Þjóðlíf - 01.10.1988, Page 67

Þjóðlíf - 01.10.1988, Page 67
VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL verslunarstjóra Guðmundssonar( sjá Þjóðlíf 9.tbl) og trúlofaðist henni 1883 er hann var um tvítugt en hún 17 vetra. Thor hætti hjá Brydeverslun á Borðeyri 1884 og hóf störf við verslun í Borgarnesi. Frá unga aldri var hann staðráðinn í að verða grósseri, og ekk- ert gat stöðvað framgang þess. Margir höfðu trú á hinum unga kappgjarna manni, sem lært hafði íslesku og ensku af sjálfum sér auk móðurmálsins og þýsku. Meðal þeirra sem kynntust Thor unglingi var Williard Fiske prófessor og íslandsvinur. Þeir skrifuðust á í mörg ár. Thor tók sér far með skipi til Bergen 1884, því hann vildi læra meira og betur áður en hann festi ráð sitt á íslandi. Hin forna Hansa- borg Bergen var viðkomustaður um hríð; hann vann á skrifstofu hjá Johan Lange sem átti tvö skip í íslandssiglingum. Thor deymdi um að komast á skóla og hann gældi einnig við þá hugmynd að fara til Ameríku eins og svo margir ungir íslendingar í þann tíð. En atvikin höguðu því svo til að hann tók við verslunarstjórn fyrir Lange í Borgarnesi 1886, en þá var hann 23 ára gamall. Sama ár var haldið brúðkaup þeirra Thors og Mar- grétar Þorbjargar að heimili þeirra Sveins á Búðum og Kristínar Siemsen, er þá bjuggu á Akranesi, en Margrét hafði verið þar til heimilis að miklu leyti. Næstu tíu árin var Thor verslunarstjóri Langes í Borgarnesi en kom jafnframt undir sig fótunum með bú- rekstri og annarri athafnasemi. Um það leyti sem hann hætti verslunar- stjórn átti hann nokkur fjárbú — alls um 1000 fjár, sem þótti mikið í þá daga. Þau seldu eignir sínar í Borgarfirði og fluttu búferlum til Akraness 1894 og hóf Thor þar umfangs- mikinn atvinnurekstur; verslun, þilskipaút- gerð og inn— og útflutning í stærra mæli en áður hafði þekkst. Haustið 1897 varð Thor fyrir áfalli. Hann hafði í samráði við verslun- arfélaga sína í Englandi keypt fé 4000 alls og Kveldúifshöfði við Skúlagötu og Vatnsstíg, þar sem byggingar Kveldúlfs stóðu. átti að hafa fjársafnið tilbúið á tilteknum degi. Hluta þess var þegar slátrað, en þegar skipið kom ekki á umræddum degi, var um 3000 fjár haldið í heilan mánuð við rýran kost. Rýrnaði það svo að mun lægra verð fékkst fyrir það ytra en ella hefði verið og verslun Thors tapaði verulegum fjármunum. Veturinn 1897 fór hann utan sem oftar til að biðja um lán fyrir vörum og segir í bréfi til konu sinnar að hann vonist eftir sem áður eftir því að verða efnahagslega sjálfstæðari, „svo að maður geti losnað við þessa drepandi auðmýkt að biðja um lán sí og æ“. Eftir að hafa tapað á sölu landbúnaðar- afurða 1897 ákvað Thor að kaupa fisk og selja ytra næsta ár, en svipað var uppi á ten- ingnum; mikið tap á útflutningnum. Jafn- framt Akraneshöndluninni stundaði hann lausaverslun víða um land og var illa séður meðal danskra íslandskaupmanna. Upp úr 1896 komu breskir botnvörpungar í hrönn- um til fiskveiða í Faxaflóa og gerðu usla á hefðbundnum fiskimiðum Akurnesinga. Skúturnar stóðust ekki samkeppnina. Ut- gerð Thors fór einnig illa út úr skipströndum og 1899 var bú hans allt tekið til gjaldþrota- skipta. Um hríð vann Thor fyrir „Vídalínsútgerð- ina“ sem sett var á laggirnar með sex togur- um. Úgerðin bar miklum stórhug vitni en ekki að sama skapi fyrirhyggju. Sjálfur var Thor einungis tímabundið starfsmaður þess- arar útgerðar á Akranesi. Hann yfirgaf Akranes haustið 1899 efnalaus maður og vonsvikinn eftir fimm ára sjálfstæðan at- vinnurekstur. Veturinn 1899—1900 bjó Thor í Hafnarfirði við þröngan kost, en þá voru börnin orðin sjö talsins. Til að drýgja tekj- urnar héldu þau kostgangara frá Flensborg- arskóla og Thor réri til skarkolaveiða með sonum sínum ungum. Þeir smíðuðu sjókassa og geymdu kolann lifandi og fluttu til Reykjavíkur og seldu í millilandaskip. Þá reið Thor net og smíðaði ýmsa smáhluti. En þetta nægði ekki til að afla matar fyrir heim- ilið; bækur og húsmunir voru veðsettir og þar fram eftir götum. Þá bjuggu Thorsarar við kröpp kjör. Thor Jensen var gjaldþrota og atvinnulaus 36 ára gamall. í stríði við milliliðina Thor sat ekki lengi auðum höndum og með ævintýralegri áræðni stofnaði hann að nýju verslun, Godthaabsverslunina í Reykjavík og verslaði til að byrja með aðal- lega með byggingavörur og útgerðarvörur. Hann átti þá löngum í stríði við dönsku kaupmennina, sem gerðu hvað þeir máttu til að spilla um fyrir honum. „Stefna mín í versl- unarmálum var í aðaldráttum sú, að fá dreg- ið úr áhrifum hinna dönsku kaupmanna og milliliða, svo að þau hyrfu alveg með tíman- um“, segir hann í minningum sínum. Skip hans sigldu t.d. beint á markað til suður- landa með fiskinn á markað, en yfirleitt sáu danskir og breskir kaupmenn um flutninginn á afurðunum þangað. Umsvifin jukust hratt á fyrstu árum aldarinnar og Thor lagði í ýms- ar tilraunir. Hann keypti t.d. landið Bráð- ræði í Reykjavík og hóf þar mikinn búskap. Hann byggði upp verslunarhús sín í miðbæ Reykjavíkur og hóf að byggja stærsta íbúðar- hús á íslandi - við Fríkirkjuveginn. í Gerðum hafði hann útibú og hann keypti víða lendur og átti um skemmri eða lengri tíma. Þá byggði hann og íshúsið Isbjörninn. í útgerð- inni reyndi hann að afla fanga víða eins og t.d. á Norðurfirði á Ströndum en brátt varð þetta allt of smátt — togaraútgerð varð heill- andi viðfangsefni. 67

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.