Þjóðlíf - 01.10.1988, Blaðsíða 43

Þjóðlíf - 01.10.1988, Blaðsíða 43
MENNING Hér eru þeir ungverska útlagaskáldið Csicsery-Ronay Istvan (hann sat reyndar á ungverska þinginu fyrir valdatöku kommúnista og gerir sér vonir um að komast heim aftur áður en hann er allur), og íslenska sendisveitin Sigfús Bjartmarsson Ijóðskáld og Einar Kárason formaður Rithöfundasambandsins. AF STÆLUM ALLRAÞJÓÐA SKÁLDAIKÓREU Eftir Einar Kárason formann Rithöfundasambandsins [ byrjun september var haldið þing P.E.N. samtakanna í Seoul í Suður Kóreu. Þarna er um að ræða mikilvægustu alþjóðahreyfingu rithöfunda. Uppbygging samtakanna er á þann veg að víða um heim hafa verið stofnaðir Pen-klúbbar, stundum fleiri en einn í hverju landi, og hafa svo allir þessir klúbbar með sér alþjóðlegt samstarf og fulltrúar þeirra hittast á þingum einu sinni til tvisvar á ári. Umrætt þing var hið 52. í röðinni, en hreyfingin var stofnuð árið 1921. Pen þýðir að sjálfsögðu penni, en er einnig skammstöfun fyrir Poets, Editors, Novelists, og einnig er það skammstöfun fyrir Playwrights, Essayists, Nonfiction, og má af þessu sjá að flestar útgáfur hinna skrifandi manna eiga þar aðild. Núverandi forseti samtakanna er skáldsagnahöfundurinn Francis King frá Englandi. íslenskir höfundar hafa lengi tekið þátt í störfum Pen klúbbanna. Einsog mörgum er kunnugt fór Halldór Laxness til dæmis á frægt Pen þing í Argentínu árið 1936. Tómas Guðmundsson var lengi forseti íslenska Pen klúbbsins, en undanfarin ár hefur Thor Vil- hjálmsson farið með það embætti. Þingið nú í september sóttu tveir Islendingar, þeir Sigfús Bjartmars- son, og Einar Kárason, höfundur þessarar greinar: P en-samtökin hafa haft þá yfirlýstu stefnu að vera ópólitísk. Þau áttu upphaflega að vera vettvangur fyrir þá sem skrifa til að kynnast og starfa saman að framgangi bókmenntanna, efla þeirra dáð og styrkja hag, en eftir því frá hefur liðið hafa þau æ meir einbeitt sér að baráttu fyrir ritfrelsinu og gegn því að menn sæti ofsóknum eða fangelsunum fyrir skrif sín. A því sviði hefur mikið og ákaflega merkilegt starf verið unnið á vegum samtakanna, einsog þeir fjölda- mörgu rithöfundar og blaðamenn geta vitnað um sem þakka Pen- samtökunum fyrir að hafa losnað úr prísund og fangaklefum víða um lönd. Síðustu áratugina hafa samtökin eðlilega beint spjótum sínum nokkuð að Sovétríkjunum og Kína og öðrum „sósíalískum" löndum, sem þá hafa snúið uppá sig og bannað sínum þegnum að hafa nokkur skifti við svo gagnbyltingarsinnaða hreyfingu, og langt frammá 6. áratuginn amk. tóku róttækir höfundar upp þykkjuna fyrir framvarðarríki verkalýðsins sem að sjálfsögðu fangelsuðu ekki menn eða drápu fyrir skoðanir sínar og skrif nema vegna þess að það var alþýðu alls heimsins til heilla. Fyrir vikið fékk þessi ópólitíska bókmennta- og mannúðarhreyfing á sig dálitla hægri slagsíðu, sem aftur laðaði til starfa fólk sem hafði útaf fyrir sig engan áhuga á ritfrelsi eða mannréttindamálum en lét hinsvegar engum steini óvelt til að koma höggi á kommúnista. Því vildi brenna við að það væri ekki litið svo alvarlegum augum þótt höfundar væru beittir harðræði í löndum sem voru í bandalagi við vestrænar þjóðir og lögðu því göfuga framfaramáli lið að berjast gegn heimskommúnismanum; ýmis einræðisríki í Asíu og Suður-Ameríku voru þannig í dálitlum metum meðal nokkurra áhrifamanna í alþjóðahreyfingu Pen. Allt er þetta nú mikið breytt. Það væri engin sanngirni í því að gefa í skyn annað en að núverandi forystumenn samtakanna væru heiðar- legir og heilsteyptir mannréttindasinnar, þar er ekki spurt um prí- vatskoðanir manna á stjórnmálum og allir þeir sem verða fyrir ofsóknum vegna skrifa sinna njóta jafnmikils stuðnings, hvar í heim- inum sem þeir eru ofsóttir. Og með aukinni þíðu, og svo glasnostinu austantjalds, eru deildir frá löndum í austurblokkinni að ganga í alþjóðahreyfinguna, án þess að stjórnvöld fetti fingur út í það. Þannig voru á þinginu í Seoul nú í september sjö af forystumönnum sovéskra rithöfunda, með í broddi fylkingar þá Evgení Évtúsénkó, Vladimir Karpof og Andrei Bítof, sem sló í gegn á bókmennta- 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.