Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2012, Síða 44

Frjáls verslun - 01.01.2012, Síða 44
44 FRJÁLS VERSLUN 1. TBL. 2012 Við skipuleggjum ráðstefnur, fundi og hvers kyns móttökur og atburði og bjóðum upp á fyrsta flokks aðstöðu fyrir um 500 manns. Hjá okkur er allur tæknibúnaður fyrsta flokks sem nýtist einkar vel til ráðstefnu- og fundarhalda. völdin til fólksins – segir styrMir gunnArsson, fyrrverAndi ritstjóri Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins og þjóðfélagsrýnir, segir að vandi verkalýðshreyfingarinnar sé sá sami og vandi samfélagsins alls: Skortur á beinu lýðræði og ótti þeirra sem hafa völdin við að missa þau í hendur fólksins. Styrmir Gunnarsson segir að fjarlægð­in frá fólkinu ein kenni vanda verka lýðshreyfing­ arinnar. „Ég hef tekið eftir því að í kjölfar hrunsins varð verkalýðshreyfingin ekki máls vari fólksins á götunni, almenn ings,“ segir Styrmir. Hann bendir á að í stað verka lýðshreyfingarinnar hafi ýmis grasrótarsamtök – og þar hafa Hagsmunasamtök heimil anna reynst langlífust – tekið for ystuna þegar fólkið reis upp eftir hrunið. „Hefði svona hrun orðið um miðja síðustu öld hefði verkalýðs hreyfingin verið í forystu hlutverkinu og ekki setið hjá,“ segir Styrmir og bendir á að forystusveit hreyfi ngarinnar hafi þá verið skip uð fólki með allt annan bakgrunn en nú er. „Þá voru þetta fulltrúar fólks ins, menn sprottnir beint upp úr grasrótinni, en nú velj ast oft ráðnir sérfræðing ­ ar til forystu,“ segir Styrmir. „Verkalýðshreyfingin er orðin hluti af því sem kalla má upp á ensku „the establishment“ eða ráðandi öfl. Eins og gamalt fyrirtæki Hreyfingin er orðin eins og gamalt fyrirtæki sem hefur lifað sína bestu daga og staðnað og er farið að hnigna,“ segir Styrmir. Hann vill ekki gera of mikið úr að núverandi forysta sé höll undir ríkisstjórnina. Verka lýðs hreyfingin hafi alltaf verið ná tengd vinstriflokku­ num og breyt ist ekki nema fólkið rísi upp. Upp úr breytingunum sem núna eru að ganga yfir gæti orðið til ný gerð af hags ­ muna samtökum sem tækju við hlutverki verkalýðs hreyf­ ingar innar,“ segir Styrmir en til að breytingar verði þurfi lýð ­ ræðis byltingu þar sem fólkið fær að kjósa beinni kosningu. „Það er bara gamaldags hugsunarháttur að halda að fólkið geti ekki ráðið sínum málum sjálft. Þannig var það á þarsíðustu öld en þá voru aðstæður allt aðrar og mennt­ un ekki á sama stigi og nú,“ segir Styrmir. Lýðræðisbylting „Þessi lýðræðisbylting þarf ekki bara að ná til verkalýðs­ hreyfingarinnar þar sem for ystufólk er meira og minna sjálf kjörið. Hún þarf að ná til annarra stofnana líka og þá ekki síst stjórnmálaflokk­ anna. Það er lýðræði ef 45 þúsund manns kjósa formann Sjálfstæðisflokksins,“ segir Styrmir. Styrmir vill með sama hætti kjósa stjórnendur lífeyrissjóð­ anna. Hann segist hafa byrjað að skrifa í Morgunblaðið um beina kosningu fyrir mörgum átatugum. „Ég veit ekki hvort bein kosning myndi bæta ávöxtun í lífeyrissjóðunum en þetta eru peningar fólksins og þá á fólkið að ráða hvernig þeim er varið,“ segir Styrmir. En Styrmir á ekki von á að hugmyndir hans um beint lýðræði hljóti skjótan fram ­ gang – hvorki innan verka ­ lýðs hreyfingar né stjórn mála ­ flokkanna. „Ég verð var við að þeir sem sitja að völd um eru á móti svona tali. Þeir gefa ekki frá sér völdin átaka laust,“ segir Styrmir Gunnarsson. „Ég veit ekki hvort bein kosning myndi bæta ávöxtun í lífeyrissjóðunum en þetta eru peningar fólksins og þá á fólkið að ráða hvernig þeim er varið.“ TExTi: Gísli KrisTjánsson myndi: GEir Ólafsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.