Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2013, Page 36

Frjáls verslun - 01.04.2013, Page 36
36 FRJÁLS VERSLUN 4. 2013 SkoðUN Ný ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunn laugs ­sonar nýtur meðbyrs almennings samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. Stuðningur við hana mælist rúmlega 60% sem er svipaður stuðningur og mæld ist við ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðar dóttur þegar hún tók við 2009. Til samanburðar má þó nefna að rúmlega 80% kjósenda studdu ríkisstjórn Geirs H. Haarde þegar hún tók við eftir kosningarnar 2007. Mikið fylgis tap beið hins vegar þeirrar ríkis stjórnar í kjölfar bankahrun­ sins og stjórnarsamstarfið við Sam fylkinguna þoldi ekki pólitíska álagið sem því fylgdi. Ríkis stjórn Jóhönnu ákvað hins vegar að þrauka út kjörtímabilið þótt stuðningur við hana hafi aldrei farið yfir 40% frá 2010. Í nýafstöðnum kosningum guldu stjórnarflokkarnir síðan mikið afhroð. Nýir stjórnarherrar geta gengið að því vísu að öll spjót munu standa á þeim. Stjórnar ­ andstaðan mun nota hvert tækifæri sem gefst til að auka áhrif sín og fylgi á kostnað stjórnar flokkanna. Nýja ríkis­ stjórnin hefur hins vegar boðað mikið samráð við hagsmuna­ aðila og stjórnarandstöðu. Það á þó eftir að koma í ljós hvort við það verði staðið og hvort það skili sér í viðvarandi stuðningi við ríkisstjórnina.“ Rokgjarn stuðningurFagfjárfestar eru jafnvel fullfjárfestar ÁRni ÞÓR ÁRnason – stjórnarformaður oxymap ehf. FYRIRTÆKJA- REKSTUR Það er þrautin þyngri að reka nýsköp­unar fyrirtæki í dag á Íslandi í þeirri stöðu að búið er að selja hluta bréf til fjölskyldu, félag­ anna og furðufugla eins og EFFIN þrjú eru stundum kölluð og ennþá vantar meiri pening til að gera drauminn að veruleika um öflugt og stöndugt fyrirtæki sem getur starfað sjálfbjarga og veitir fólki atvinnu, borgar hugsanlega arð eða jafnvel er hægt að selja til útlanda. En nýjabrumið er farið og komið að svokölluðum fagfjárfestum.“ Árni Þór segir að þeir sem gefi sig út fyrir að vera fagfjárfestar séu jafnvel „fullfjárfestar“. Um sé að ræða nýyrði sem hann heyrði tvisvar í vetur og þótti skondið. „Það þýðir á mínu máli að þeir séu blankir og eigi ekki meiri pening. Þetta minnir svolítið á barna­ uppeldi. Þegar barnið er nýfætt og fyrstu árin er spennandi að gefa því gjafir og föt en smátt og smátt eldist það og allt fer í venjulegan farveg í gegnum grunnskóla og framhaldsskóla. Það er ekki orðið matvinningur og stundum flækist það bara fyrir og er jafnvel með skoðanir og meiningar. Á þá að stoppa? Hætta að gefa mat og föt og ef það fær ekki góðar einkunnir að setja það á ís? Segja því bara að lýsa sig gjaldþrota? Nei, það er ekki gert enda er ekkert eitt línurit yfir þroskaferil sem hægt er að mæla alla með. Svo eru þeir sem síst skyldi sem stundum koma á óvart og einstaka gáfnaljós virðist erfitt að nota til vinnu.“ Árni Þór segir að það sé mikið talað og skrifað um mikilvægi nýsköpunar fyrir nútíð og framtíð. „Síðasta ríkisstjórn klúðraði skattafslætti sem var búið að lofa vegna fjárfestingar í hlutabréfum nýsköpunarfyrirtækja og spurn­ ing hvort sú nýja ætlar að sópa upp. Alla vega treysti ég því að það sé komið fólk á þing sem hefur bæði reynslu og þekkingu af rekstri og starfsemi slíkra fyrirtækja og klárar dæmið. Við skulum vera bjartsýn og vona hið besta.“ Starfsþróun stjórnenda inGRiD KuHlman – framkvæmda stjóri Þekkingarmiðlunar HOLLRÁÐ Í STJÓRNUN Ingrid Kuhlman setur fram fimm spurningar um starfs­þróun sem gott er fyrir stjórn endur að velta reglu­ lega fyrir sér. Fyrsta spurningin tengist starfsreynslu og áhuga. Stjórnandi ætti að velta fyrir sér hver starfsreynsla hans sé. Þá ætti hann að rýna í eigin hæfni og hæfileika og skoða í hverju hann er góður og í hverju hann mætti bæta sig. „Stjórnandi ætti í öðru lagi að reyna að lýsa hinum full­ komna vinnustað þar sem styrk leikar hans fá notið sín. Í hvaða aðstæðum upplifir hann ánægju og orku og hvað veitir honum innblástur? Hvert er draumastarf mitt? Stjórnandi ætti í þriðja lagi að velta fyrir sér hvaða gildi skipta hann máli – t.d. hvað honum finnst mikilvægast. Hér er ég að hugsa um atriði eins og sjálfstæði, lærdóm, virðingu, fjár hagslegt öryggi, hugsjón eða starfsframa.“ Ingrid nefnir í fjórða lagi að stjórn andinn velti fyrir sér hvern­ ig hann geti bætt sig og hvort hann vilji þróa nýja hæfileika eða styrkja sig enn frekar í því sem hann gerir þegar vel. „Stjórnandi ætti í fimmta lagi að spyrja sig spurninga sem varða framtíðina svo sem hvert hann stefnir, hvaða markmið hann geti sett sér og hvað þurfi að gera til að ná þeim.“ Ingrid segir að við verjum of stórum hluta af lífi okkar á vinnu­ stað til að láta hendingu ráða því hvernig okkur gengur. DR. sTefanÍa ÓsKaRsDÓTTiR – lektor við HÍ STJÓRNMÁL Árni Þór segir að þeir sem gefi sig út fyrir að vera fagfjárfestar séu jafn ­ vel „fullfjárfestar“. Um sé að ræða nýyrði sem hann heyrði tvisvar í vetur og þótti skondið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.