Frjáls verslun - 01.01.2012, Síða 25
FRJÁLS VERSLUN 1TBL. 2012 25
S
tarfsemi sviðsins má
skipta í tvo meg in
þætti. Annars vegar
veitir það ráðgjöf
um skattarétt og
lög fræði og gefur hins vegar út
efni um þessi sömu málefni.
Ráðgjöfin er mestmegnis til
fyrirtækja, fagfélaga og rekstr
araðila og tekur til allra sviða
skattamála, bæði hér á landi og
einnig í alþjóðlegri starfsemi.
„Viðskiptavinir okkar eru af öll
um stærðum og gerðum, enda
koma þessi mál öllum við. Sum
fyrirtæki starfa einungis hér á
landi en meðal viðskiptavina
okkar eru jafnframt mörg er
lend fyrirtæki með starfsemi á
Íslandi og eins íslensk fyrirtæki
sem eru með mikla erlenda
starfsemi. Þau þurfa því á mjög
sérhæfðri ráðgjöf að halda
varðandi ólík skattalög í mörg
um löndum,“ segir Friðgeir.
Mikilvæg innsýn í flókin mál
Útgáfuþáttur starfseminnar
hefur farið ört vaxandi síðustu
ár að sögn Friðgeirs, enda
ekki vanþörf á í síbreytilegu
skatta umhverfi. Yfirgripsmesta
útgáfan er hinn árlegi Skatta
bæklingur, upplýsingarit um
skattamál einstaklinga og
fyrirtækja, tekinn saman af
sérfræðingum PwC í skatta
rétti. Þar er farið ítarlega og
markvisst yfir helstu núgild
andi skattalög og reglugerðir
sem varða bæði einstaklinga og
fyrirtæki. Skattabæklingurinn
2012 er nýkominn út og er
aðgengilegur á pwc.is.
Auk hins árlega skattabækl
ings gefur skatta og lögfræði
sviðið út mánaðarlegt rit,
Skatta vaktina, þar sem fjallað
er um nýjustu þróun í þessum
efnum. Jafnframt eru sendir út
smærri fréttapistlar um valið
efni, s.s. á sviði virðisaukas
katts. Þá eru haldin námskeið,
bæði opin námskeið og eins
fyrir starfsmenn einstakra
fyrirtækja, þar sem farið er yfir
helstu álitaefni og breytingar
hvað varðar skatta og gjöld.
„Í útgáfunni lítum við svo á
að okkar hlutverk sé að miðla
sem bestum upplýsingum um
flókin málefni á sem skýrastan
hátt. Þessi öra og reglulega
útgáfa hefur sannað sig undan
farið, því stjórnvöld hafa gert
miklar breytingar, sér í lagi á
óbeinum sköttum sem hafa
aukist umtalsvert. Til að fylgj
ast með þessari þróun þurfa
stjórnendur reglulega og óháða
upplýsingagjöf frá sérfræðing
um með góða innsýn í málefn
ið. Við finnum mjög sterkt fyrir
því hversu vel útgáfustarf
semin nýtist viðskiptavinum
okkar við þessar aðstæður,“
segir Friðgeir og bætir við að
hver sem er geti gerst áskrif
andi að þessum útgáfum sér að
kostnaðarlausu.
Lögmannsþjónusta PwC
Það er ósjaldan sem fyrirtæki
og stofnanir þurfa ekki einung is
ráðgjöf um skatta og lögfræði
mál, heldur líka almenna
lögmannsþjónustu. Þá þjónustu
veitir PwC Legal, sem stofnað
var fyrir tveimur árum. PwC
Legal er sjálfstæð lögmanns
stofa sem sérhæfir sig í félaga
og fyrirtækjarétti og alþjóðleg
um skattarétti.
Að sögn Elísabetar Guðbjörns
dóttur, framkvæmdastjóra PwC
Legal, er viðskiptavina flóran
fjölbreytt. „Það eru allt frá
einyrkjum upp í stórfyrir tæki
sem þurfa lögmannsþjón
ustu á okkar sviði enda er það
víð feðmt. Í raun má segja að
það snerti á einhvern hátt alla
sem eru með einhvers konar
rekstur.“
Alþjóðlegur þekkingar
brunnur
Elísabet segir að greinilegt
hafi verið strax frá fyrsta degi
að mikil eftirspurn væri eftir
slíkri lögmannsþjónustu. Þörfin
hafi heldur ekki minnkað með
tímanum. „Verkefnin hafa verið
mörg og fjölbreytt, bæði fyrir
fyrirtæki sem eru eingöngu
með starfsemi hér heima og
ekki síður fyrir fyrirtæki sem
starfa á einhvern hátt erlendis
líka. Sífellt meira reynir á hina
alþjóðlegu hlið fjármuna og
fyrir tækja, enda er í mörgum
grein um óhjákvæmilegt að starfa
á einhvern hátt með fyrirtækjum
og stjórnvöldum í öðrum ríkjum
með gerólíkt lagaumhverfi.“
Við slíkar aðstæður er mikil
vægt að starfa með sérhæfðri
lögmannsstofu á borð við PwC
Legal en ekki skiptir síður
máli að PwC Legal er hluti
af alþjóðlegri keðju lögfræði
fyrirtækja PwC. LögmennPwC
Legal á Íslandi eiga því auðvelt
með að sækja í alþjóðlegan
þekkingarbrunn samstarfs
fyrirtækjanna þegar kemur að
málarekstri eða samningagerð
erlendis.
„Sífellt fleiri íslensk félög eru
með starfsemi erlendis, stofna
dótturfélög eða útibú og eins
og gefur að skilja þarf aðstoð
við slíkt, enda er fjármuna og
fyrirtækjaréttur í fjarlægum
löndum sjaldnast eitthvað sem
stjórnendur þekkja. Engu að
síður geta þessir hlutir skipt
sköpum um hvort vel tekst til
og því mikilvægt að vera vel
undirbúinn og hafa reynda lög
menn sér til halds og trausts,“
segir Elísabet.
„Auk hins árlega skattabæklings gefur skatta- og lögfræðisviðið út mánaðarlegt
rit, Skattavaktina, þar sem fjallað er um nýjustu þróun í þessum efnum.“
Elísabet Guðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri PwC Legal.
Friðgeir Sigurðsson, sviðsstjóri skatta og lögfræðiráðgjafar
Pricewater houseCoopers (PwC) á Íslandi.