Þjóðlíf - 01.10.1988, Blaðsíða 23

Þjóðlíf - 01.10.1988, Blaðsíða 23
ERLENT „Gengilbeinur er á sífelldu flökti milli gestanna til að enginn verði þurrbrjósta. Þessar vösku maddonnur láta sig ekki muna um að tvíhenda 10-12 líterskrúsir í senn..“ Hvað er svo glatt Svipmyndir frá októberhátíðinni íMiinchen Bæverjar eru um margt sannkallaðir furðu- fuglar. NorðurÞjóðverjar líta á þessa suður- þýsku landa sína sem hálfgerðar kynjaverur. I þeirra augum eru Bæverjar einskonar nátt- tröll sem hafa dagað uppi á leið inn í nútím- ann. Þeir narrast óspart að áráttu Bæverja til að undirstrika sérstöðu sína með því að klæðast hnésíðum leðurbuxum og kostuleg- um þjóðbúningum á tyllidögum. Sömuleiðis skopast íbúar Norður-Þýska- lands tíðum að því að Bæverjar séu sýnkt og heilagt með ölkollu í hönd og uni sér best með bjórfroðu í munnvikum undir bláhvít- um fánum. Og víst er um það að bjórdrykkja er óvíða vinsælli afþreying en í Bæjaralandi. Þegar vorar flykkjast íbúar „fríríkisins“ Bæj- aralands í bjórgarðana sína þar sem þeir eyða löngum stundum við öldrykkju og pútnaát. Hinn freyðandi byggsafi er svo snar þáttur í lífi þessara léttlyndu Suður-Þjóðverja að þeir miða dagatal sitt jafnvel við þá bjórteg- und, sem freyðir í kollum innfæddra á hverj- um árstíma. Það er því ekki undarlegt þótt geðkaldir Norður-Þjóðverjar líti þessa öl- kæru landa sína hornauga. En bjórinn er ekki bara þjóðardrykkur Bæverja, heldur líka mikilvæg tekjulind. Bæverski bjórinn er nefnilega heimsþekkt gæðavara, sem nýtur hylli bjórvina víða um lönd. Það er því eðli- legt að bæverskir geri þessum eðla drykk hátt undir höfði og haldi honum veglegt gildi einu sinni á ári. Sá fagnaður gengur undir nafninu októberhátíð og er haldinn í Miinchen, höfuðborg Bæjaralands, á hverju hausti. Þá streyma þúsundir erlendra gesta til borgarinnar og setjast að sumbli með inn- fæddum. Bjórhátíðin á rætur að rekja til brullaups- veislu sem haldin var í Miinchen fyrir rúm- lega 150 árum. Þá voru þau pússuð saman, Lúðvík I. Bæjarakóngur og unnusta hans, Teresía, prinsessa af Saxen-Hildburghau- sen. Af því tilefni var efnt til mikils mann- fagnaðar í borginni, þar sem Miinchenbúar dönsuðu, sungu og drukku af hjartans lyst. Að auki fór fram íburðarmikil skrautsýning í borginni og allt þótti þetta tilstand svo kát- legt að ákveðið var að endurtaka gleðskap- inn á hverju ári eftirleiðis. Þar með var kominn vísir að svonefndri októberhátíð sem hefur verið árviss viðburð- ur í borgarlífinu allt til þessa dags, að undan- skildum þeim árum, þegar þjóðirnar bárust á banaspjótum í álfunni. í tímans rás hefur októberhátíðin sífellt færst í aukana og nú er svo komið, að hún er orðin veglegasta al- þýðuhátíð, sem um getur í heiminum. Menn láta sér reyndar ekki nægja að væta kverkar og kitla bragðlaukana í þessari mestu svallveislu veraldar, heldur eiga hátíð- argestir þess jafnframt kost að iðka skotfimi, kastleikni og aðrar listir, auk þess sem hring- ekjur, parísarhjól og annars konar snúnings- 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.