Frjáls verslun - 01.01.2012, Page 102
102 FRJÁLS VERSLUN 1. TBL. 2012
Á Hótel Sögu eru tíu fundar og veislusalir sem henta öllum stærðum funda. Fundarsal irnir
eru mjög vel tækjum búnir og í heimsklassa í útliti og þjónustu.
ráðstefnuþorp
TExTi: Hilmar Karlsson / mynd: GEir Ólafsson ofl.
Að sögn Valgerðar Ómarsdóttur sölu og markaðsstjóra voru salirnir endurnýjaðir árið
2007 í samræmi við alla staðla
Radisson BLUhótelkeðjunnar
sem telur yfir þrjú hundruð hótel
um allan heim. Það eru stórir
gluggar á öllum sölunum og
flæðir dagsbirtan inn um þá. Á
ráðstefnum eru yfirleitt margir
salir í notkun og þar sem þeir
eru allir á sömu hæð tekur lítinn
tíma að fara á milli og salirnir
auðfundnir. Sameiginlegt rými á
miðri hæðinni, þar sem kaffiveit
ingar eru bornar fram, skapar
svo afslappandi og þægilega
aðstöðu ráðstefnuaðila á milli
funda.“
50 ára afmæli í ár
Fundarsalirnir á Hótel Sögu
eru allir búnir nýjustu tækni. Í
minni sölunum eru stórir skjáir
en í þeim stærri eru skjávarpar
og stór tjöld. Gott hljóðkerfi er
í öllum sölunum og aðstaða
fyrir fjarfundarbúnað. Valgerður
segir að myndavélar séu í öllum
sölum og hægt að streyma
fundunum í rauntíma á netinu.
„Hótel Saga fagnar fimmtíu ára
afmæli á þessu ári og við búum
svo vel að hafa starfsfólk sem
hefur starfað mjög lengi hjá
okkur.
Við hvetjum því fólk til að hafa
samband við okkur og fá hug
myndir að því hvað við getum
gert fyrir fundi og ráðstefnur
og einnig hvernig við getum
aðstoðað við skipulagninguna.
Við höfum áratugareynslu af
því hvað virkar best og teljum
það hluta af þjónustu okkar að
miðla þessum upplýsingum til
viðskiptavina.
Lítið þorp með fjölbreyttum
möguleikum
Hótel Saga er einstaklega
hentugt ráðstefnuhótel með
209 herbergi og er nánast eins
og lítið þorp. Á hótelinu eru
tveir veitingastaðir; Skrúður,
sem býður upp á hlaðborð í
há deginu fyrir ráðstefnugesti og
matseðil á kvöldin, og Grillið á
efstu hæð, sem er óviðjafnan
legur veitingastaður og frábær
kostur. Við erum einnig með
Mecca Spalíkamsræktarstöð
á hótelinu þar sem ljúft er að
slaka á eftir ráðstefnur í heitum
potti og gufum.
Við höfum bætt Broadway
við flóruna hjá okkur í fundar
að stöðu en þar er hægt að
vera með stærri ráðstefnur og
fundi sem og veislur fyrir allt
að þúsund manns. Salnum má
skipta niður í sjö smærri sali svo
mögu leikarnir eru fjölmargir.
Vinsælastir hjá okkur eru
fundarpakkar þar sem allt er
inni falið í verðinu. Við bjóðum
upp á fjórar mismunandi útgáf
ur af pökkum, allt eftir þörfum
hvers og eins. Í gegnum árin höf
um við safnað saman þekk ingu
á því hvað þarf til þess að halda
árangursríkar ráðstefnur.“
radisson BLu hóteL saga
Hótel Saga fagnar fimmtíu ára afmæli á þessu ári og við búum svo vel að hafa starfs -
fólk hjá okkur sem býr að ómetanlegri reynslu á sviði funda- og ráðstefnuhalds.
Lovísa Grétarsdóttir ráðstefnustjóri, Hörður Sigurjónsson, sölustjóri veitingadeildar, og
Valgerður Ómarsdóttir sölu og markaðsstjóri.