Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2012, Síða 98

Frjáls verslun - 01.01.2012, Síða 98
98 FRJÁLS VERSLUN 1. TBL. 2012 Um 2.400 erlendir gestir komu á ráðstefnu ECPR í fyrrasumar sem var haldin í samstarfi við stjórn málafræðideild og Stofnun stjórnsýslufræða við Háskóla Íslands. Um er að ræða fjölmennustu alþjóðlegu ráðstefnu sem haldin hefur verið á Íslandi. Þótt allt hafi gengið vel vantaði gisti staði fyrir hluta gesta og komu þá m.a. starfsmenn og nemendur Háskólans til aðstoðar. Sjötta evrópska ráð­stefna stjórnmála ­fræðinga á vegum European Consor­tium for Political Research (ECPR) var haldin í Háskóla Íslands í ágúst í fyrra og komu hingað til lands um 2.400 erlendir stjórnmálafræð­ ingar, fræðimenn og nemendur. Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og stjórnmálafræði­ deild Háskóla Íslands sáu um skipulagningu ráðstefnunnar. Margrét S. Björnsdóttir aðjúnkt, dr. Ólafur Þ. Harðarson, Ásta Möller forstöðumaður og Jökull Torfason, stjórnmálafræðinemi og formaður Politica, sátu í undir búningsnefnd. Starfsfólk Gestamóttökunnar vann auk þess að undirbúningi í sam­ vinnu við fyrrnefnda aðila. Þeg ar að framkvæmdinni kom tóku auk þeirra þátt rúmlega 20 stjórnmálafræðinemar sem voru á vakt um allt svæðið og leiðbeindu gestum og fyrirlesur­ um í alls 300 málstofum auk aðstoðar allra umsjónarmanna húsnæðis HÍ. „Þarna kom sam­ an harðsnúin sveit. Við vorum búin að vinna að undirbúningi ráðstefnunnar í þrjú til fjögur ár en áttum alls ekki von á að hún yrði svona fjöl menn,“ segir Margrét. Ótrúleg viðbrögð Gestamóttakan sá um að taka frá og útvega gestum gistingu innan tiltekins frests. Það kom hins vegar í ljós um 10 dögum áður en hún hófst að allt gisti­ rými í Reykjavík, nágrenni borg arinnar, á Suðurnesjum og í Árborg var fullbókað. „Það var allt troðfullt og við stóðum frammi fyrir því að um 50­70 manns yrðu að hætta við að koma því þeir fengu hvergi inni. Ég sendi tölvupóst til allra starfsmanna Háskólans og stúdentaráð sendi póstinn til allra nemenda þar sem yfirskriftin var: Neyðarkall. Fólk var spurt hvort það gæti hýst erlenda stjórnmálafræðinga í nokkra daga. Viðbrögðin voru ótrúleg. Ég hef örugglega fengið tilboð um 200 gistirými en starfsmenn, stúdentar og ættingjar þeirra buðust til að taka fólk í hús. Enginn þurfti að hætta við að koma og var öllum komið í gistingu.“ Vel heppnuð Nær allar byggingar Háskóla Íslands voru nýttar á meðan á ráðstefnunni stóð. „Okkur í Háskólanum fannst merkilegt eftir á að hyggja hvað þetta gekk allt smurt fyrir sig. Húsnæði Háskólans er afskaplega gott þótt margt sé komið til ára sinna. Það var allt vel merkt og hugað vel að þörfum gesta.“ Margrét nefnir að fyrir utan þessa skipulagningu hafi þurft að sjá um að gefa öllum þess­ um fjölda að borða en auk Hámunnar á Háskólatorgi setti Múlakaffi upp veitingastað í íþróttahúsi Háskólans. „Þeim tókst í sameiningu að sjá öllum fyrir mat og drykk auk þess sem Háman skipulagði 30 mót tökur meðan á raðstefnunni stóð.“ Þá þurfti að skipuleggja ferðir og sjá um ýmsa aðra þjónustu sem Margrét segir að Gesta móttakan hafi annast með prýði. „Við fengum mikið lof fyrir skipulagninguna og í nýju tíma­ riti ECPR er grein um ráðstefn­ una á Íslandi. Þar er hún talin ekki bara sú fjölmennasta heldur einnig sú ráðstefna sam takanna sem standi upp úr hvað varðar skipulag auk þess sem hún þykir hafa heppnast ein staklega vel.“ Mikil landkynning Margrét segir að hópurinn fjöl ­ menni hafi sett svip sinn á bæinn þessa sumardaga. „Okk ur var sagt að miðbærinn væri fullur af stjórnmálafræðingum. Ég ef ast ekki um að viðskiptalegt gildi hafi verið mikið. Auk þess kynntist fólk landinu og fékk góða þjónustu því við vönduð ­ um okkur. Ég held þetta sé mikil landkynning. Þetta hefur mikið gildi fyrir okkur Íslendinga og að sjálfsögðu vonandi einnig fyrir gestina. Þetta var mikið ævintýri og skemmtilegt. Við í Háskóla Ís lands erum mjög stolt af því að þetta skyldi takast.“ TExTi: svava jÓnsdÓTTir mynd: GEir Ólafsson ofl. Margrét S. Björnsdóttir. „Við fengum mik ið lof fyrir skipu lagn inguna og í nýju tímariti EC PR er grein um ráðstefnuna á Ís­ landi.“ um 2.400 ráðstefnugestir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.