Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2013, Page 28

Frjáls verslun - 01.04.2013, Page 28
28 FRJÁLS VERSLUN 4. 2013 Sigríður Arnardóttir, Sirrý, er höfundur bókarinnar Örugg tjáning – betri sam skipti þar sem hún miðlar af eigin reynslu og annarra m.a. við að koma fram. „Það er skemmtilegra að vera virkur og það er undirstaða lýðræðis að við þorum að láta í okkur heyra.“ Lykilatriði að hafa eitthvað að segja Bókin Örugg tjáning – betri sam skipti: Sirrý hefur mikla reynslu af að koma fram bæði í fjölmiðlum og annars staðar og hef ur í rúman áratug unnið m.a. við að þjálfa fólk í að tjá sig af öryggi svo sem fólk í ýmsum stéttarfélögum auk þess sem hún þjálfar nemendur Há ­ skólans á Bifröst í „Framsækni – öruggri tjáningu“. „Ég hef mikið verið beðin um að fylgja þessum námskeiðum einhvern veginn eftir,“ segir Sirrý, „og þá lá bók beinast við en ég byggi hana upp á sama hátt og bókina Laðaðu til þín það góða sem ég skrifaði og kom út hjá Veröld í fyrra – stutt ir kaflar með reynslusögum mín­ um og annarra á milli.“ Sirrý segir að sérstaða bókar­ innar sé að sennilega sé um að ræða eina af fáum bókum sem hafa verið skrifaðar á Íslandi um örugga tjáningu í nútímanum, jafnvel þá fyrstu. „Dæmin eru öll úr okkar daglega lífi. Fólk sem les bókina þekkir það sem ég skrifa um. Það er gott að lesa það sem speglar íslenskan veru leika og ég tek alls konar dæmi af þekktu fólki og sumt af því hefur verið á námskeiðum hjá mér. Ég sleppi nöfnum á sumum því sviðsskrekkur get ur verið feimnismál. Ég hef þjálf ­ að flotta framkvæmdastjóra og stjórnmálamenn – þetta er metnaðarfullt fólk sem vill sækja fram og passar sig á að halda sér við. Mér finnst samlíking við líkamsræktina góð – vöðvarnir rýrna ef fólk notar þá ekki og það er eins með örugga tján­ ingu. Það þarf að halda sér við, t.d. með því að fara á námskeið eða lesa svona bók.“ Spurning um æfingu Sex kaflar eru í bókinni: Taktu flugið. Ræðumennska. Samskipta færni. Tækifæris­ ræður. Sviðsskrekkur. Hvað ein kennir þá bestu? Eins og þegar hefur komið fram er bókin byggð á reynslu Sirrýjar og annarra. Hún segir frá eigin líðan við að koma fram og hefur auk þess fylgst vel með öðrum í sömu sporum og punktað hjá sér það sem vel hefur verið gert sem og það sem miður hefur farið. „Lykilatriðið er að hafa eitt­ hvað að segja og segja það þannig að aðrir kjósi að hlusta. Og til að geta sagt eitthvað þannig að aðrir nenni að hlusta þarf að losa sig við spéhræðslu. Það þarf að taka til í eigin ranni, rækta sjálfan sig og hafa svolítið gaman af því að þora að skína. Margir tala sig niður og finnst þér ekkert hafa að segja en þeir bestu hafa unnið í sér til að losa sig við spéhræðslu og þeim liggur mikið á hjarta. Þeir hafa eldmóð og þeir þora að láta hann í ljós. Þeir smita aðra af því að þeir hafa gaman af að tjá sig. Það þarf ekki að vera um skemmtilegt efni en ef þeir hafa virkilegan áhuga á efninu geta þeir gert það athyglisvert. Og þetta er spurning um æfi ngu. Það er skemmtilegra að vera virkur og það er undirstaða lýðræðis að allir þori að láta í sér heyra.“ Í belg og biðu Sirrý segist oft skrifa hjá sér athugasemdir þegar fólk kemur fram í sjónvarpi auk þess að taka myndir af skjánum til að fylgjast með hverjir tjá sig vel og eru til fyrirmyndar og hverjir falla í allar gryfjurnar. „Ég hvet fólk til að fylgjast t.d. með umræðum á Alþingi. Að því má margt læra. Sumir stjórnmálamenn líta ekki upp heldur þylja af blaðinu í belg og biðu og hafa jafnvel ekki lesið text ann sinn vel heima. Svo hefur kannski einhver sagt þeim að líta upp og þá líta þeir upp með því að nikka höfðinu ótt og títt en eru ekki í raun og veru að tala við salinn. Ræðumaður þarf að vera búinn að lesa text ann sinn vel áður svo hann eigi auðvelt með að horfa upp og tala við fólk. Maður getur smátt og smátt betrumbætt stíl sinn með því að stúdera fólk. Og svo þarf maður að finna sér sem flest tækifæri til að æfa sig. Húsfundir, félagsstarf … Tækifærin eru víða. Og þegar maður kemur fram er gott að vera vakandi fyrir því hvort SigRÍðUR aRNaRDóttiR „Lykilatriðið er að hafa eitthvað að segja og segja það þann­ ig að aðrir kjósi að hlusta. Og til að geta sagt eitthvað þannig að aðrir nenni að hlusta þarf að losa sig við spéhræðslu. Það þarf að taka til í eigin ranni, rækta sjálfan sig og hafa svolítið gaman af því að þora að skína.“ TexTi: svava jónsdóTTir til að vera góður ræðu- maður þarf að hafa eitthvað að segja. og segja það þannig að aðrir nenni að hlusta. aðal- atriðin eru: Undirbúning- ur, áhugi á efninu og að njóta þess að miðla því.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.