Þjóðlíf - 01.10.1988, Blaðsíða 44

Þjóðlíf - 01.10.1988, Blaðsíða 44
MENNING hátíðinni hérna í fyrrahaust, og var gengið frá öllum formsatriðum vegna inngöngu fyrsta sovéska Pen-klúbbsins í sögunni. Þóttu þetta mikil tímamót. Þennan bakgrunn, þessa fyrrunt liægri slagsíðu er samt rétt að hafa í huga til að skilja að einhverju leyti deilurnar sem settu mestan svip á þingið í Suður Kóreu sem var nú í byrjun september. I Suður Kóreu búa rúmar 40 millj. manna, þar af fjórðungurinn í höfuðborginni Seoul (frb. Sól, en ekki se-úl. Se-úl er framburður hliðstæður við nef-jork). Kórea hefur löngum verið talsvert veldi í Austur Asíu, og ásamt Kínverjum helsta menningarþjóð heimshlut- ans, miklu fremri Japönum til að mynda í gegnum aldirnar. Bók- menntir hafa verið þar í miklum metum, sér í lagi ljóðlist, og hafa ljóðskáld þar notið ríflegra opinberra styrkja með litlum hléum frá því um 1200. Lengst af þessari öld hefur saga þjóðarinnar verið dapurleg einsog öllum er kunnugt. Meðan Japanir voru á árunum eftir stríð að byggja upp nútíma iðnríki í sínu landi var sturlungaöld í Kóreu, stríð með erlendum íhlutunum og loks skiftingu landsins með allri þeirri tortryggni sem slíku fylgir. E n nú er mikill framfaratónn í forystmönnum landsins, þar er uppbyggingin gífurlega hröð um þessar mundir, iðnaðarframleiðsl- an stóreykst og útflutningur á háþróuðum varningi margfaldast. Þeir eru sagðir vera að taka Japani á eigin bragði; framleiða japans- kar vörur með minni tilkostnaði en Japanir sjálfir, sem felst náttúr- lega í agnarsmáum launum og lélegum aðbúnaði verkafólks. Segja fyrirmenn að slík sjálfsafneitun alþýðunnar beri vott um þá áherslu sem þjóðin leggi á að komast sem fyrst í fremstu röð iðnþróaðra þjóði, þótt flesta reyndar gruni að alþýðan hafi ekki sérlega mikið verið spurð álits. En til að heimsbyggðin verði vitni að öllum þessum framförum eru ráðamenn nú iðnir við að hóa í allkyns fólk utanúr veröldinni og láta það njóta kóreskrar gistivináttu um stundarsakir: Olympíuleikarnir eru stærsta matarveislan af því tagi, en Pen þingið kokteilboð fyrir intelligensíuna; menn sem líklegir eru til að skrifa um og segja frá þegar heim er komið. Þetta voru Sovétmenn alltaf að gera fram eftir öllu; bjóða til sín sendinefndum frá fjarlægum lönd- um til að verða vitni að þeim framförum sem þjóðskipulagið, komm- únisminn, hafði fært þeim, og urðu margir ekki svo lítið hrifnir sem komu og sáu allar hnoðnaglaverksmiðjurnar í Kákasus og raforku- verin í Usbekistan meðan allt var í kreppu og stöðnum á vesturlönd- um. Heimsóknir manna úr Evrópu og Ameríku til Austur Asíuland- anna eru dáldið farnar að minna á þetta, nema hvað núna á að sýna fram á yfirburði kapítalismans, og munu þeir einhverntíma eiga eftir að virka hlægilegir sem nú á dögum prédika fyrir þjóðum einsog íslendingum að sjálft sæluríkið sé uppsprottið í Singapúr, Suður Kóreu eða Hong Kong. En það sem kannski vekur mesta athygli útlendinga í þessu Asíul- andi er einhver ódrepandi sigurvissa yngri kynslóðanna. Viljakraft- urinn glóir í augum fólks, sannfæring um að ekkert geti staðist því snúning. Menn kannast við þetta sem fylgst hafa með handboltalan- dsliði Suður Kóreu og frægt er orðið. Þeir eru nýbúnir að læra þessa íþróttagrein, virða ekki margar af helstu kennisetningum varðandi leikskipulag, tefla fram liði smávaxinna og að því er virðist veik- byggðra leikmanna, sem koma svo inná völlinn og með glott á vör rúlla upp hinum tröllvöxnu og ósigrandi rumum Austur Evrópu- þjóðanna. Ungu menntamennirnir sem sóttu Penþingið og maður var að hitta þar voru einhvernveginn af sama tagi og handbolta- landsliðið. Það voru sko engir tossar. A ýmiskonar samkundum var maður að lenda á samræðum við heimamenn sem kemur svo á daginn að hafa glæsilegar doktorsgráður frá fínustu háskólum vera- ldar, tala allskyns tungumál reibrennandi, og virðast jafn vel heima í flestu sem ber á góma. Sem dæmi má nefna konu sem við íslending- arnir lentum eitt sinn til borðs með; þar sátu líka Þjóðverji og Fransmaður. Hún talaði ensku við okkur mörlanda, en skifti einsog ekkert væri yfir í frönsku og þýsku þegar það passaði. Og auðvitað kunni hún bæði japönsku og kínversku einsog móðurmálið, annað- hvort væri nú. Hún hafði stúderað í Oxford og Sorbonne og víðar og Hér sjást þeir á spjalli Alexander Blokk framkvæmastjóri Pen (í Ijósa jakkanum), Kóreu-Kim (með myndavélina á öxlinni) og fleiri góðir. skrifað tvær doktorsritgeðir, aðra í heimspeki en hina í miðaldabók- menntum. Annar við borðið var forstöðumaður einhverrar þjóð- menningar-stofnunar (Árnagarðs?) sem var svo sprenglærður að menn svimaði af að lesa allar lærdómsgráðurnar frá helstu háskólum vesturlanda sem taldar voru upp á nafnspjaldinu hans. Þetta var maður á fertugsaldri. Einnig var þarna ljóðskáld sem varð kunningi okkar Sigfúsar, gaf okkur ágæta ljóðabók eftir sig í enskri þýðingu. Hann skrifaði doktorsritgerð í lögum við Harvardháskóla, og var nú prófessor í lagadeild háskólans í Seoul. Hann langaði dálítið að skifta um starf. og hafði verið boðin prófessorsstaða í kínverskum bókmenntum. en hann var búinn að vera að stúdera þær öllum aflögustundum undanfarin 20 ár. Hann var 42 ára, og sagði að fólk af sinni kynslóð hefði yfirleitt aldrei tekið sér frí, það væri helst nú í seinni tíð að það væri farið að losna svo um að menn tækju sér kannski orlof einn og einn sunnudag til þess að aka útfyrir bæinn með fjölskylduna. I bland við heimsborgaraháttinn eru svo þjóðhættir sem við Islendingar þekkjum mjög vel, einsog sú árátta að vera alltaf að spyrja útlendinga hvað þeim finnist um landið, neyða þá til að hrósa því. Við hittum þarna danskan höggmyndara sem hafði verið feng- inn til að gera myndlist vegna Ólympíuleikanna. Hann hafði verið boðaður í viðtal í kóreska útvarpið, en þegar til kom vildu þeir einungis fá hann til að róma fegurð höfuðborgarinnar. Honum fannst borgin hryllilega ljót, og hafði dáldið til síns máls, og þótt hann reyndi að losa sig undan spurningunum veð vinsamlegum almennum hrósyrðum („den er skidedejlig“ sagðist hann hafa sagt) þá fundu útvarpsmennirnir inná að hrifningin risti grunnt. kvöddu hann í styttingi og viðtalið var aldrei sent út. Þegar koma svona saman góðar gáfur og menntun, og svo þessi ákafi til að auglýsa og útbreiða hróður lands og þjóðar, verða til harðs- núnir og öflugir talsmenn; voru þeir ekki kallaðir „agentar" sem rómuðu gæði nýja heimsins á liðinni öld? Þessu metnaðar- og kapp- sfulla fólki tefldu stjórnvöld miskunnarlaust fram, og þegar það kemur inní hóp værukærra og örlítið veisludasaðra fagurkera einsog Pen-samtökin eru, verður fyrirstaðan ekki mikil. Ég var á Pen-þingi í Hamborg árið 1986 og fylgdist þar með heitum umræðum um það hvort halda ætti umrætt þing í Suður Kóreu að tveimur árum liðnum. Um það voru tilbúin glæsileg boð kóreska 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.