Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2012, Qupperneq 42

Frjáls verslun - 01.01.2012, Qupperneq 42
42 FRJÁLS VERSLUN 1. TBL. 2012 verkAlýðs­ hreyfing í vAndA? Verkalýðshreyfingin togast á milli ólíkra póla. innlend þjónusta ræður ekki við kauphækkanir. Útflutningsgreinar græða á lágu gengi og geta borgað. Ofan í kaupið er verkalýðshreyfingin einn helsti kapítalisti landsins gegnum aðild sína að lífeyrissjóðunum. r verkalýðs hrey fi ngin báðum megin við borð­ ið í kjarabaráttunni vegna fjárfestinga líf eyrissjóðanna? Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir svo ekki vera. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akra ­ ness, er á öðru máli. Stefán Einar Stefánsson, formaður VR, vill hóflegar kröfur en harð ­ ari stefnu gagnvart ríkisstjórninni. Það er því ekki von á friði innan hreyfingarinnar á næstunni. Vilhjálmur er einn helsti gagnrýnandi núverandi forystu, ekki bara vegna líf eyris ­ sjóðanna; hann vill meiri hörku í kröfugerð á hendur vinnuveitendum. En Vilhjálmur býr líka að þeirri sérstöðu að mikill meirihluti félagsmanna hans vinn ur við útflutning í sjávarútvegi eða stóriðju. Vegna lágs gengis er þar gróði, sem ekki hefur skilað sér til fólksins. Í sam tali við Frjálsa verslun líkir Vilhjálmur verka lýðshreyfingunni við „gamalmenni sem liggur í rúminu með gevitennurnar í glasi við hliðina“. svIkIN lOFOrð Annað hljóð heyrist þegar Stefán Einar Stef ánson, formaður VR, er spurður. Hann tal ar um samstöðu. „Það er sanngirnismál að allir sitji við sama borð,“ segir Stefán Einar og tel ur að í launakröfum verði miðað við getu fyrirtækja í öllum greinum til að borga. Fólkið í VR er í þjónustunni. Þjón ustu fyrir ­ tækin tapa á lágu og sífellt lækk andi gengi. „Ég get gagnrýnt forystu ASÍ fyrir að láta ekki betur í sér heyra og ganga harðar á ríkisstjórnina að standa við sín loforð við síðustu kjarasamninga,“ segir Stefán Einar. Hann segir eins gott að fella loforð stjórnarinnar út úr samningunum því þau hafi enga merkingu. „Ég er fylgjandi því að taka upp síðustu samninga og strika það út sem stjórnin lofaði. Það er ekki hægt að semja við aðila sem ekki stendur við orð sín,“ segir Stefán Einar. GetUm sÓtt meIrA Vilhjálmur á Akranesi segir að þeir sem geti sótt meiri kjarabætur verði að fá að gera það. Fyrirtæki, sem flytja allar sínar afurðir út en greiða mikið af kostnaði í íslenskum krónum, geti borgað meira. „Þetta hefur ekki alltaf verið svona,“ segir Vilhjálmur. „Stundum hafa þjónustu­ greinarnar getað borgað meira og þá hafa hinir látið það gott heita þótt þeir fengju minna. Það er því óréttlátt núna að draga fólk til dæmis í fiskvinnslu niður vegna þess að gengið er óhagstætt innflutningi og verslun.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að þetta misvægi í atvinnurekstrinum verði fyrst og fremst leiðrétt með aðgerðum stjórnvalda, það er að efnahagsstefnan leiði til hækkandi gengis, auk þess sem hægt er að leiðrétta á sjálfum vinnustöðunum með bónusgreiðslum og sérkjarasamningum. öll sPJÓt á rÍkIsstJÓrNINNI „Þetta misvægi var áður alltaf leyst með gengisfellingum og verðbólgu. Viljum við taka þá aðferð upp að nýju,“ spyr Gylfi? TExTi: Gísli KrisTjánsson / myndir: GEir Ólafsson Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ: „Okkar leið er samstaða því við viljum forðast víxlverkanir launa og verðlags.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.