Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2012, Side 63

Frjáls verslun - 01.01.2012, Side 63
FRJÁLS VERSLUN 1TBL. 2012 63 svo einhverjir eiginleikar séu þeim sameiginlegir. Í bókinni fjallar Sigurður á aðgengilegan hátt um nokkrar ólíkar tegundir leiðtoga og varpar skýru ljósi á hvað greinir þessar ólíku gerðir að. náðarleiðtoginn Alþjóðaleiðtoginn sem tekst á við ólíka menningarheima 1. Ósvikni leiðtoginn 2. Þjónandi leiðtoginn 3. Siðferðilegi leiðtoginn Afar áhugavert er að lesa um þessar ólíku tegundir leiðtoga og máta þá leiðtoga sem maður þekkir við lýsingarnar, já og auðvitað mann sjálfan og efla þannig sjálfsskilning og forystu­ hæfni enn frekar. siðferðilegi leiðtoginn Einn allra áhugaverðasti kafli bókarinnar er kaflinn um sið ­ ferði og forystu. Höfundur bendir á að ekki eru mörg ár síðan farið var að beina kast ­ ljósinu að viðskiptasiðferði og enn styttra síðan farið var að rannsaka siðferði í tengslum við forystu. Í ljósi endurtekinna atburða undanfarin ár þar sem vafasamt framferði leiðtoga hefur leitt til alvarlegra atburða má spyrja sig hvort þetta svið leiðtogafræðanna um siðferði hafi sprottið upp af þörf. Hneykslismál eins og Enron­ málið í Bandaríkjunum eru mál sem tengjast vafasömu fram­ ferði leiðtoga fyrirtækisins. Ein­ hverjir velta líka fyrir sér hvort vafasamt framferði leiðtoga fjármálafyrirtækja hafi orsakað íslenska efnahagshrunið árið 2008. Eitt er víst að umræðan um viðskiptasiðferði og siðferði leiðtoga er komin til að vera og gefur rannsóknum og kenning­ um leiðtogafræðanna enn meiri dýpt. Útgáfu bókar eins og þessarar ber að fagna. Alltof lítið er skrif­ að um leiðtogafræði á íslensku þó svo íslenskt háskólasamfé­ lag hafi innanborðs sérfræðinga á sviði stjórnunar sem ég leyfi mér að segja að séu á heims­ mælikvarða. Bókin er skyldu­ eign þeirra sem vilja dýpka skilning sinn á þessu viðamikla hlutverki, hvort sem þeir eru reyndir leiðtogar, að stíga sín fyrstu spor eða ganga með þann draum í maganum að verða leiðtogar. Ekki má gleyma því að öll erum við leiðtogar á ein hverjum sviðum þó svo við séum ekki leiðtogar í skilningi viðskiptanna. Því má segja að allir geti fundið í bókinni eitt­ hvað sem eflir skilning þeirra á því hlutverki að vera í forystu. bækUr Einn grísku speking- anna mælti hin fleygu orð „þekktu sjálfan þig“. Sú speki á ekki síst við um leiðtoga en afar mikilvægt er að þeir þekki sjálfa sig. Bókin gefur lesand anum mörg góð tækifæri til að kynn ast sjálfum sér með Hugarfóðri og Verkefn um í lok hvers kafla. Sigurður Ragnarsson gaf nýlega út bókina Forysta og samskipti. Leiðtogar sem hrífa fólk búa yfir ferns konar eiginleikum: Þeir geta sýnt veikleika sinn með viðeigandi hætti. Þeir geta skynjað umhverfi sitt og túlkað það. Þeir sýna fylgjendum skilning og ákveðna samúð, en gera það samt af staðfestu. Þeir þora að vera öðruvísi og nýta sér það. Að hrífa fólk Karisma­leiðtogamennska Úr bókinni: Samkvæmt kenningu House hefur karisma­leiðtogamennska ákveðin áhrif á fylgjendur og meðal annars með eftirfarandi hætti: • Fylgjendur leggja traust á hugmyndafræði leiðtoga. • Fylgjendur hafa svipaðar skoðanir og leiðtogi. • Fylgjendur eru algerlega samþykkir leiðtoga og eru sáttir við hann. • Fylgjendur hrífast af leiðtoga og bera hlýjan hug til hans. • Fylgjendur sýna leiðtoga hlýðni. • Fylgjendum finnst þeir eiga samleið með leiðtoga og samsama sig honum. • Fylgjendur taka þátt í markmiðum leiðtoga með tilfinninga­ legum hætti. • Fylgjendur eru reiðubúnir að fylgja meira krefjandi markmiðum og þeir öðlast meiri trú á að þeir geti náð markmiðunum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.