Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2012, Síða 111

Frjáls verslun - 01.01.2012, Síða 111
FRJÁLS VERSLUN 1TBL. 2012 111 mikill sérvitringur. Kipps skilur eftir ungan son sinn og heldur til þorpsins og telur að um auðvelt verk verði að ræða. Annað kemur í ljós. Hann er varla sestur að í þorpinu þegar hann tekur eftir því að tíð slys og sjálfsmorð hafa gert það að verkum að foreldrar halda börnum sínum innandyra. Þegar Kipps dvelur nótt eina einn í húsi Drablow heyrir hann í drukknandi barni og sér svipi látinna barna ráfa um húsið og ná grennið. Þegar Kipps hefur jafnað sig á þess um atburði fer hann að rannsaka málið og kemst að því að börnin hafa öll látist sama mánaðardag á mörgum árum. Upphafið má rekja til „Konunnar í svörtu“ sem hafði ekki get að bjargað syni sínum frá drukknun og er afturgnga hennar á ferð og þegar hún sér barn þá er það dauðadæmt. Kipps telur sig hafa lausn á þessu máli og grefur upp líkamsleifar sonarins og sameinar móður hans í gröf henn ar. Þetta hefur þveröfug áhrif og nú snýr aftur ­ gangan sér að syni Kipps. Mótleikarar Daniels Radcliffes eru þekktir breskir leikarar, þar á meðal Ciarn Hinds, sem lék á móti Radcliffe í síðustu Harry Potter­myndinni, Harry Potter and the Deadly Hollows, og Janet McTeer, sem einna þekkt ust er fyrir að leika í breskum úrvals sjón varps þátta röðum. Leikstjóri The Woman in Black er James Watkins sem á aðeins eina kvikmynd að baki, Eden Lake (2008), sem eins og The Woman in Black er hryllingsmynd og skartar Michael Fassbinder í einu aðalhlutverkinu. Þess má svo geta að annað tveggja fram­ leiðslu fyrirtækja The Woman in Black er hið sögufræga Hammer Films, sem hefur ekki framleitt kvikmynd í tuttugu ár en var á árum áður aðalframleiðandi ódýrra hryllingsmynda, m.a. eftir sögum Edgars Allans Poes, og kvik mynda um Drakúla og Frankenstein svo eitthvað sé nefnt. Leikarar á borð við Vincent Price, Christopher Lee og Peter Cushing urðu frægir og ódauðlegir í augum hryllings mynda­ aðdáenda. Framtíðin er björt Ljóst er að Daniel Radcliffe er að leika upp fyrir sig í aldri, en hann er aðeins 22 ára og leikur lögfræðing sem kominn er með reynslu, hefur verið í hjónabandi og á einn son. Hann er því mjög ólíkur Harry Potter og það er það sem Radcliffe vill. Hann hefur sagt að Harry Potter­ kaflanum í lífi sínu sé lokið og hann muni ekki taka að sér hlutverk sem minni á Potter­ myndirnar heldur leita sem lengst út fyrir þær. Radcliffe er þó afar þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að leika Harry Potter þótt mikill hluti æsku- og unglingsáranna hafi farið í kvikmyndaleikinn. „Það er fyrst nú sem ég geri mér grein fyrir því að það verður verulegt átak að komast út úr Harry Potter. Fólk er með svo fastmótaðar hugmyndir um mig sem erfitt verður að víkja úr huga þess.“ Og hann segir að það hafi verið mikil forréttindi að fá að leika á móti stórkostlegum leikurum og læra af þeim og sá leikari sem hann lítur mest upp til er Gary Oldham. „Þegar ég lít yfir feril hans hugsa ég með mér: Þetta er leiðin sem ég vil fara – og ég held ég geti það.“ Næsta kvikmyndahlutverk Daniels Rad ­cliffes er ekki síður krefjandi en hlutverk hans í The Woman in Black. Þá leikur hann beat­skáldið Alan Ginsberg í Kill Your Darlings sem fjallar um morð sem var framið 1944 en skáldin af beat­kynslóðinni, Alan Ginsberg, Jack Kerouac og William Burroughs, drógust inn í atburðarásina. kvIkmYNDIr Daniel radcliffe í hlutverki lögfræðingsins Arthurs Gibbs í the Woman in black. Janet mcteer og Daniel radcliffe í hlutverk- um sínum. Kenneth Branagh bókar Kate Winslet Þrátt fyrir að Thor, í leikstjórn Kenneths Branaghs, hafi verið ein vinsælasta kvik mynd in á síðasta ári gaf hann ekki kost kost á sér í framhaldsmyndina Thor 2 sem verið er að gera um þess ar mundir. Branagh er eins og ávallt með margt á prjónunum sem hefði þá setið á hakanum, hann hefur nýlokið við að leika Kurt Wallander í þremur sjón varps myndum og er með í undir búningi að leikstýra The Guernsey Literary And Potato Peel Pie Society, sem gerð er eftir samnefndri skáldsögu og fjallar um rithöfund í síð ari heimsstyrjöldinni sem fékk áhuga á bókaklúbbi á eyjunni Guernsey sem var hersetin af nasistum. Branagh hefur tryggt sér Kate Winslet í aðalhlutverkið. Þau eru ekki ókunnug hvort öðru en Winslet og Branagh léku Ófelíu og Hamlet í kvik myndaútgáfu Branaghs frá árinu 1997. Lincoln Eftir að hafa tekið sér frí frá leikstjórn í þrjú ár skilaði Steven Spielberg frá sér tveimur kvik ­ myndum í lok síðasta árs, The Adventures of Tintin og War Horse. Hann lætur ekki deigan síga og á þessu ári frumsýnir hann Lincoln sem fjallar um Abra ham Lincoln og er gerð eftir ævisögunni Team of Rivals: The Political Genius of Abraham Lincoln eftir Doris Keene Good win sem leggur áherslu á pólitískan feril Lincolns og baráttu hans við andstæðinga sína á þessu sviði sem leiddi síðan til endaloka þrælastríðsins. Sem fyrr er Spielberg með þunga vigtarleikara. Daniel Day Lewis leikur Abraham Lincoln og í öðrum hlutverkum eru m.a. Joseph Gordon­Levitt, Jared Harris, Tommy Lee Jones, James Spader, Hal Holbrook, David Straithern og Sally Field sem leikur Mary Todd Lincoln, eiginkonu forsetans. Lincoln verður frumsýnd á haust mán ­ uðum. Great Hope Springs Meryl Streep er á toppnum eina ferðina enn. Þessi frá bæra leikkona, sem erfitt væri að mót mæla að sé mesta kvik ­ mynda leikkona sem uppi hefur verið, á óskarinn vísan eftir frammi stöðu sína sem Margaret Thatcher í Iron Lady og er hún þegar búin að innbyrða Golden Globe­hnöttinn. Næsta kvikmynd hennar er á léttari nótum og heitir Great Hope Springs. Streep hefur þegar lokið leik svo ekkert er því til fyrirstöðu að hún mæti á allar verðlaunahátíðir og fer að líkindum ekki tóm­ hent til baka. Great Hope Springs fjallar um miðaldra hjón sem taka eina helgi í að leita hjálpar til að bjarga hjóna­ bandinu. Tommy Lee Jones leikur eiginmanninn og Steve Carrell sálfræðing þeirra. Great Hope Springs verður frum sýnd í byrjun desember, sem er góð tímasetning fyrir óskars verð ­ launin 2013. Bíófréttir kenneth branagh og kate Win- slet í hamlet (1997). meryl streep steven spielberg við tökur á lincoln seint á síðasta ári.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.