Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2013, Page 49

Frjáls verslun - 01.04.2013, Page 49
FRJÁLS VERSLUN 4. 2013 49 Hanna Birna kristjánsdóttir fædd í Hafnarfirði 12. október 1966. Versl­ unar skólapróf frá Verslunarskóla Íslands árið 1984 og stúdentspróf frá Kvennaskólanum í reykjavík 1986. Ba­próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 1991 og M.Sc.­próf í al ­ þjóðlegum og evrópskum stjórnmálum frá Háskólanum í Edinborg 1993. Starfsmaður öryggismálanefndar 1990 ­1991 og deildarsérfræðingur í menntamála ráðu ­ neytinu 1994­1995. framkvæmdastjóri þing flokks sjálfstæðismanna 1995­1999 og aðstoðarframkvæmdastjóri Sjálfstæðis flokks­ ins 1999­2006. Borgarfulltrúi í reykjavík 2002­2013 og oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn 2008­2013. forseti borgarstjórnar á árunum 2006­2008 og aftur 2010 til 2011. Borgarstjóri í reykjavík 2008­2010. alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í reykja víkurkjördæmi suður frá 2013. innanríkisráðherra frá 23. maí 2013. Eiginmaður: Vilhjálmur Jens Árnason. Tvær dætur. Á sdís Halla Bragadóttir sá þær Hönnu Birnu og Ragn ­ heiði Elínu fyrst saman á náms árunum í Háskóla Íslands fyrir aldarfjórðungi. „Ég sat á kaffistofunni í Odda og var ný ­ byrjuð í stjórnmálafræði,“ segir Ásdís Halla. „Þá koma inn tvær stelpur lengra komnar í námi en ég og ég tók strax eftir þeim. Þær voru klæddar í þessum stíl sem var á ní­ unda áratugnum og það eins og geislaði af þeim. Þær fóru ekki framhjá nokkrum manni á kaffistofunni. Ég spurði sessunaut minn hverjar þær væru og var sagt að þetta væru Ragnheiður Elín og Hanna Birna. Þarna sá ég þær fyrst og gleymi því aldrei.“ Ekki löngu eftir þetta lágu leiðir þeirra saman á ný. „Síðar, árið 1994, spurði ég Hönnu Birnu hvort hún vildi koma að vinna fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Valhöll vegna kom ­ andi kosningabaráttu,“ segir Ásdís Halla. „Það gerði hún og það leyndi sér ekki að hún var mjög kraftmikil og dugleg.“ Á HeiMAveLLi Sagt er að þær stöllur, Hanna Birna og Ragnheiður Elín, séu á svipuðum slóðum í pólitík en þó um margt ólíkar. Báðar þykja þær duglegar og fastar fyrir. Katrín Júlíusdóttir, Samfylkingu, lýsir Hönnu Birnu svo: „Hún er dugnaðarforkur og klár,“ segir Katrín. „Og hún er nánast á heimavelli í þessu ráðuneyti. Hins vegar er reynsla af sveitarstjórnarmálum annars konar en reynsla af landspólitík. Það gerist ekki bara eins og að smella fingri að skipta þarna yfir. Hún þarf að setja sig inn í mál frá nýju sjónarhorni.“ Katrín segir einnig að kvennafæðin í ríkis stjóninni sé „skandall og skýringar forsætisráðherra á rýrum hlut kvenna óboðlegar!“ ÖgMundur ekki óSÁttur Ögmundur Jónasson, Vinstri­grænum, er ekki ósáttur við arftaka sinn í innanríkis ­ ráðuneytinu: „Hún er góð í viðkynningu,“ segir Ögmundur. „ Og orðsporið er að hún sé góð í samstarfi. Ég held hún vilji vera sanngjörn og sannast sagna er ég ekki óánægður með að fá hana í innan ríkis ráðu­ neytið af þeim kostum sem fram komu.“ Geir H. Haarde þekkir Hönnu Birnu vel enda unnu þau saman um tíma: „Við Hanna Birna voru nánir samstarfsmenn í þrjú ár,“ segir Geir. „Hún var fram ­ kvæmda stjóri þingflokksins frá 1995 meðan ég var formaður þingflokks. Síðar varð hún aðstoðarframkvæmdastjóri Sjálfstæðis­ flokks ins og starfaði þar við hlið Kjartans Gunnarssonar. Samskiptin voru því mikil og gengu vel. Við náðum að vinna saman sem jafningjar þótt ég ætti að heita skör hærra. Mér fannst mjög þægilegt að vinna með henni.“ Geir bætir þessu við um mannkosti Hönnu Birnu: „Hún er mjög heiðarleg og það er mikill kostur,“ segir hann. „Hún legg ur sig fram um að taka góðar og rétt sýnar ákvarð anir. Hún er vandvirk, hlust ar á ólík sjónarmið og tekur ákvarð anir út frá því.“ Geir segir að það sé vissulega rétt að Hanna Birna hafi ekki reynslu sem þing mað ur en hún þekkir þingið frá annarri hlið, sem starfsmaður þingflokks. „Hún var borgarstjóri og það er mikil reynsla og núna kemur hún að sömu mál ­ um sem ráðherra,“ segir Geir. Leit Að HugSjónuM Ögmundur Jónasson segist ekki viss um hverjar séu pólitískar skoðanir Hönnu Birnu. Þær komi ekki oft fram: „Ég veit ekki hvað Hanna Birna hefur ríkar póli ­ tískar skoðanir,“ segir Ögmundur. „Það getur bæði verið kostur en einnig ókostur. Fréttir af henni sem oddvita stjórnar and ­ stöðunnar í Reykjavík hafa verið fyrst og fremst hvort hún ætli í fram boð eður ei – síður um afstöðu til málefna.“ Katrín Júlíusdóttir er á öndverðum meiði við Ögmund: „Tal um hugsjónaleysi er ekki sanngjarnt,“ segir Katrín. „Þetta er bara það sem oft er sagt um konur því þær vinna öðruvsísi en karlar. En það segir ekkert um pólitíska sýn.“ Þetta þýðir þó alls ekki að Katrín sé hrifin af pólitískum stíl Hönnu Birnu. „Mér finnst samræðupólitík hennar oft vera meira í orði en á borði,“ segir Katrín. „Hún kemur ekki með opinn faðminn gagnvart öðrum.“ tALSMAður FreLSiS Ásdís Halla segir að pólitík Hönnu Birnu sé skýr: „Hún er mikill talsmaður frelsis, vill takmarka álögur og vill ekki blása út kerfið. Hún vann afrek sem borgarstjóri í að auka ekki álögur á erfiðum tímum,“ segir Ásdís Halla. Það er mikil pólitík að baki því sem hún gerir en hún vill beita lýðræðislegum vinnubrögðum og hlusta á alla.“ Geir segir að Hanna Birna hafi ekki verið mikið í því að skrifa ályktanir. „Þess í stað hefur hún komið að hinum praktísku lausn um. Það kemur ekki í veg fyrir að fólk hafi hugsjónir,“ segir Geir. Annað atriði er efi um samstarf varafor­ manns ins Hönnu Birnu og formannsins Bjarna Benediktssonar. „Meint ósætti við Bjarna Benediktsson er mjög ýkt en það er samt ljóst að ekki eru allir sáttir. Þannig verður það að vera,“ segir Ásdís Halla. Hanna Birna Kristjánsdóttir er einn kunnasti stjórnmálamaður landsins og þó kemur hún núna fyrst inn á þing. Og hún fer bent í ráðherrastól – auðvitað. dugnAðArFoRKURinn Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra: 100 ÁhRiFamEStU koNURNaR 2013 TexTi: Gísli KrisTjánsson / Myndir: Geir ólafsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.