Frjáls verslun - 01.01.2012, Side 99
FRJÁLS VERSLUN 1TBL. 2012 99
„Við finnum fyrir auknum áhuga fyrirtækja sem vilja veita starfs fólki upplifun
og funda í skapandi umhverfi,“ segir Magn ús.
eitt af 25 undrum veraldar
Bláa Lónið er eitt af 25 undrum veraldar samkvæmt hinu virta tímariti National Geographic. Óhætt er að segja að þessi sér
stæði staður veiti ráðstefnum og viðburðum einstaka umgjörð.
TExTi: HrUnd HaUKsdÓTTir myndir: GEir Ólafsson oG oddGEir Karlsson
BLáa Lónið
Magnús Héðinsson, rekstrar stjóri veitinga sviðs Bláa Lóns ins, segir
um gjörðina setja punktinn yfir
iið þegar kemur að viðburðum
sem fram fara í Bláa Lóninu.
„Við finnum fyrir auknum
áhuga fyrirtækja sem vilja veita
starfs fólki upplifun og funda í
skapandi umhverfi,“ segir Magn
ús. „Það er frábært að slaka á í
Bláa Lóninu að fundi loknum og
góður endir á fundardeginum.
Máltíðir eru bornar fram á Lava,
veitingastað Bláa Lónsins, þar
sem gestir njóta útsýnis yfir
lónið sjálft. Til að mæta frekar
þörfum hópanna bjóðum við nú
„experience“heimsóknir sem
fela í sér enn meiri upplifun
en ella. Þá hafa gestir, auk
að gangs ins, afnot af handklæð
um og sloppum og fá drykk
afhentan á spabarn um, sem er
í lóninu sjálfu, og andlitsmaska,
sem er einnig afhentur á spa
barnum,“ segir Magnús.
Samstarf við ferðaþjónustu
fólk í næsta nágrenni
„Við leggjum áherslu á heild
stæðar lausnir fyrir viðskiptavini.
Fyrir þá sem leita að frekari af
þreyingu er t.d. skemmtilegt að
benda á 4x4fjórhjólaævintýri í
Grindavík. Fagleg og góð þjón
usta er hluti af upplifuninni. Við
leggjum því áherslu á faglært
starfsfólk á öllum sviðum,“ segir
Magnús.
Klæðskerasaumaðar lausnir
„Við leggjum áherslu á klæð
skera saumaðar lausnir. Blue La
goon er heimsþekkt vörumerki
og við fáum hingað marga
erl enda hópa og verðum því að
standast samanburð við funda
og ráðstefnuþjónustu erlendis.
„Okkur finnst ánægjulegt að
segja frá því að sú upplifun
sem við bjóðum hér á Íslandi er
full komlega samanburðarhæf
við sambærilega aðstöðu og
þjón ustu erlendis.
Eftirréttur ársins hluti af
spennandi matseðli
Við erum mjög stolt af því að
vera með eftirrétt ársins á
mats eðlinum. Þórður Matthías
Þórðarson, einn af matreiðslu
mönnum okkar, hlaut fyrstu
verðlaun í eftirréttakeppni
Garra síðasta haust. Viktor Örn
Andrés son yfirmatreiðslumeist ari
er meðlimur í landsliði íslenskra
matreiðslumeistara og hefur
hann ásamt einvalaliði okk ar
þróað spennandi matseðla þar
sem ferskt íslenskt hráefni er í
fyrirrúmi.“
Viktor Örn Andrésson yfirmatreiðslu
meistari, Klara Halldórsdóttir sölufull
trúi, Andrea Júlíusdóttir þjónn og Ingi
Þórarinn Friðriksson matreiðslumeistari.
Magnús Héðins son, rekstrar stjóri veitinga sviðs Bláa Lóns ins.