Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2012, Page 50

Frjáls verslun - 01.01.2012, Page 50
50 FRJÁLS VERSLUN 1. TBL. 2012 „Við teljum að jákvæð ímynd fáist með því að láta verkin tala en ekki með ein­ hverri auglýsingaherferð. Ég held að margir fari flatt á því að reyna að skapa ímynd í gegnum einhverja stýrða umfjöllun. Maður skapar ímyndina á löngum tíma og mest með því að haga sér vel við þá sem vinna þar, með því að huga að þeim sem eiga fyrirtækið, þjóna viðskiptavinum vel og með því að fylgja lögum og reglum. Maður þarf að haga sér vel í því samfélagi sem maður er í,“ sagði Jón Sigurðsson. Það er greinilegt að eftir hrunið eru fyrirtæki sem selja útlendingum vörur og þjónustu í mikl um metum meðal landsmanna. Marel og Icelandair eru svo til jöfn í öðru og þriðja sæti. Bónus var fyrir hrun það fyrirtæki sem flestir landsmenn nefndu þegar spurt var um fyrirtæki sem menn hefðu jákvætt viðhorf til. Í þetta sinn lenti Bónus í fjórða sæti með álíka marga jákvæða og í fyrra. Bónus er langsigursælasta fyrirtækið í þess ari könnun frá upphafi og ekkert fyrirtæ­ ki hefur skorað jafnhátt í þessari könnun. Í ársbyrjun 2008 nefndu 33% landsmanna Bónus sem eitt af sínum uppháhaldsfyrir tækj­ um. Nú voru það tæplega 8%. Um 5% nefndu að þeir hefðu neikvætt viðhorf til Bónuss. Bónus nýtur mestra vinsælda á matvöru­ markaðnum en munurinn er minni en var áður. Bónus fær núna 7,9% fylgi, Fjarðar­ kaup 4,5%, Krónan 4,5% og Nettó 2,1. Krónan og Nettó hafa bæði verið að auka við sig fylgi í þessari könnun. Frjáls verslun spurði Guðmund Marteins­ son, framkvæmdastjóra Bónuss, í fyrra um könnunina og svaraði hann því til að vinsældirnar stöfuðu af lágu vöruverði. „Vin sældir okkar hafa í gegnum tíðina byggst á lágu vöruverði og af því við seljum á sama verði í öllum okkar verslunum um land allt,“ sagði Guðmundur. „Það er skýr verðstefna og frábært starfsfólk sem hefur komið Bónus þangað sem það er.“ Guð mundur tók jafnframt fram að línan væri fín þegar lítið er lagt á. „Þetta er harður bransi og það er mikið fyrir þessu haft. Við vinnum mikið og leggjum mikið á okkur fyrir viðskiptavini okkar, sem eiga það sannarle­ ga skilið,“ sagði Guðmundur. Skoðanakönnunin var gerð dagana 14.­16. febrúar. Alls svöruðu 606 spurningunum: „Vildir þú nefna 1 til 3 íslensk fyrirtæki sem þú hefur jákvætt viðhorf til“ og „vildir þú nefna 1 til 2 íslensk fyrirtæki sem þú hefur neikvætt viðhorf til“. Oftast eru miklu færri sem nefna fyrir tæki sem þeir hafa neikvætt viðhorf til en jákvætt. Þetta breyttist árið 2009. „Bankarnir“ voru óvinsælastir og rétt tæplega 20% aðspurðra sögðust neikvæð í þeirra garð. Athyglisvert er að svo margir skuli enn vera neikvæðir í garð bankanna þegar svo langt er frá hruni. Bankarnir þrír eru þó einnig að hækka í vin­ sældum á ný eftir nokkurra ára lágflug. Af öðrum vinsælum fyrirtækum má nefna Fjarðarkaup og Krónuna með tæplega 5%. Næst eru nefnd Landsbankinn, CCP, Sam­ herji, Nettó, MS, BYKO og Hagkaup. Fyrirtæki sem áður fyrr voru meðal vinsæl­ ustu fyrirtækja landsins eru nú mun neðar á listanum. Eimskip var jafnan meðal vinsæl­ ustu fyrirtækja en nær nú ekki í topp 20 og Íslensk erfðagreining, sem vann titilinn þrjú ár í röð fyrir um tólf árum, er nú horfin af listanum. Bankarnir eru sem fyrr segir efstir á listan­ um yfir óvinsæl fyrirtæki með 20%. Næst kem ur Bónus, en 5% nefna það sem fyrirtæki sem þeir hafi neikvæð viðhorf til, og Arion banki og Iceland Express eru þar fljótlega á eftir með 4,5%. Næst komu lífeyrissjóðirnir sem voru mjög í umræðu skömmu fyrir könn­ unina vegna skýrslu um þá. Þar á eftir eru Landsbankinn, Hagar og olíufélögin. Það er greinilegt að þrátt fyrir allt eru þátt­ takendur jákvæðari í þessari könnun en þeir hafa verið undanfarin ár. Færri eru neikvæðir almennt í garð fyrirtækja nema hvað óvildin í garð bankanna er enn sterk. 13,7% vörumerkið össur Vörumerkið Össur. Á bak við þetta vörumerki er árangur á alþjóðavísu og forysta í gerð stoðtækja á heimsvísu. Þjóðin hefur glaðst yfir velgengni fyrirtækisins og hvernig það hefur vaxið langt út fyrir landsteinana og yfirtekið góð erlend fyrirtæki í sömu atvinnu­ grein. Helstu hluthafar í Össuri núna eru Danir en Íslendingar líta auðvitað á þetta sem sitt fyrirtæki. Fyrirtækið er skráð í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Jón Sigurðsson forstjóri er á margan hátt andlit fyrirtækisins, svo lengi hefur hann verið forstjóri þess. Össur er í fremstu röð í heiminum á sínu sviði og hafa vörur fyrirtækisins oft verið til umfjöllunar í heimspressunni – ekki síst tengt íþrótta­ mönn um. Gildi fyrirtækisins eru heiðarleiki, hagsýni og hugrekki og endurspeglast þau í vörumerkinu. Fyrirtækið skilgreinir hlutverk sitt svona: Að hjálpa fólki að njóta sín til fulls. Það er markmið Össurar að ryðja úr vegi líkamlegum hindrunum af völdum sjúkdóma eða aflimunar með því að framleiða bestu stoð­ og stuðningstæki sem völ er á. 10,4% vörumerkið marel Vörumerkið Marel er löngu orðið þekkt á meðal þjóðarinnar. Matur og Marel eiga sam­ leið. Það er líkt með Marel og Össur að þjóðin hefur glaðst yfir árangri þess á alþjóðlega vísu. Það er í fararbroddi í fram leiðslu á tækjum og búnaði fyrir mat vælaframleiðslu á öllum stigum. Marel byrjaði sem lítill sproti úr háskólasamfélaginu á Íslandi. Árið 1996 keypti Marel danska fyrirtækið Carnitech og hefur stundum verið sagt að þar hafi háskóli (hugbúnaðurinn) og vélsmiðja sameinast. Marel byrjaði á að framleiða vogir og vinnslu­ línur fyrir sjávarútveg – en núna hefur það fært sig yfir í framleiðslu á tækjum og vörulín­ um fyrir öll matvæli – t.d. er það mjög áber­ andi á sviði tækja fyrir kjúklingaframleiðslu og vinnslu eftir sameininguna við hollenska fyrirtækið Stork. Árni Oddur Þórðarson er stjórnarformaður Marels en forstjóri þess er Hollendingurinn Theo Hoen sem áður var forstjóri Stork. Hann varð forstjóri Marel í mars 2009. 10,2% vörumerkið icelandair Vörumerkið Icelandair er líklegast þekktasta vörumerki á Íslandi ásamt Bónus­merkinu. Á bak við vörumerkið er traust og árangur í áratugi. Icelandair og forverar þess eru hluti af flugsögu Íslendinga og þeim ljóma sem hefur einkennt flugið. Loftleiðir voru um árabil þekkt flugfélag í Bandaríkjunum og Icelandair er það sömuleiðis – sem og í Evrópu. Birkir Hólm Guðnason, forstjóri Icelandair, hefur tekið á móti margvíslegum viðurkenningum úr viðskiptalífinu sem hann og félagið hafa hlotið. Það þótti mikið afrek hjá Icelandair hvernig staðið var að rekstri félagsins og flugi þegar gosið í Eyjafjalla­ jökli stóð sem hæst vorið 2010. Þá lamaðist flugumferð um nánast alla Evrópu og er áætlað tap flugfélaga vegna gossins um 218 milljarðar. Icelandair setti upp tímabundna starfsstöð í Skotlandi og var eitt fárra flugfél­ aga sem ekki urðu fyrir verulegum truflunum – og þótti það mikið afrek. „Athyglisvert er að svo margir skuli enn vera nei- kvæðir í garð bankanna þegar svo langt er frá hruni. Bankarnir þrír eru þó einn ig að hækka í vinsældum á ný eftir nokkurra ára lágflug.“ Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður marels. Birkir Hólm guðnason, forstjóri icelandair.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.