Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2013, Blaðsíða 56

Frjáls verslun - 01.04.2013, Blaðsíða 56
56 FRJÁLS VERSLUN 4. 2013 Í byrjun árs komst sprota­fyrirtækið Skema á lista tímaritsins Forbes yfir þau tíu sprotafyrirtæki sem vert væri að fylgjast með árið 2013 og talsverðrar eftirvænt­ ingar hefur orðið vart í íslenska sprotaheiminum vegna þeirra tækifæra sem Skema er talið standa frammi fyrir. Þá hefur kraftur og áræði frumherjans Rakelar Sölvadóttur vakið mikla athygli. Skema sérhæfir sig í kennslu og rannsóknum, með sálfræði, kennslufræði og tölvunarfræði að leiðarljósi. Skema stendur fyrir námskeiðum fyrir ungt fólk í leikjaforritun og hyggst stuðla að því að kennsla í forritun verði í boði í grunn­ og framhalds­ skólum landsins auk þess að rann saka þau áhrif sem kennsla í forritun hefur á ýmsa þætti þroska og námsgetu barna. Segja má að aðferðafræði Skema sé studd af rannsóknum á sviði sálfræði, kennslufræði og tölvunarfræði og hefur það áhuga verða markmið að kenna ungu fólki frá sex ára aldri að forrita. Rakel hefur gert víðreist undanfarið og kynnt drög að viðskiptamódeli sínu á Banda­ ríkjamarkaði undir merkjum reKode Education. Einnig kynnti hún verkefnið fyrir fjárfestum á Seed Forum­ráðstefnunni hér í Reykjavík í apríl síðastliðnum þar sem hún vakti talsverða athygli. Rakel hefur sömuleiðis kynnt viðskiptahugmyndina á ráðstefnum bæði í New York og San Francisco og nú hefur verið tekin ákvörðun um að hefja starfsemi vestanhafs síðar á þessu ári, nánar tiltekið í Red­ mond í Washingtonríki. Viðræður við bandaríska fjárfesta „Við höfum verið í viðræðum við fjárfesta úti í Bandaríkjunum og ég er bjartsýn á að þær fái jákvæða niðurstöðu. Það er því allt útlit fyrir að við tökum inn erlenda fjárfesta og setjum upp höfuðstöðvar í Bandaríkjunum. Þetta er ekki alveg eins og ég hafði hugsað mér en svona er þetta. Eins og er ástatt hér heima núna er einfaldlega ekki hægt að fá erlenda fjárfesta til þess að fjárfesta í félagi á Íslandi. Þess vegna verðum við að setja félagið upp í Bandaríkj­ unum,“ segir Rakel en hún flytur út með fjölskyldu sína 16. ágúst næstkomandi. Einnig er unnið að því að koma upp starfsstöðvum í Kaupmanna höfn og Slóveníu auk þess sem aðilar í Bretlandi eru áhuga samir. Það kom fram hjá Rakel að viðskiptaumhverfið hér á Íslandi er erfitt fyrir sprotafyrirtæki eins og hennar þegar kemur að því að laða að fjárfesta. Fjármagns­ höftin slíta í raun á öll tengsl við erlenda fjárfesta og hefta einnig þá innlendu. „Þá er því ekki að neita að innlendir fjárfestar hafa aðra nálgun og vilja fá mun stærri eignarhlut fyrir minni pening en þeir erlendu. Þar virðist meiri skilningur á starfi frumkvöðlanna,“ sagði Rakel. Skema rekur í dag sjö manna skrifstofu á Íslandi og verður hún starfrækt áfram. Þar starfar fólk sem er meðal annars menntað í tölvunarfræði, marg­ miðlun, sálfræði, viðskiptafræði og með reynslu í menntakerfinu. Skema stendur meðal annars fyrir fjölbreyttum námskeiðum í tölvuleikjaforritun fyrir börn víðsvegar um landið árið um kring auk þess að styðja við skólakerfið í innleiðingu á kennslu í forritun og nýtingu á spjaldtölv­ um í kennslu. Gert er ráð fyrir að skrifstofan hér heima vinni náið með höfustöðvunum í Bandaríkjunum í framtíðinni ef mál æxlast eins og að er stefnt. Og nálgun hennar er til þess að gera einföld. „Hagkerfi framtíðarinnar byggist á tækni, þekkingu og tæknilæsi og því er tölvumenntun barna einn af lykilþáttum árangurs þjóðfé­ laga í átt að menntun í takt við tækniþróun. Við vonumst til að geta lagt okkar lóð á þá vogar­ skál,“ sagði Rakel. TexTi: siGurður Már jónsson / Mynd: Geir ólafsson Rakel Sölvadóttir: „hagkerfi framtíðarinnar byggist á tækni, þekkingu og tæknilæsi.“ skema á lista forbes Rakel Sölvadóttir hefur kynnt viðskiptahugmynd sína á ráðstefnum í New York og San Francisco. Skema flytur höfuðstöðvar sínar til Bandaríkjanna. „Aðferðafræði Skema er studd af rannsókn­ um á sviði sálfræði, kennslufræði og tölvunarfræði og hef­ ur það áhugaverða markmið að kenna ungu fólki frá sex ára aldri að forrita.“ 100 ÁhRiFamEStU koNURNaR 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.