Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2013, Page 34

Frjáls verslun - 01.04.2013, Page 34
34 FRJÁLS VERSLUN 4. 2013 SkoðUN þau Hafa orðið Hlutabréf í kauphöllum helstu landa greinast í tvennt um mitt ár 2013. Leiðandi eru hlutabréf á Wall Street og í Þýskalandi auk smærri kauphalla í Asíu og Mexí kó en Indland og Bretland fylgja á eftir. Lækkun og jafn vel langvarandi lækkun er ríkj andi í stórum kauphöllum í evru lönd ­ um svo sem á Spáni og Ítalíu og í Frakklandi en einnig í Japan, Kína, Brasilíu, Kanada og Rúss­ landi. Í fyrstnefndu kauphöll un­ um hafa hlutabréf brotist upp úr 13 ára löngum flötum ferli og náð hærri hágildum en árin 2007 og 2000. Bretland og Indland eru nálægt þeim áfanga en í síð ­ asttöldu kauphöllunum er verð á hlutabréfum mun lægra en 2007. Þrátt fyrir 70% hækkun Nikkei í Tókýó frá nóvember 2012 til apríl 2012 eru hlutabréf þar enn 30% ódýrari en 2007.“ Sigurður B. Stefánsson segir að lækkandi verð á hrávörum og veikt gengi gjaldmiðla í ríkjum sem háð eru hrávöruút­ flutningi séu ein helsta skýringin á þess ari misvísun í framvindu milli helstu kauphalla um mitt ár 2013. Hann segir að dræm eftirspurn eftir hrávörum viti ekki á gott í heimsbúskapnum og eigi rætur í hægum hagvexti og jafnvel samdrætti. Seðlabankar iðnríkjanna keppast við að auka peningamagn í umferð af ótta við nýtt skeið verðhjöðnunar og enn rýrari hagvöxt og meira atvinnuleysi. „Núverandi hækkunarleggur á Wall Street og uppbrot yfir hágildið 2007 getur naumast orðið langvarandi nema til komi hækkandi verð á hrávörum og aukinn hagnaður fyrirtækja í hrávörulöndum og ­greinum. Bandaríkin eru í hlutverki eim ­ reiðar í heimsbúskapunum árið 2013 en mikilvægt er að úr rætist í þjóðarbúskap hægfara Evrópuríkja og Asíuríkja þar sem hægt hefur á hagvexti.“ lækkandi hrávöruverð vekur ugg siGuRðuR B. sTefÁnsson – sjóðstjóri hjá eignastýringu landsbankans ERLEND HLUTABRÉF Fasteignamarkaðurinn er á svipuðu róli og hann hefur verið það sem af er ári,“ segir Ingibjörg Þórðardóttir. „Að mati margra fasteignasala hefur fólk verið að bíða eftir því hvernig ríkisstjórnin hygðist meðhöndla stökkbreytt húsnæðislán sem eru vísitölu­ tryggð. Forsætisráðherra hefur nú sagt að fasteignaeigendur þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að missa af leiðréttingu lána þó svo að þeir selji húsnæði sitt og er það mjög jákvætt gagnvart húsnæðismarkaðnum.“ Ingibjörg segir að verð á hús ­ næði hafi almennt staðið í stað á árinu og ekki hækkað. „Hins vegar tel ég að um leið og línur fara að skýrast um hvernig lána ­ leiðréttingar verðryggðra lána fari fram og eins málefni ÍLS, þannig að sjóðnum verði gert kleift að bjóða upp á önnur lán en verðtryggð, muni það hafa góð áhrif á fasteignamarkaðinn. Ekki verður þó séð að verð hækki mikið en þetta mun hjálpa fasteignamarkaðnum að komast í nokkuð eðlilegt horf og um leið mörgum öðrum atvinnugreinum, en gríðarlega mörg störf tengjast fasteignamarkaðnum. Umtalsvert af nýbyggingingarframkvæmd­ um er nú í gangi og byggingar­ verktakar ólíkt því sem hefur verið undanfarin ár bjartsýnni en áður á að markaður sé fyrir hendi fyrir eignirnar. Almennt eru menn orðnir bjartsýnni á að húsnæðis­ markaðurinn sé á leið til mun betri vegar því mikil uppsöfnuð þörf er fyrir hendi bæði fyrir kaupendur og seljendur, en brýnt er þá eins og ég nefndi hér að framan að leysa úr óvissu.“ á svipuðu róli inGiBjöRG ÞÓRðaRDÓTTiR, – formaður félags fasteignasala FASTEIGNA- MARKAÐURINN Dow Jones síðustu tólf mánuðina ÁRelÍa eyDÍs GuðmunDsDÓTTiR – dósent við viðskiptafræðideild HÍ og ráðgjafi STJÓRNUN Árelía Eydís Guðmundsdótt­ir bendir á að konum hafi fjölgað í stjórnum undan farið og sérstaklega síðan á aðalfundum fyrirtækja í vor og tengist það lögum um kynjahlut­ föll í stjórnum sem taka gildi 1. september. „Það verður gaman að sjá áhrifin af því en almennu áhrifin ættu að koma fram á næstu þrem ur árum eða hér um bil. Flestöll fyrirtæki eru búin að skipa konur í stjórn en það eru um þrjú hundruð konur í stjórn­ um íslenskra fyrirtækja og svo eru alltaf sumar konur í fleiri en einni stjórn. Við munum sjá eftir ákveðinn tíma þessi áhrif fjöl­ breytni í stjórnun,“ segir Árelía og bendir á að í Bandaríkjunum t.d. sé lögð áhersla á fjölbreytni út frá öðrum sjónarhornum en hér. „Þeir leggja áherslu á fjölbreytni í stjórnum og eru það þættir eins og til dæmis bakgrunn ur, ólík menntun og þekking, kyn ­ þátt ur og fulltrúar mismunandi atvinnugreina. Við sem Íslendingar þurfum að vera opin fyrir því að fá útlend­ inga í stjórnir. Fjölbreytni er ekki bara út frá jafnrétti heldur skiptir máli að fá ólíka sýn, reynslu og þekkingu. Það er t.d. kona í stjórn Íslandsbanka sem er með tengslanet erlendis og hefur þar af leiðandi aðra sýn og kemur inn með nýja stjórnarhætti.“ Erlendir aðilar í stjórnum landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Markmið Landsbankans er að veita viðskiptavinum bestu mögulegu þjónustu. Bankaviðskipti eiga að vera ánægjuleg og byggjast á trausti og skilningi. Við erum stolt af því að vera með ánægðustu viðskiptavini meðal fjármálafyrirtækja. Kynntu þér þjónustu Landsbankans. Við tökum vel á móti þér. „Starfsfólk bankans reyndist mér vel, það gaf sér tíma.“ Þorvaldur Helgi Auðunsson Viðskiptavinur Landsbankans J ó n s s o n & L e ’m a c k s • jl .i s • s Ía
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.