Frjáls verslun - 01.04.2013, Page 82
82 FRJÁLS VERSLUN 4. 2013
100 ÁhRiFamEStU koNURNaR 2013
Yrsa Sigurðardóttir,
skáld og rithöfundur.
„Hjá Háskólanum á Bifröst koma fyrst upp í
hugann frábærar móttökur við nýrri námsleið,
Háskólagátt, en námið er aðfaranám að
há skólanámi. Við ákváðum að fella niður
skólagjöld í þessu námi til að auðvelda þeim
fjölmörgu sem vilja klára framhaldsnám að
gera það. Hjá Landsvirkjun stendur upp úr
sú umræða sem hefur verið í samfélaginu
um fyrirtækið sem mikilvægan hlekk í sókn
Íslands inn í framtíðina og vaxandi sátt um
fyrirtækið og stefnu þess. Ég er svo nýbyrjuð
í Lífeyrissjóði verslunarmanna að ég á erfitt
með að nefna eitthvað sérstakt sem stendur
upp úr.“
Bryndís segir að sex orða ævisagan sé sveit
in, Kópavogur, lögfræðin, synirnir, Alþingi og
Bifröst.
Hún segir að kynbundið launamisrétti sé
óþolandi mein í samfélaginu og að erfitt
virð ist vera að útrýma því þrátt fyrir reglulega
umræðu um málið áratugum saman. „Ef
kynbundinn launamunur þrífst í fyrirtæki
gæti jafnlaunastefna verið leiðin til að vinna
gegn honum en það má líka gera með
öðrum aðferðum ef vilji er fyrir hendi hjá
stjórnendum fyrirtækisins.“
Hvað með heilræði til ungra stjórnenda?
„Að kynnast sínum eigin styrk og byggja á
honum. Ekki reyna að gera hlutina eins og
aðrir myndu hafa gert þá heldur hafa kjark
til að setja sitt eigið mark á þau verk sem
mað ur tekur að sér. Manni eru allir vegir
færir ef maður hefur sterka kjölfestu. Þá þarf
stjórnandi að geta lesið fólk rétt og lagt mat á
styrkleika og veikleika starfsmanna sinna til
að þeir njóti sín í starfi.“
Bryndís segir að brýnasta verkefni nýrrar
ríkisstjórnar sé að leysa landið út úr gjald
eyris höftum og koma hér á heilbrigðu efna
hags umhverfi.
Bryndís er fráfarandi rektor Háskólans á
Bifröst og stjórnarformaður Lífeyrissjóðs
verslunarmanna og Landsvirkjunar.
að kYnnast sínuM eigin stYrk
Bryndís Hlöðversdóttir, fráfarandi rektor Háskólans á Bifröst:
hildur Dungal, varaformaður stjórnar Nýherja
og stjórnarmaður í Vodafone.
anna Lilja
gunnarsdóttir,
ráðuneytisstjóri
velferðarráðuneytisins.