Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2012, Qupperneq 77

Frjáls verslun - 01.01.2012, Qupperneq 77
FRJÁLS VERSLUN 1TBL. 2012 77 hreinlega flækst fyrir og valdið því að stjórn andinn sér ekki heilarmynd ina,“ segir Janne. Hálft ár húsmóðir Janne kom upphaflega til Eski­ fjarðar rúmlega tvítug og vann í fiski eitt ár. Þar hitti hún Magnús mann sinn og þau settust að í Danmörku. Börnin eru tvö og lengi bjó fjölskyldan í Álaborg. Janne langaði þó alltaf aftur til Íslands og hún sagði upp tryggu starfi svo hún væri óbundin þegar kæmi að því að telja Magn ús á að fara aftur til Íslands. Hann vildi helst ekki flytja. Magnús var í múrverki í Dan­ mörku og tók til við þau verk á Eskifirði auk þess að koma upp verktakafyrirtæki. Janne var án atvinnu en segist hafa hjálpað til í fyrirtækinu og hjá mágkonu sinni í búð; hún afgreiddi, lagði flísar, sá um bókhaldið og var húsmóðir. „Ég hafði engar áhyggjur af að ég fyndi mér ekki eitthvað að gera,“ segir Janne og svo fór að þetta frelsi frá fastri vinnu stóð aðeins í sex mánuði. Þá var hún komin inn á gólf í álverinu. Klár og skemmtileg Það var Tómas Már Sigurðsson­ sem réð Janne upphaflega til vinnu. Núna um áramótin hætti hann sem forstjóri Fjarðaáls og tók við forstjórastarfinu hjá Alcoa í Evrópu.Hann hefur nokkur lýsingarorð um konuna sem tók við af honum á Reyðarfirði: „Skemmtileg, ótrúlega skipu­ lögð og öguð, klár, vinnusöm, nær til allra, vindur sér í öll mál,“ segir Tómas þegar hann telur upp kostina. „Hún drífur fólk áfram og er mjög kerfisbundin, sérstaklega undir álagi,“ segir Tómas enn­ fremur. Óþolinmæðin verst Samt er það svo að hún á sína galla og þar viðurkennir hún sjálf að óþolinmæðin sé verst. Tómas telur að það mat sé rétt: „Hún á það til að vera of óþolinmóð þegar hlutirnir gerast ekki alveg eins hratt og hún vill,“ segir Tómas. Smári Kristinsson segir að „eftirfylgnin geti stundum verið úr hófi“, eins og hann orðar það en samt: „Það er ekki endilega galli á stjórnanda að vilja að ákvörðunum sé fylgt eftir. Það er líka kostur.“ „Hún er mjög ákveðin og menn eru ekki alltaf sammála en hún hlustar á rök allra og andinn í fyrirtækinu er mjög lýðræðisleg­ ur,“ segir Smári. „Allir fá að hafa sína skoðun og það eru engin leyndarmál og undirmál. Allt er uppi á borðinu.“ Tómas segir að Janne geti átt erfitt með að kyngja því ef hennar skoðun verður ekki ofan „Henni hættir til að taka að sérog úthluta of mörgum verkefnum,“ segir Tómas. „En hún biður um hjálp og býður hjálp þegar henni finnst þurfa. Enginn sem ég hef unnið með er betri í að fylgja hlutum eftir.“ Stafsetningin kostur og galli Tómas bendir á fleiri kosti: „Hún er alltaf kát og talar betri ís lensku en nokkur Dani sem ég hef hitt!“ segir hann. Smári segir að stundum sé hent gaman að íslenskukunnáttu Janne. Það taki hún þó ekki nærri sér. Þó kemur á óvart hve auðvelt hún á með að tjá sig á tungumáli sem er erf­ itt að læra og mjög ólíkt dönsku – bæði málfræði og framburður. „Íslenska starfsetningin hennar er bæði kostur og galli,“ segir Tómas. Sjálf segist Janne aldrei hafa orðið vör við fordóma vegna þess að forstjóri álversins er „útlending­ ur og þar að auki kona!“ Draumastarfið Janne segir að það sé vissulega draumastarfið að stjórna álveri. Og hún kann við sig á vinnustað með „stórum kerum og mikilli orku“ eins og hún segir. „Alger draumur að komast í svona stöðu og bera ábyrgð á starfsemi sem skiptir máli fyrir allt samfélagið,“ segir Janne. Hún segir stjórnunarstíl sinn henta ágætlega á Íslandi. Fólk móðg ist ekki þótt skoðanir séu skiptar og í álverinu ber ekkert á landlægum göllum Íslendinga við vinnu, svo sem að skreppa frá nokkuð lengi í hádeginu eða mæta seint og fara snemma. Í álveri verða menn að vera í vinn­ unni þegar þeir eru í vinnunni. Smári segir að Janne sé sjálf „gríðarlega vinnusöm og fari aldrei heim frá ókláruðu verki“. „Smári Kristinsson, framkvæmdastjóri steypuskála á Reyð- ar firði: „En hún er líka mjög ákveðin og fylgir ákvörðunum eftir.“ Janne sigurðsson vildi flytja til Íslands þrátt fyrir kuldalegra veðurfar en í Danmörku.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.