Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2012, Qupperneq 6

Frjáls verslun - 01.01.2012, Qupperneq 6
6 FRJÁLS VERSLUN 1. TBL. 2012 Smelltu þér á rafræna ársskýrslu Marel á netinu og kynntu þér glæsilega afkomu félagsins með nýjum og ferskum hætti. www.marel.com/annualreport2011 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 2 -0 3 2 2 leIðArI Þ egar verðtryggingin var sett á árið 1979 urðu talsverðar umræður um það að best væri að verðtryggja bæði laun og lán. Það yrði til þess að enginn græddi á verðbólgunni, þar með vildi enginn hafa verðbólgu og stjórn efnahagsmála tæki mið af því. Tveimur árum seinna, þegar stjórn Gunnars Thoroddsen var við völd, fór verðbólgan yfir 100% og mældist meira að segja um tíma 150%. Á þessum árum urðu þúsundir manna gjaldþrota án þess að fá neina leiðréttingu. Það varð síðan forsíðufrétt þegar verðbólgan fór niður í 50% og um þetta var rætt í marga daga. Þeir sem ekki vilja afnema verðtryggingu lána eða setja neitt hámark á það hvað vísitalan getur hækkað í lána samningum segja ætíð að verðtryggingin sé ekki vandinn heldur verðbólgan. Þar með finnst þeim þeir hafa kveðið niður allar rökræður um verðtrygginguna og háan fjármagnskostnað. Bókstafstrúarmenn bæta svo við: „Þér var nær að taka verðtryggt lán, vissirðu ekki hvað þú varst að skrifa undir?“ Svona einfalt er þetta ekki, ef allrar sanngirni er gætt. Verðtryggingin er í mikilli verðbólgu sami vandinn fyrir skuldara og verðbólgan var fyrir sparifjáreigendur fyrir tíma verðtryggingarinnar. Þá voru það lántak end­ ur sem högnuðust þegar verðbólgan át upp lánin á skömmum tíma. Verðtryggð lán hafa hækkað um 37% frá ársbyrjun 2008 og taki menn eftir því að laun hafa hækkað um 26% á sama tíma. Laun, lán, verðbólga og verðtrygging; þessi hali eltir skottið á sér. Íslendingar báru loksins gæfu árið 1990 til að gera svonefnda þjóðarsáttarsamninga sem gengu út á að koma verðbólgunni niður og það væri mesta kjarabótin fyrir launþega þar sem verðbólgan æti ekki upp eignir og rýrði kaupmátt ráðstöfunartekna aftur og aftur. Þessir samningar voru mikið gæfuspor og endurspegluðu umræðuna áður en verðtryggingin var sett á að best væri að hafa enga verðbólgu. Verðbólgan á milli janúar og febrúar er 12,8%; upp reikn uð til eins árs. Það segir allt þótt verðbólga síðustu tólf mánuði hafi verið 6,3%. Það er bullandi verðbólga í pípunum. Þessi verðbólga er mannanna verk. Hún er afleiðing af kjarasamningum á síðasta ári, hún stafar af sífelldum hækkunum opinberra gjalda á ýmsum vörum, eins og bensíni, tóbaki og víni. Þar að auki hefur ríkið aukið álögur á atvinnulífið sem á ekki nema um tvo kosti að velja; að segja upp fólki eða koma auknum kostnaði út í verðlagið. Margir hafa það á tilfinningunni að stjórnvöldum líði betur eftir því sem flækjustigið í atvinnumálum er meira og hæstaréttardómum þeim í óhag fjölgar. Svarið er alltaf að það sé allt í góðu lagi og að landið sé að rísa. En er það svo? Er það varanlegt ris? Erum við svona skynsöm eða notum við Munkhásen­aðferðina í efnahagsmálum og togum okkur upp á hárinu? Við hækkum laun í hagkerfi sem hefur skroppið saman um 11%. Við hækkum laun svo minni líkur séu á að atvinnulausir fái vinnu. Við hækkum laun og kyndum undir verðbólgu svo 1.300 milljarða verð tryggð lán heimila hækki um 90 milljarða á ári í 6,5% verðbólgu á ári en á sama tíma er rætt um að láta skattborgara greiða niður 200 milljarða af verð ­ tryggðum lánum heimila úr ríkissjóði. Við íhugum að láta galtóman ríkissjóð greiða 200 milljarða til fólks með verðtryggð lán í stað þess að hafa með neyðar ­ lögum strax eftir hrun fryst tímabundið eða sett 2% hámark á vísitöluna í lánum svo hundruð milljarða hlæðust ekki ofan á þau í mestu kreppu lýðveldsins. Það hefði verið forvörn. Staðan núna var fyrirsjáanleg haustið 2008. Aðilar vinnumarkaðarins hækka launin, kynda undir verðbólgu en segjast vilja stöðugleika og losna við krónuna sem sé rót alls ills – en hefur þó ýtt undir stórauknar útflutningstekjur. Á útifundum tala verkalýðsforingjar um fulla atvinnu sem helsta markmiðið en í reynd er krafa þeirra hærri laun – sem er þá á kostnað fjárfestinga og nýrra starfa. Hagvöxtur á Íslandi hefur alla tíð verið drifinn áfram af fjárfestingum og útflutningi. Þegar rætt er um mikla aukningu í einkaneyslu sem batamerki verður að hafa í huga að hún lekur að hluta til út af kerfinu og býr til störf erlendis. Við hækkum stýrivexti og vexti til að slá á verðbólgu í djúpri kreppu. Við sjáum núna auglýsingar banka um tveggja stafa ofurávöxtun nýrra eignasjóða þeirra. Hvernig kemur sú ávöxtun til þegar við erum enn á botninum? Fólk og fyrirtæki greiða 6 til 8% raunvexti ofan á verðtryggð lán í djúpri kreppu og á sama tíma er tveggja stafa ofurávöxtun auglýst á móti? Stjórnvöld auka skatta og álögur á atvinnulífið og skrúfa þannig fyrir súrefnið í stað þess að auka það. Við aukum skatt ­ tekjurnar af bensíni í kreppunni þegar lítrinn er kominn upp í 265 krónur og nálgast 300 krónur óðfl uga. Erum við á réttri leið? Eflaust í ýmsu, en ekki í það heila. Efnahagsstjórnin er ekki í lagi. Stöðugt verðlag, fjárfestingar og áhersla á varanlegan hagvöxt ætti að vera málið. Hærri laun, verðbólga sem rýrir kaupmátt og lætur verðtryggð lán éta upp launahækkunina, minni hagvöxtur, minni geta fyrirtækja til að fjár festa og ráða fólk, minni geta til að hækka laun í fram ­ tíðinni. Er þetta töfraformúlan sem við viljum og hæl ­ um okkur af að allt sé á uppleið? Það getur vel verið að landið sé að rísa; en það er þá með Munkhásen­aðferðinni. Er þetta töfraformúlan? Jón G. Hauksson Hærri laun, verðbólga sem rýrir kaupmátt og snar hækk ar verð tryggð lán, minni hagvöxtur og þar með minni geta fyrirtækja til að fjár festa, ráða fólk og hækka laun í fram­ tíðinni. Er þetta töfra­ formúlan?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.