Þjóðlíf - 01.10.1988, Page 60
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL
60 ár við
Hringbraut.
Elli- og hjúkrunarheimilið Grund við Hring-
braut var tekiö í notkun árið 1928 fyrir rétt-
um 60 árum og var J)á eina heimilið í Reykja-
vík. Fyrsti forstjóri Grundar var Haraldur
Sigurðsson en 1934 tók Gísli Sigurbjörnsson
við af honum. Er Gísli enn forstjóri heimilis-
ins.
Að sögn Nínu og Helgu Gísladætra eru
heimilismenn á Grund nú 308. Herbergi á
heimilinu af ýmsum stærðum. 93 eru einbýli
og 70 tvíbýli. Flest herbergin eru tveggja
manna. Að auki eru 8 þriggja manna stofur,
3 fjögurra manna, 1 sjö manna og 2 átta
manna.
„Við erum með öll stig þessarar þjónustu,
bæði hjúkrunardeildir og vistdeildir,“ sagði
Helga Gísladóttir í samtali við Pjóðlíf. „Það
hefur verið ákaflega mikið deilt á stóru elli-
heimilin í seinni tíð og við erum ekki sam-
mála þeirri gagnrýni. Eg held menn vilji ekki
horfast í augu við staðreyndir. Þau heimili,
þar sem bæði eru vist- og hjúkrunardeildir,
eiga fyllilega rétt á sér.“
Elli- og Hjúkrunarheimilið Grund er
sjálfseignastofnun og eru sex menn í stjórn
hennar. Daggjöld stofnunarinnar eru greidd
af ríkissjóði og vistmönnum eins og hjá öðr-
um slíkum stofnunum. Að öðru leyti hefur
stofnunin ekki notið opinberra styrkja, að
sögn Helgu Gísladóttir.
í stjórn Grundar eru nú: Gísli Sigurbjörns-
son, Garðar Sigfússon, Óttar Halldórsson,
Sigurður Stefánsson, Ólafur Jónsson og
Guðrún Gísladóttir.
eh
Biðlistar langir
13-14 manns um hvert laust pláss á Hrafnistu „ Það
má ekki skilja okkur eftir sem eitthvert garnaldags
heimili,“ segir Rafn Sigurðsson forstjóri
„Það er erfitt að eiga við biðlistana. Það
versta í rnínu starfi er það, að staðan skuli
ekki vera betri. Að 13-14 nianns skuli bíða
eftir hverju plássi sem Iosnar,“ sagði Rafn
Sigurðsson forstjóri Hrafnistu í samtali við
Þjóðlíf.
„Ég tek undir þá gagnrýni, að heimili eigi
ekki að vera of stór. Þau verða að aðlaga sig
breyttum tímum og vera jafnmanneskjuleg
og nýju heimilin. Við höfum reynt að bregð-
ast við kröfum nútímans, en segja má að við
höfum ekki brugðist nógu snemma vel við.
Við þurfum að breyta heimilunum til nú-
tímahorfs. Hrafnista er þokkalegt, gama-
ldags heimili, og hér hefur málum aldraðra
verið sinnt í rúm 30 ár. En það má ekki skilja
okkur eftir sem eitthvert gamaldags heimili.
Þótt byggð séu ný og glæsileg hús, þá verður
líka að gera okkur kleift að vera með.
Stefnan er sú hjá okkur að gera eitt her-
bergi úr hverjum tveimur. Fólk hefur auðvit-
að alltof lítið pláss í ellefu fermetrum. Við
getum ekki staðið uppi með ellefu fermetra
hér, meðan íbúðirnar eru orðnar 35 fermetr-
ar að stærð á öðrum stöðum. A hjúkrunar-
deildunum er aðstaða okkar einnig slæm.
Hér eru 30 manns á hjúkrunardeild, sem er
500 fermetrar að stærð, en á nýrri heimilun-
um eru innan við 30 manns á 1100 fermetr-
um. Við höfum verið beðin um að fækka
ekki fólki þar til ný heimili væru tilbúin. Það
kemur í ljós að það virðist alltaf vera þörf
fyrir þessar stóru, gömlu byggingar. Ég von-
ast til þess að við getum minnkað þetta heim-
ili í framtíðinni, svo að hver og einn vistmað-
ur hafi meira rými til umráða fyrir sitt einka-
líf og haft meira af sínum hugðarefnum hjá
sér.“
Meðalaldur 84 ár
Hrafnista er nú þrjátíu ára. Þar eru nú 355
vistmenn, en fækkað hefur um rúmlega 100 á
síðustu 10 árum. Annars vegar býr fólkið á
svonefndri vistdeild, þar sem 232 vistmenn
eru í eins manns herbergjum, og hins vegar á
hjúkrunardeildum, sem eru fimm talsins
með 123 hjúkrunarsjúklinga. Á þeim deild-
um er fólk ýmist í eins, tveggja, þriggja eða
sex manna herbergjum. Er fólki raðað í her-
bergin eftir þeirri „hjúkrunarþyngd", sem
það telst hafa. Það fólk, sem telst vera
„þyngst" í hjúkrun, er yfirleitt haldið Al-
Rýrir
vasa-
peningar
Helmingur aldraðra
með 5900 krónur á
mánuði
Daggjöld á stofnunum fyrir aldrað fólk eru nú
1594 krónur á sólarhring, eða tæpar 49 þús-
und krónur á mánuði. Þetta gjald er ákvar-
ðað af Daggjaldanefnd Heilbrigðisráðuneyt-
isins og er ávallt það sama, þótt aðbúnaður á
stofnunum sé mjög misjafn. Með öðrum orð-
um: Daggjaldið er það sama, annars vegar til
stofnunar, sem hefur vistmenn sína á tveggja
manna herbergjum og hins vegar til stofnun-
ar, sem býður upp á eins manns herbergi.
Hins vegar er það svo, að stofnanir geta
sótt um halladaggjöld, hrökkvi hin áætluðu
gjöld ekki til, sérstaklega vegna dýrra hjúkr-
unadeilda. Á síðastliðnu ári fékk til dæmis
Hjúkrunardeild Droplaugarstaða rúmar 1100
krónur á sólarhring í halladaggjöld og Hrafn-
ista rúmar 220 krónur. Elliheimilið Grund
sótti ekki um nein halladaggjöld til Daggjald-
anefndar.
Greiðsla daggjalda á dvalarheimilum fer
60