Frjáls verslun - 01.01.2012, Qupperneq 14
14 FRJÁLS VERSLUN 1. TBL. 2012
Í stuttu máli
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra afhenti Eyjólfi Árna
Rafnssyni verðlaunin.
myndir: GEir Ólafsson
Benedikt Jóhannesson, fram
kvæmda stjóri Heims, setti
hátíðina og stýrði veislunni.
Jón G. Hauksson, ritstjóri
Frjálsrar verslunar, flutti ræðu
dómnefndar.
Veisla til heiðurs
eyjólFi árna
raFnssyni
Fjöldi gesta mætti í veislu sem Frjáls verslun hélt til heið urs Eyjólfi Árna Rafnssyni, forstjóra Mann vits, þar sem
hann var útnefndur maður ársins í atvinnu lífinu á Íslandi
árið 2011. Ættingjar, samstarfsmenn, vinir og fjölmargir úr
atvinnu lífinu samfögnuðu Eyjólfi Árna. Katrín Jakobs dóttir
menntamálaráðherra afhenti viðurkenninguna. Bogomil Font,
Sigtryggur Baldursson, tók nokkur lög en með honum voru
þeir Ástvaldur Traustason píanóleikari og Óttar Sæmundsen
bassaleikari. Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Heims,
setti hátíðina og stýrði samkomunni. Jón G. Hauksson, rit
stjóri Frjálsrar verslunar, flutti ræðu fyrir hönd dómnefndar.
Mannvit er í 78. sæti á lista Frjálsrar verslunar yfir stærstu
fyrirtæki landsins. Áætluð velta árins 2011 var um 8,4 millj
arðar. Starfsemi er fyrst og fremst á Íslandi og koma mestar
tekjur af þjónustu við álverin og orkufyrirtækin.
maður ársins hjá Frjálsri Verslun:
Höskuldur Ólafsson og
Sigríður Ólafsdóttir.
Árni Vilhjálmsson, Guðrún Hafsteinsdóttir og Ársæll Valfells.
Eiríkur Jónsson, Sigrún Ragna Ólafsdóttir, Jón
Heiðar Ríkharðsson og Rannveig Rist.
Eyjólfur Árni Rafnsson og eiginkona hans,
Egilína S. Guðgeirsdóttir.