Frjáls verslun - 01.04.2013, Page 81
FRJÁLS VERSLUN 4. 2013 81
100 ÁhRiFamEStU koNURNaR 2013
„Það sem hefur staðið upp úr hjá Mentor
á árinu er BETTsýningin í London sem
opnaði leiðir inn á nýja markaði. Svo
er það ný kynslóð af Mentor sem við
er um gríðarlega stolt af og breytingar
í skólastarfi þar sem spjaldtölvur og
snjallsímar opna endalausa möguleika
fyrir nemendur og kennara.“
Vilborg segir að sex orða ævisagan sé
kúasmali, móðir, skólastarf, nýsköpun,
barátta, tækifæri.
Vilborg segir að Svafa Grönfeldt sé
stjórn andi sem hún líti mikið upp til.
„Hún hefur sterkar skoðanir, kröftuga
framkomu og er eldklár. Hún blés mér í
brjóst eldmóð og trú á sjálfa mig þegar ég
var að stíga mín fyrstu skref sem frum
kvöðull og leiðtogi.“
Vilborg segir að heilræði sitt til ungra
stjórn enda sé að vera með skýra sýn,
horfa á tækifærin en vera um leið jarð
bundinn. „Það þarf að byggja upp menn
ingu sem byggist á trausti og virð ingu.
Einnig þarf að hlusta, miðla og leitast við
að ráða alltaf fólk sem er klárara en maður
sjálfur!“
Vilborg segir að jafnrétti sé nauðsynlegt,
hvort sem um er að ræða laun eða ráðn
ingu í stjórnunarstöður. „Þannig náum við
betri árangri.“
Fyrir utan gjaldeyrishöft, snjóhengjuna,
gjaldmiðilinn og að tryggja fjármagn í
vaxtarfasafyrirtæki segir Vilborg að brýn
ustu verkefni nýrrar ríkisstjórnar séu að
fjárfesta í menntun og móta framtíðarsýn
og stefnu sem geri landið að fyrirmynd
annarra Evrópulanda. „Ísland hefur allt
sem þarf til að verða í fararbroddi er
kem ur að menntun. Vilji og samstaða
eru lykilorðin og þá eru okkur allir vegir
færir.“
vilborg er stjórnarmaður í Samtökum
iðnaðarins, Íslandsstofu og tækniþró-
unarsjóði.
Vilborg Einarsdóttir, framkvæmda-
stjóri Mentors:
vilji og
saMstaða
Ragnheiður
Ríkharðsdóttir,
formaður þingflokks Sjálf
stæðisflokksins.