Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2013, Side 12

Frjáls verslun - 01.04.2013, Side 12
12 FRJÁLS VERSLUN 4. 2013 Verður hún næsti forsætisráðherra Noregs? Já, er spá flestra sem spurðir eru. Þó eru mörg ljón á veginum áður en kona verður á ný æðstráðandi í Noregi. Þó er núna bara ein kona sem kemur til greina og hún heitir Erna Solberg. ný landsmóðir? Á tímabili kölluðu blaða­menn hana Járn­Ernu og líktu henni þar við Járnfrúna Margaret Thatcher í Bretlandi. Þessi ímynd er horfin og núna er fullyrt að Erna sé farin að máta sig í for sætisráðherrastólinn sem full trú sanngirni og sátta. Hún er hætt að deila hart og halda fram umdeildum skoðunum. Er ný landsmóðir að búa sig undir hlutverk sitt? Samaburður við Gró Harlem Brundtland er óhjá ­ kvæmilegur. Erna Solberg er 52 ára gömul. Engu að síður hefur hún verið þingmaður frá árinu 1989 eða í nær aldarfjóðrung. Fáir búa að svo langri þingreynslu. Hún er hægrikona, og hefur verið for­ maður Hægri, hins gamla hóf­ sama íhaldsflokks Norðmanna, frá árinu 2004 eða í níu ár. Hún var jafnframt ráðherra sveitar­ stjórnarmála eitt kjörtímabil árin 2001 til 2005 þegar Kjell Magne Bondevik var forsætisráðherra. Ernu verður því ekki borið reynslu leysið á brýn. Og engum dettur í hug að segja að hún geti ekki stýrt landinu. Verra er að ná samkomulagi við alla þá flokka sem hafa raðað sér á hægri væng stjórnmálanna. Í því efni er staða flokkanna önnur en er á Íslandi. Sundrung Ýmsar sögulegar ástæður liggja til þess að fylgi landsmanna skiptist á átta stjórnmálaflokka. Það af eru fjórir á hægrivængn­ um; gjarnan kallaðir borgarlegir flokkar. Það verður að semja við marga flokka til að ná meirihluta­ fylgi að baki ríkisstjórn. Og innan þessa flokkahóps gildi hið fornkveðna að frændur eru frændum vestir. Stefna borgara flokkanna fjögurra er um margt lík en áherslur í einstök­ um atriðum mjög ólíkar. Sama ástand og klofningur var á vinstrivængum þar til sátt náðist fyrir kosnignar 2005. Ágreinings­ málin voru lögð til hliðar og boðið fram með það að mark­ miði að mynda ríkisstjórn undir forsæti Jens Stoltenberg. Sú stjórn hefur setið síðan. En meðal borgaraflokkanna hefur ekki náðst hliðstætt sam­ konulag. Ósættið fer þvert á móti vaxandi nú þegar líður að kosn­ ingum 9. september í haust. Þarna reynir á forystuhæfileika Ernu Solberg. Nær húin að sameina krafta allra borgara legu flokkanna að baki sér? Þetta snýst ekki bara um pólitík heldur og um persónulega eiginleika formannsins. Járn­Erna hefur skipt um stíl og er nú orðinn mannasættir. Lesblindur leiðtogi Erna er fædd í Bergen árið 1961, dóttir dæmigerðs miðstéttar fólks. Faðir hennar vann á skrifstof­ unni hjá strætisvögnum borgar­ innar og móðirin vann líka á skrifstofu. Námsárin voru fremur erfið því það uppgötvaðist ekki fyrr er Erna var orðin 16 ára að hún var lesblind. Engu að síður lauk hún öllum prófum og er með háskólagráðu í stjórnmála­ fræði. Og eins og oft er með lesblint fólk á hún létt með að koma fyrir sig orði – hinu talaða orði en skrifar minna. Þetta kann að vera ein ástæða þess viðurnefn­ ið Járn­Erna festist á tímabili við hana. Erna þótti snörp í um­ ræðuþáttum í sjónvarpi þegar öðrum vafðist tunga um tönn. Allt frá því Erna kom fyrst á þing 28 ára gömul hefur hún reynt að breyta ásýnd flokksins. Hún hefur viljað gera flokkinn alþýðlegri og draga úr helstu íhaldseinkennum. Sögulega séð hefur Hægri verið flokkur kaupskipaútgerða og embættismanna – flokkur góðborgara. Áratugum saman á liðinni öld var flokkurinn utan ríkisstjórna og náði ekki að sam eina borgaralegt fylgi að baki sér, ólíkt því sem var með frjáls lynda hægriflokka í Evrópu. Útivinnandi móðir Erna hefur markvisst unnið að þvi að höfða almennt til mið stéttar­ fólks. Hún er sjálf dæmigerð fyrir útivinnandi móður. Einu sinni var hún spurð um þrif á heimil­ inu. Hún sagðist láta næga að setja salmíak í skál þegar gestir kæmu. Þá ilmaði allt af hrein­ læti! Þetta þótti hneykslnanlegt á betri heimilum. Hefur hún engar vinnukonur?! Nei, vinnukonur eru bara á heimilum stórútgerðarmanna og forstjóra. Hins vegar hefur eigin­ maður Ernu, Sindre Finnes, fengið viðkurkenningu sem „karlmaður ársins“ fyrir framlag sitt til heimilsiverka. Svona er líf venjulegra borgara. Þau eiga tvö börn. Allt er þetta mikilvægt til að eyða hinum gamla íhaldsbrag á flokknum. Hin fjölmenna milli ­ stétt hefur leitað til annrra flokka og jafnvel yfir til Verkamanna­ flokksins. Markmið Ernu er að ná þessu fylgi heim og henni hefur miðað vel. Á leið til sigurs Skoðanakannanir síðustu mán­ uði benda til að áætlun Ernu muni heppnast. Fylgi Hægri er komið yfir 30 prósent að jafnaði. Það er meira en tvöfalt fylgi á við það sem var þegar hún tók við. Fólk laðast að flokknum vegna þess að yfirstéttarbrag ­ urinn hvarf með Ernu. Jafnframt þykir Erna hafa mild að málflutning sinn. Ljóst er samt að hún fylgir hinu „nor­ ræna módeli“ í efnahagsmálum. Boðar einhverjar skattalækkanir en jafnframt mikla aðhalds­ stefnu í ríkisfjármálum. Vel ­ ferðar kerfið verður hins vegar látið standa óhreyft. Erna Solberg er líklegust til að verða næsti forsætisráðherra Noregs: TexTi: Gísli KrisTjánsson. ERNa SoLbERg „Fólk laðast að flokknum vegna þess að yfirstéttarbragurinn hvarf með Ernu.“ Erna Solberg hefur leitast við að laða venjulegt fólk að hægriflokknum. Fáðu svarið með Stjörnur.is appinu „Hvar er næsti veitingastaður?“ 118 Í krafti
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.