Þjóðlíf - 01.10.1988, Side 28
ERLENT
Þýskar hersveitir fara yfir landamæri Þýskalands og Tékkóslóvakíu. Hér var fagnað en
í Prag ríkti sorgin ein.
Gallerí
SVART Á HVÍTU
Laufásvegi 17, 101 Rvík. Sími 2 26 11
Opiö alla daga nema mánudaga 14—18
HULDA HÁKON
•
SIGURÐUR
GUÐMUNDSSON
•
BRYNHILDUR
ÞORGEIRSDÓTTIR
GEORG GUÐNI
HELGI ÞORGILS
FRIÐJÓNSSON
•
KARL KVARAN
GUNNAR ÖRN
JÓN AXEL
•
PIETER
HOLSTEIN
•
GRETAR
REYNISSON
Gallerí
SVART Á HVÍTU
Laufásvegi 17, 101 Rvík. Sími 2 26 11
Opið alla daga nema mánudaga 14—18
því ekki að vænta, að viðmælendur Hitlers á
fundinum í Munchen sæju í gegnum ráða-
brugg hins slægvitra nasistaforingja.
Þegar válegar blikur hafa verið á lofti í
samskiptum þjóða á síðari tímum, hafa leið-
togar ríkja löngum verið minntir á Miinchen-
samkomulagið sem víti til varnaðar. Regn-
hlífin sem Chamberlain gamli hafði með sér
til MÚnchen hefur í því ^ambandi verið not-
uð sem tákn fyrir undanlátssemi og heiguls-
hátt gagnvart yfirgangsseggjum. Þegar Ber-
línarmúrinn var byggður sendu stúdentar í
borginni John F. Kennedy Bandaríkjafor-
seta regnhlíf í því skyni að eggja hann til að
koma í veg fyrir þetta mannvirki. Þrátt fyrir
slíkar ögranir valdi Kennedy þann kost að
halda að sér höndum og leyfa ráðamönnum í
Austur-Berlín að fara sínu fram. Hvað hefði
gerst, ef Bandaríkjamenn hefðu gripið í
taumana og reynt að stöðva byggingu rnúrs-
ins? Hefði það orðið upphaf styrjaldar milli
austurs og vesturs með öllum þeim hörm-
ungum sem slíkum ófriði hefðu fylgt? Eða
hefðu ráðamenn í austri lagt niður skottið til
að halda heimsfriðinn?
Slíkum spurningum verður auðvitað
aldrei svarað með neinni vissu. A sama hátt
er ógjörningur að segja fyrir urn hver hefði
orðið framvinda mála, ef Kennedy hefði
haldið að sér höndum þegar Cruschtschow
hótaði að senda eldflaugar til Kúbu árið
1962. í því dæmi kaus Kennedy að láta sér
Munchen-samkomulagið að kenningu verða
og breyta til samræmis við einkunnarorðin:
hingað og ekki lengra. Þrátt fyrir að heitt
væri í kolunum milli stórveldanna vegna
þessa máls, ákváðu Sovétmenn að láta und-
an og halda friðinn.
Dæmi um óbilgirni sem ekki hafði tilætluð
áhrif, var sú ákvörðun Lyndons B. Johnsons,
eftirmanns Kennedys, að láta sverfa til stáls í
Indókína. Sú ákvörðun leiddi til eins
óhugnanlegasta blóðbaðs, sem um getur á
síðari tímum. Og sagan geymir fleiri dæmi
um óbilgirni af þessu tæi, sem ekki verða
rakin hér.
En hvaða lærdóm er þá unnt að draga af
því samkomulagi sem Daladier og Cham-
berlain gerðu við Hitler á fundinum í
Munchen fyrir hálfri öld? Kannski er þetta
samkomulag framar öðru glöggt dæmi um
nauðsyn þess, að leiðtogar þjóða geri sér far
um að kafa til botns í hugarheimi mótherja
sinna, áður en þeir setjast að samningaborði.
Þeir verða að afla sér djúptækrar þekkingar á
andstæðingnum, svo þeir séu færir um að
vega og meta þann leik sem við á í hverri
stöðu. Slík þekking er að líkindum mikilvæg-
asta forsenda þess, að eftirleikurinn verði á
annan veg en sá sem fylgdi í kjölfar
Munchen-samkomulagsins forðum daga.
Arthúr Björgvin Bollason/Munchen
28