Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2012, Page 113

Frjáls verslun - 01.01.2012, Page 113
FRJÁLS VERSLUN 1TBL. 2012 113 Blindrabókasafnið starfar samkvæmt lögum um safnið frá árinu 1983 og er hlutverk þess að sjá blindum, sjónskertum og öðrum þeim sem ekki geta nýtt sér prentað letur fyrir hljóð­ bók um eða aðgengilegum texta á rafrænu formi. Safnið telur nú um 6.000 titla. Ég hef verið forstöðumaður frá árinu 2007 og felst starf mitt í öllum almennum rekstri. Hér eru 7,25 fastir starfsmenn og á þriðja tug verktaka sem lesa inn bækur í hljóðverum okkar. Við höfum nýverið yfirfært allan bókakostinn af snældum yfir á rafrænt form og breytt dreif­ ingarkerfi okkar þannig að allir lánþegar geta ýmist halað því efni sem þeir vilja niður í tölvur eða fengið bækurnar sendar á diskum. Lánþegafjöldinn hefur þrefaldast á undanförum árum og þessa dagana erum við að koma upp nýrri framleiðslu­ vél því ein slík dugir ekki fyrir allan þennan fjölda. Við erum líka í óðaönn að kynna okkur nýjan rafbókastaðal sem heitir Epub3 og undirbúa nýtingu nýs ís lensks talgervils sem væntan­ legur er á þessu ári svo eitthvað sé nefnt.“ Þóra Sigríður er gift Karli Emil Gunnarssyni þýðanda og eiga þau tvö börn, 13 og 11 ára. „Ég hef lokið mastersnámi í bók­ menntum frá Háskóla Íslands og nú síðastliðið vor lauk ég diplómu í stjórnsýslufræðum fyrir stjórnendur í opinberum rekstri. Það er nám sem ég myndi mæla með fyrir alla sem starfa við stjórnun í opinbera geiranum. Annars finnst mér gaman að læra sífellt eitthvað nýtt svo ég sæki alls konar námskeið, mest hvað varðar stjórn un en nú er mig farið að langa á allt öðruvísi námskeið og ég var að skrá mig á jóga­ nám skeið. Hvað varðar áhugamálin þá hef ég mikinn áhuga á því sem ég vinn við þessa stundina og því sem er að gerast á öðrum svipuðum stofnunum úti í heimi. Ég les til dæmis allt sem ég kemst yfir varðandi rafbókavæð ­ inguna. Þess utan les ég al­ mennar bækur og reyni að fylgj­ ast með því hvað er að gerast í bókaútgáfu á hverjum tíma. Ég er mikill sundfíkill og syndi helst fimm til sex sinnum í viku. Fyrir utan að sund er gott til að hvíla hugann kemur sundið í veg fyrir vöðvabólgu og stirðleika. Mér finnst yndislegt að ferðast um landið með fjölskyldunni og stefni á slíkar ferðir í sumar. Nokkrum sinnum höfum við farið í Hrísey með vinafólki og vonandi gengur slík ferð upp í sumar. Reyndar eru áhugamálin fjölmörg og eini ótti minn er að ég nái ekki að gera allt sem mig langar til áður en yfir lýkur. Ég hef undanfarna mánuði verið að undirbúa bókarskrif um ákveðið efni og ég vona að ég komist eitthvað á veg með skrifin á þessu ári, þetta er allt spurning um tíma og skipulag.“ Þóra Sigríður Ingólfsdóttir – forstöðumaður Blindrabókasafns Íslands „Ég er mikill sundfíkill og syndi helst fimm til sex sinnum í viku. Fyrir utan að sund er gott til að hvíla hugann kemur sundið í veg fyrir vöðvabólgu og stirðleika.“ Nafn: Þóra Sigríður Ingólfsdóttir Fæðingarstaður: Reykjavík, 14. júní 1966 Foreldrar: Rannveig Jónsdóttir og Ingólfur Arnar Þorkelsson (1925­2005) Maki: Karl Emil Gunnarsson Börn: Rannveig Karlsdóttir og Kormákur Karlsson Menntun: MA í bókmenntum og diplóma í opinberri stjórnsýslu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.