Þjóðlíf - 01.10.1988, Side 64
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL
Fá heimilishjálp strax í Kópavogi
Meðan aldraðir Reykvíkingar
eru hundruðum saman á biðlist-
um eftir hjálp er biðin engin í
Kópavogi
Laun starfsfólks 56 þúsund í
Kópavogi en 41 þúsund í Reykja-
víkfyrir nákvœmlega sömu vinnu
í Kópavogi er litið á heimilish jálp sem grund-
vallarþátt í þjónustu við aldrað fólk. Þar fá
starfsmenn við heimilishjálp um 56 þúsund
krónur í laun á mánuði fyrir átta tíma vinnu
á dag. I Reykjavík eru launin einungis um 40
þúsund fyrir nákvæmlega sömu vinnu. Mjög
vel hefur gengið að fá fólk til þcssara starfa
fyrir Kópavogsbæ og hafa færri fengið en
vilja. Á sama tíma gengur afleitlega að
manna heimilishjálp og aðra þjónustu við
aldraða í Reykjavík.
„Fyrir rúmurn tveimur árum voru þessi
störf tekin til endurskoðunar hér í bænum,
og kjör þeirra síðan bætt verulega, sem við
þau unnu,“ sagði Ágústa Einarsdóttir for-
stöðumaður heimilishjálpar í Kópavogi.
„Konurnar, sem vinna við þetta hjá okkur,
eru flestar fyrrverandi húsmæður, sem kom-
Ágústa Einarsdóttir, forstöðumaður
Heimilishjálpar í Kópavogi: „Tekur yfir-
leitt ekki lengur en tvo til þrjá daga eftir að
umsókn berst að koma á heimilishjálp
við það fólk, sem þess óskar.“
ið hafa út á vinnumarkaðinn eftir að hafa alið
upp sín börn. Þær hafa margar verið dálítið
hræddar við að fara að vinna, og sumar átt í
erfiðleikum með að fá starf. Hins vegar er
ekki hægt að fá betra starfsfólk í heimilis-
hjálp. Þetta eru konur, sem hafa áratuga
reynslu í þessum störfum frá sínum heimil-
um, og það hefur líka verið svo, því miður,
að við höfum ekki getað veitt öllum starf,
sem sótt hafa um. Eftirspurnin eftir störfum
hefur verið svo mikil.
Við höfum boðið upp á námskeið í heimil-
ishjálp og flestar kvennanna hafa sótt þau.
Að auki hittumst við alltaf allar einu sinni í
viku og berum saman bækur okkar, sem
störfum að þessum málum. En okkur hefur
tekist vel að sinna öllum öldruðum Kópa-
vogsbúum. Það tekur okkur yfirleitt ekki
lengur en tvo til þrjá daga eftir að umsókn
berst að koma á heimilishjálp við það fólk,
sem þess óskar“, sagði Ágústa Einarsdóttir.
Jónína Pétursdóttir er forstöðumaður
heimilishjálpar í Reykavik. Þaðan fengust
þær upplýsingar að miður gengi að fá fólk til
starfa og er þar launakjörum kennt um.
Laun fyrir dagvinnu hjá heimilshjápinni í
Reykjavik eru samkvæmt upplýsingum það-
an um 41 þúsund krónur.
Láttu ekki adstöduleysi
há þér í vidskiptum
Risið stendnr þér til boða:
Fullkomin aðstaða fyrir fundi, ráðstefnui;
Eitt símtal 29670
—og málið er leyst