki hjúkrunarheimili.
Þegar fólkið eltist, sem þar var, voru hins
vegar ekki til nein pláss annars staðar fyrir
það.
Aðstæður á Grund eru hins vegar afar
slæmar fyrir þessa þjónustu. Blaðamenn
hafa oft spurt mig að því hvort ég telji ekki,
að þjónustan þarna sé ekki fyrir neðan það,
sem viðunandi sé. Ég hef alltaf svarað því
þannig til, að stofnunin geti ekki annað nú-
tímakröfum, af því að hún sé ekki byggð fyrir
þær.
Elliheimilið Grund hefur hins vegar verið
rekið af mikilli hagsýni. Stjórnendur hafa
þar verið þeir sömu frá upphafi, og þeir hafa
alltaf lagt metnað sinn í það að láta þá fjár-
muni, sem þeir hafa haft til umráða, duga.
Síkt er vissulega til fyrirmyndar."
Nú stendur í lögurn um málefni aldraðra,
að a.m.k. helmingur rýmis á hjúkrunar-
deildum skuli vera einstaklingsherbergi.
Fylgist þið með því, að svo sé í raun?
„Við vitum, að svo er ekki í raun. Lögin
þýða ekki, að það verði að breyta öllum
þeim stofnunum, sem fyrir eru. Hins vegar
er það, eins og ég sagði áðan, ekki endilega
lausnin að byggja sem flestar stofnanir. Samt
gæti áfram verið skortur á plássum. Það
verður að bæta skipulagið, þannig að þau
pláss, sem til eru, verði nýtt rétt og síðan þarf
að athuga hvað vantar.
Ég vil endurtaka, að ríkið, sem greiðir
fyrir þjónustu heimilanna, á að skilgreina
hvað það er að kaupa. Þegar Grund fékk
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL
Skúli G. Johnsen: „Við sitjum þarna uppi
með eidgömul hús og stjórnendurnir sjá
ekki ástæðu til að breyta þeim.“
leyfi ráðherra fyrir því að reka 200 af sínum
rúmum sem hjúkrunarrúm, þá fylgdu ekki
með neinir skilmálar um það hvaða þjónusta
skyldi veitt. Aðeins fá af þessum hjúkrunar-
rúmum á Grund eru sjúkrarúm. Flest eru
bara venjuleg rúm. Ríkisvaldið skilgreinir
ekki hverslags verktakaþjónustu það er að
kaupa. Það, sem talið er hjúkrunarrými á
Grund, myndi ef til vill alls ekki teljast hjúkr-
unarrými á Borgarspítalanum eða einhvers
staðar annars staðar.“
Hvað má Grund starfrækja mörg sjúkra-
rúm?
„Elliheimilið Grund hefur rekstrarleyfi
fyrir 200 hjúkrunarrúm. Hins vegar hefur
verið farið fram yfir þá tölu á heimilinu,
þannig að allt að 250 hjúkrunarsjúklingar
hafa verið þar. Almennir staðlar í byggingu
og rekstri elliheimila hafa gjörbreyst síðan
Ellilheimilið Grund var reist. Stjórnendur
þess hafa hins vegar haldið í það rekstrar-
form, sem þar hefur verið. Við getum ekkert
sagt við því. Ef nýir eigendur kæmu og vildu
breyta Grund í nútímalegt heimili með þjón-
ustuíbúðum, þá myndu líklega ekki komast
fyrir í húsunum nema 100-150 manns. Nú eru
þar 324 vistmenn alls. Við sitjum þarna uppi
með eldgömul hús, og stjórnendurnir telja
ekki ástæðu til að hverfa frá gömlum stöðl-
um og breyta heimilinu f nútímalegt form.
Ég tel hins vegar að það muni koma að þvr
að Grund verði breytt, þótt ég viti ekki hve-
nær. Fyrst þarf hins vegar að skerpa allar
reglur um stofnanaþjónustu í landinu, þann-
ig að ríkisvaldið hafi stjórn á þessum hlutum
og viti hvað það er að borga fyrir.“
— eh
Guðrún Helgadóttir: „Eftir tveggja ára
þóf var samþykkt, að hjón gætu gert
samning ...“
Eftirlifandi maki
á rétt á að sitja í
óskiptu búi
Guðrún Helgadóttir alþingismaður hefur
beitt sér mjög fyrir því, að lögum um
erfðarétt verði breytt þannig, að eftirlif-
andi niaki geti setið í óskiptu búi, án þess
að hægt sé að gera kröfur til þess að búinu
sé skipt upp.
„Fyrir nokkrum árum lagði ég fram
frumvarp þess efnis, að eftirlifandi maki
ætti sjálfsagðan rétt til þess að sitja á
heimili sínu eins og það var við lát maka,“
sagði Guðrún í samtali við Þjóðlíf. „Þetta
náði ekki fram að ganga og eftir tveggja
ára þóf var samþykkt, að hjón geta látið
gera samning þess efnis, að það þeirra,
sem lifir hitt geti setið í óskiptu búi eins
lengi og það vill. Þetta er einfalt mál, því
Dómsmálaráðuneytið lét útbúa eyðubl-
að, sem hægt er að fá hjá fógeta. í fyrstu
var þetta flóknara, og ég var vör við að
fólki var sagt að fara til lögfræðinga
o.s.frv. En síðan var þessu breytt þannig,
að eyðublöðin voru tekin upp, og nú ætti
það ekki að þurfa vefjast fyrir neinum.
57