Þjóðlíf - 01.10.1988, Page 11

Þjóðlíf - 01.10.1988, Page 11
INNLENT Álver á leiðinni Ætti að verða Ijóst í mars á næsta ári hvort álver er hagkvœmt eða ekki, segir Friðrik Sophusson fyrrverandi iðnaðarráðherra. —- Það er stefnt að því að meginniðurstöður viðræðna um hagkvæmni nýs álvers liggi fyrir í mars á næsta ári, sagði Friðrik Soph- usson fyrrverandi iðnaðarráðherra í spjalli við Þjóðlíf um nýtt álver. Ef álver reynist hagkvæmt væri hægt að hraða framkvæmd- um þannig að nýtt álver tæki til starfa árið 1992. Þjóðlíf bað Friðrik segja sögu málsins í stuttu máli: — Forsaga málsins er í stuttu máli sú, að haustið 1984 var gerður samningur við Isal, þar sem gert var ráð fyrir husganlegri stækk- un álversins væri það báðum aðiljum til hags- bóta. Fljótlega kom í ljós að Alusuisse var ekki í stakk búið til að vera eitt um hugsan- lega stækkun álversins eða byggja nýtt. Fyrirtækið stóð ekki vel og ætlaði að snúa sér í ríkari mæli að úrvinnslu og draga úr hrá- efnavinnslu. í framhaldi af því var skipaður starfshópur undir stjórn Jóhannesar Nordal til að leita leiða að koma íslenskri raforku í verð. Nefndin hafði lokið að mestu leyti störfum haustið 1987 og leitaði þá eftir kynn- ingarfundum og viðtölum við ýms fyrirtæki sem líklegustu voru til að hafa áhuga. Þessar viðræður hófust í byrjun þessa árs, en þá hafði ég sem iðnaðarráðherra kynnt for- mönnum stjórnarflokkanna áformin. Við- æðurnar enduðu með því að fjögur þeirra lýstu áhuga sínum; Alusuisse, austuríska fyrirtækið Austria Metall, hollenska fyrir- tækið Alumined BV og sænska stórfyritækið Grangers Aluminium. — Þann fjórða júlí var skrifað undir sam- komulag („Memorandum of Understand- ing“) ríkisstjórnarinnar og þessara fyrirtækja um það hvernig vinna skuli að hagkvæmniat- hugun. Áður höfðum við látið fara fram for- athugun á málinu. Samkomulagið er um verkefnisstjórn fyrir hagkvæmniathugun- inni. Þar eru fulltrúar þesasra fjögurra fyrir- tækja og fulltrúar íslendinga, sem eru þei sömu og voru í starfshópnum um málið, enda um framhald á þeirra vinnu að ræða. íslendingarnir er auk Jóhannesar þeir Guð- mundur G. Þórarinsson, Geir A. Gunnlaugs- son og Gunnar G. Schram. Þessir menn hafa skipt með sér störfum í grófum dráttum. Vinnan er sem sagt komin af stað og búið að fjárfesta fyrir nokkra tugi milljóna í málinu. Fjölmargir Islendingar koma síðan við sögu forrannsókna og hagkvæmni athugunarinn- ar eins og t.d. verkfræðistofa Sigurðar Thor- oddsen og Hönnun h.f. — Gert var ráð fyrir að málið yrði þannig tilbúið að hægt væri að legga tillögur fyrir alþingi í mars. Það á sálfsögðu við um mála- tilbúnaðinn ef niðurstöðurnar verða jákvæð- ar, — ef þær verða neikvæðar, dettur málið einfaldlega upp fyrir að sinni. Aðstæður kalla á stóriðju — Það er mikill miskilningur að stórfyrir- tæki bíði í biðröðum eftir því að komast í stóriðju á íslandi. Það eru nógir um sam- keppnina. Mér líst hins vegar svo á málið að líkindi séu mikil og að tækifærið sé einmitt núna. Álverðið er mjög hátt um þessar mundir. Blanda er að komast í gagnið með mikla umframorku og samdráttur á þorsk- veiðum og breytingar á fiskvinnslu geta orð- ið miklar á næstu árum. Allt þetta ýtir frekar undir að málinu verði hraðað. — Auðvitað er skilyrði að við fáum viðun- andi verð fyrir raforkuna, og í því sambandi vek ég athygli á lögum um Landsvirkjun, þar sem kveðið er á um að ekki megi selja raf- orku til stórfyrirtækja nema tryggt sé að sú orkusala hækki ekki verð á innanlandsmark- aði. Virkjanaframkvæmdir okkar eru einnig háðar erlendum lánamörkuðum og greiða þarf niður lán á 40 árum. Stefnan hefur verið sú að greiða 1/20 hluta skuldar eins og hún stendur á hverju ári, og með þeim hætti greiðast lánin upp á um 40 árum. Stefnan hefur einnig verið sú að lækka raforkuverð til almenningsnota um 3% á ári til aldamóta. Og síðustu árin hefur raforkuverðið lækkað enn meira. — Þensluáhrifin eru samkvæmt mínum út- reikningum hverfandi lítil miðað við þá fjár- festingaraukningu sem átt hefur sér stað hér- lendis á undanförnum. Álverið verður í eigu erlenda aðilja og eignaaukningin er í því sambandi ekki okkar íslendinga. En virkjan- irnar eru það hins vegar. Heildarfjárfesting hé á landi árið 1988 er áætluð 45,8 milljarðar króna og er talin nema 1% samdrætti miðað við árið 1987. En það ár var aukningin 15.6% meiri að magni en fjárfesting ársins 1986. Ef áætluð meðalfjarfesting áranna 1989-92 í virkjunum og 90 þúsund tonna álveri er bor- in saman við þessa heildarfjárfestingu sést að hlutur hennar í heildarfjárfestingu nemur að meðaltali um 1950 milljónum króna á ári, ef erlendur virkjunarkostnaður er meðtalinn. Hlutur í heildarfjárfestingu miðað við árið 1988 er aðeins 4.3% á ári, eða ríflega fjórð- „Það er mikill misskilningur að stórfyrir- tæki bíði í biðröðum eftir því að komast í stóriðju á íslandi." segir Friðrik Sophus- son, fyrrverandi iðnaðarráðherra í sam- tali við Þóðlíf. ungur af aukingunni milli áranna 1986 og 1987. Þannig eru hlutfallsleg áhrif þessrar fjárfestingar á þjóðarbúskapinn mun minni en ætla mætti við fyrstu sýn. Talið er að framkvæmdirnar allar taki um fjögur ár. — I stuttu máli má segja að fyrir íslenska þjóðfélagið sé hagnaðurinn fólginn í hag- kvæmni við orkubúskapinn, hagnaði af orkuverði, framleiðslusköttum og vinnu- laun. Margfeldiáhrifin eru síðan töluverð út í þjóðfélagið. Strangar umhverfisverndarkröfur — Álver í dag er allt annar hlutur en þegar lagt var í álverið í Straumsvík. Nú eru ný álver mun tæknivæddari, mengunin er marg- falt minni og þar fram eftir götum. Mestu munar um flúorið, sem flæðir ekki lengur út úr álverunum, heldur er notað aftur og aftur í lokuðu kerfum. Auðvitað gerum við kröfur um fullkomnasta hreinsibúnað sem til er. Áður en ég fór út úr iðnaðarráðuneytinu höfðum við Guðmundur Bjarnason heil- brigðisráðherra gert samkomulag um það, að heilbrigðisráðuneytið kæmi inn í viðræð- urnar við Isal um mengunina þar og ljóst er að framhald verður á samvinnu ráðuneyt- anna á þessu sviði. Það er auðvitað ljóst að íslendingar hljóta að gera mjög strangar kröfur um umhverfisvernd, sagði Friðrik að lokum. Óskar Guðmundsson 11

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.