Þjóðlíf - 01.10.1988, Blaðsíða 25

Þjóðlíf - 01.10.1988, Blaðsíða 25
ERLENT .Maginn heimtar líka sitt utan öls og hvers kyns kringlur heyra til... tæki hrista upp í innyflum þeirra sem ekki vilja sitja á sínum rassi. Jafnframt geta gest- irnir kitlað taugarnar í draugahúsum og gamnað sér við afskræmdar sjálfsmyndir í speglasölum. Þetta árlega húllumhæ hefst um miðjan september og stendur í rúmar tvær vikur. Það er sjálfur borgarstjórinn í Múnchen sem hefur leikinn með því að berja gat á fyrstu bjórámuna og hafa yfir einkunnarorð hátíð- arinnar „o“zapft is“, sem er bæverska og merkir að nú sé mjöðurinn farinn að renna. Og hann rennur ósleitilega um kverkar gesta meðan á þessari „orgíu“ stendur. Ef menn vilja fá sér sopa á hátíðinni dugir ekki minna en að kneyfa ölið úr líterskrús- um. Gengilbeinur eru á sífelldu flökti milli gestanna til að enginn verði þurrbrjósta. Þessar vösku madonnur láta sig ekki muna um að tvíhenda 10-12 líterskrúsir í senn. Þær allra kræfustu eru jafnvel sagðar bera fram heilar 18 krúsir í einu, sem verður að teljast vel af sér vikið. Þrátt fyrir snerpu og burðar- þol mega gengilbeinurnar hafa sig allar við að sinna þörfum gestanna. Það þarf ekki bara að bera í þá öl, heldur verður líka að sjá til þess að maginn fái sitt. Til að fullnægja kviðarþörfum gestanna standa löðursveittir kokkar yfir steikingar- hellum frá morgni til kvölds og brasa hænur, svínapylsur, nautasteikur og annað kraft- mikið fóður. Þeir sem ekki vilja kjöt geta kitlað gómana með bæverskum brauðhring- jum, svokölluðum „Brezen", en það eru sér- deilis ljúffengir risahringir úr eðaldeigi, mat- armiklir og seðjandi. Flestir hátíðargesta láta sér þó nægja að kætast yfir ölkollu og sveifla sér í takt við dillandi tónlist bæverskra hljómsveita, sem glymur án afláts í eyrum. Aðalskemmtunin er í risavöxnum tjöld- um, sem hvert um sig rúma liðlega 10 þúsund manns í sæti. Bjórtjöldin eru rekin af eigend- um brugghúsa í Múnchen, sem á þessum tveimur vikum losna við um 5-6 ntilljónir lítra af bjór. Það lætur nærri, að hver gestur torgi að jafnaði einum lítra, því alls sóttu um 5 milljónir hátíðina að þessu sinni. Bjórtjöld- in eru að vonum fagurlega skreytt, jafnt utan sem innan. Fyrir framan hátíðartjald „Paul- aner“-brugghússins stendur t.d. reisulegur kastalaturn og efst á turninum trónar rúm- lega mannhæðar há ölkrús sem snýst í hringi. Yfir dyrum „Löwenbráu“-tjaldsins getur að líta ljón eitt mikið, sem heilsar gestum með því að bera sér bjórkollu að munni og rymja ógurlega eins og til að undirstrika þá vellíðan sem mjöðurinn veitir. Þegar inn í tjöldin kemur er hávaðinn slík- ur að það er ekki fyrir allsgáðar hvunndags- hetjur að þola slíkt hark. Hljómlistarmenn á leðurbrókum þenja lúðra og önnur hljóð- færi, samkomugestir syngja, garga og stappa niður fótum, allt eftir því á hvaða stigi gleð- innar þeir eru staddir. Þeir sem ekki hafa goldið Bakkusi óhóflegan toll eru manna friðsamastir, enda margir hverjir beinlínis úr heimi hallir. Þarna eru saman komnir ölkærir fulltrúar allra þjóða eins og sæmir á alþjóðablóti. Hörundsdökkir Afríkubúar kneyfa ölið af engu minni móði en rauðnefjaðir bæverskir bjórvambar. Þegar liður á daginn magnast óróinn í tjöldunum og þá vill brenna við að menn verði saupsáttir. Nokkrir gestanna taka upp á að undirstrika orð sín með því að hnippa í næsta mann og á stundum er stemmningin við suðumark. Friðarvinum tekst þó oftast að bera klæði á vopnin, þannig að meiri hátt- ar ryskingar eru fátíðar. Þó kemur fyrir að hnefar kreppast og hendurnar eru látnar tala. í slíkum tilvikum eru verðir laganna fljótir á vettvang til að fjarlægja ófriðarseggi, sem eru fluttir í sérstakar geymslur og látnir sofa úr sér... Arthúr Björgvin Bollason/Munchen „Estragon: Förum. Vladimir: Við getum það ekki. Estragon: Því þá ekki? Vladimir: Við erum að bíða eftir Godot.“ Sögur, leikrit, ljóð eftir Samuel Beckett. Pýðing og umsjón. Arni Ibsen 308 bls. Verð kr. 2.390.- Samuel Beckett er í hópi merkustu rithöfunda þessarar aldar og hefur ef lil vill öðruni fremur stuðlað að róttækum brevtingum á skáld- sagnagerð og leikritun eftir seinni heims- styrjöld. Beckett. sem hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1%9. er áleitinn höfundur. einstakur og frumlegur. en stendur jafnframt nær hinni klassísku evrópsku bókmenntahefð en flestir aðrir nútímahöfundar. Hann skilgreinir hlutskipti mannsins á guð- lausri atómöld. lýsir leitinni aö tilvist og samastað í veröld sem er á mörkum lífs og dauða. þar sem tungumálið hevr varnarstríð við þögnina. Þrátt fvrir nær fullkomið getuleysi. niðurlægingu og algera örbirgð mannskepnunnar er henni lyst með miklum húmor og af ómótstæðilegri Ijóðrænni fegurð. í þessari bók eru sjö leikrit. sex sögur og fjórtán ljóð frá fimmtíu ára ferli. þar á nteðal þekktasta verk Becketts. leikritið Beðið eftir Godot. í nýrri þýðingu. og eitt nýjasta snilldar- verkið, hin stutta og magnaða skáldsaga Félagsskapur. frá 1980. Þýðandinn er Árni Ibsen sem hefur um árabil kannað verk þessa alvörugefna írska húmorista og hann skrifar jafnframt inngang og skýringar. Þetta er í fvrsta skipti sem verk Samuels Beckett eru gefin út í íslenskri þýðingu. fT---------------^ ^§vart á fimtu ---------------r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.