Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2013, Page 110

Frjáls verslun - 01.04.2013, Page 110
110 FRJÁLS VERSLUN 4. 2013 Ástamál Jolie höfðu verið skraut leg. Eftir stutt hjónaband með leikaranum Johnny Lee Mill er tók hún saman við Billy Bob Thornton, sem þá var trú lofaður leik­ konunni Lauru Dern, og giftu þau sig eftir tveggja mánaða sam band. aNgELiNa JoLiE illa og leikferill hennar byrjar því ekki fyrir alvöru fyrr en um tvítugt. Óskarsverðlaunin fékk hún fyrir leik sinn í Girl Interrupt­ ed (1999). Frægð hennar sem leikkona kemur þó fyrst og fremst með Löru Croft­myndun­ um tveimur upp úr aldamótun­ um og var önnur þeirra tekin að hluta til á Íslandi. Eftir skilnað foreldranna árið 1976 ólust Jolie og bróðir hennar upp hjá móður sinni, sem hafði bundið enda á leikferil sinn og flutt með þau til New York. Jolie hefur alla tíð eftir skilnað foreldranna verið í litlu sambandi við föður sinn og í raun ekkert viljað með hann hafa; hefur meðal annars sagt að ekki sé pláss fyrir tvær drama drottn­ ingar í fjölskyldunni. Þau reyndu að ná sambandi um tíma og lék pabbi hennar á móti henni í annarri Löru Croft­myndinni, en síðan ekki söguna meir. Árið 2002 sendi Jolie beiðni um að breyta nafni sínu í Angelina Jolie og taka út Voight­ættarnafn ið. Síðar það sama ár sagði Voight að dóttir hans glímdi við alvar­ leg geðvandamál. Jolie fór að vinna sem fyrir­ sæta þegar hún var fjórtán ára. Á þeim tíma kom hún fram í nokkrum tónlistarmyndböndum, meðal annars með Meat Loaf og Lenny Kravitz. Þegar hún var sextán ára sneri hún aftur í leik listina. Tímamót urðu á lífsleið hennar þegar hún lék á móti Brad Pitt árið 2005 í Mr. & Mrs. Smith. Myndin fékk engar sérstakar við tökur en það leyndi sér ekki að aðdráttarafl þeirra á milli var sterkt og ástarsenur sérlega inni legar. Þetta þótti saga til næsta bæjar þar sem Brad Pitt var giftur Jennifer Aniston. Upp ­ hófst eitt mesta hneykslismálið í Hollywood sem endaði með því að Pitt sagði skilið við Aniston og flutti til Jolie. Ástamál Jolie höfðu verið skraut leg. Eftir stutt hjónaband með leikaranum Johnny Lee Mill er tók hún saman við Billy Bob Thornton, sem þá var trú­ lofaður leikkonunni Lauru Dern, og giftu þau sig eftir tveggja mánaða samband. Í millitíðinni hafði hún verið í ástarsambandi við aðra leikkonu, Jenny Shi­ mizu, sem sagði að þær hefðu verið saman í mörg ár. Allt frá því Jolie og Pitt tóku saman hefur Angelina Jolie sett leikferil sinn til hliðar og ein beitt sér að allt öðrum málum auk þess að hafa leikstýrt sjálf einni heimildarmynd, A Place in Time, og leiknu kvikmynd­ inni Land of Blood and Honey (2011), sem er ástarsaga ser bnesks hermanns og fanga af bosnískum uppruna. Sem sendihera SÞ hafði Jolie tvisvar heimsótt Bosníu­Hersegóvínu á stríðstímum og vildi að kvik mynd sín vekti athygli á fórnar lömbum stríðsins. Myndin vakti misjafn ar tilfinningar hjá þjóð unum; Bosníu­ fólki þótti hún frábær en Serbum fannst myndin gera sér ógagn. Sendiherrann og mann- úðarverkefnin „Við getum ekki leitt hjá okkur upp lýsingar og útilokað þá stað reynd að milljónir manna líða mikinn skort. Í einlægni sagt vil ég hjálpa því. Ég er ekki öðruvísi en annað fólk. Við vilj um öll jafnrétti og réttlæti og sömu tækifærin í lífinu. Og öll viljum við trúa því að ef við erum í slæmum málum þá sé einhver til sem vill hjálpa okkur.“ Þessi orð lét Angelina Jolie falla þegar hún gerðist mannúðar­ sendiherra Sameinuðu þjóð­ anna 2001. Jolie segist fyrst hafa gert sér grein fyrir miklum vandamálum hluta mannkyns þegar hún lék í Lara Croft: Tomb Raider í Kam­ bódíu. Hún hafi í kjölfarið haft samband við Flóttamannahjálp SÞ og boðið fram aðstoð sína. Fyrsta heimsókn hennar sem mannúðarsendiherra var til Síerra Leóne og Tansaníu og lýsti hún síðar því áfalli sem hún varð fyrir. Næstu mánuði heim sótti hún Kambódíu og af­ ganska flóttamenn í Pakistan og vakti athygli annarra hjálparliða þegar hún vildi ekki undir nein ­ um kringumstæðum búa við önnur kjör en aðrir. Allt frá árinu 2001 hefur Ange­ lina Jolie heimsótt flóttafólk og aðra sem eiga um sárt að binda í þrjátíu löndum. Eftir fórnfúst starf í tíu ár var Jolie hækkuð í tign hjá Sameinuðu þjóðunum og gerð að sérstök­ um mannúðarsendiherra á vegum Antónios Guterres, for stjóra Flóttamannastofnunar Sam ein uðu þjóðanna, og vinnur hún nú meira að langtímaáætl­ unum fyrir samtökin. Háttsettur embættis maður SÞ sagði í við­ tali að titill Jolie væri einstakur og sýndi hversu mikils metin störf hennar á vegum samtak­ anna væru. Þess má geta að í framhaldi af stöðu veitingunni fóru Angelina Jolie og António Guterres sam ­ an og heimsóttu flóttamenn frá tveimur arabaríkjum sem flúið höfðu Líbíu til Möltu og ítölsku eyjarinnar Lampedusa. Meira en fjörutíu þúsund manns hafa freistað þess að komast yfir Miðj arðarhafið frá Líbíu til Lam­ pedusa og fimmtán hundruð týnt lífi á leiðinni. „Þegar ég hugsa um þetta fólk og þessar fjöl skyldur reyni ég að gera mér í hugarlund hvað það er sem rekur fólk af stað, til dæmis móður með börn. Hvernig er líf hennar ef hennar besti kostur er að taka þá áhættu að drukkna eða kafna og um leið að taka þá áhættu að vera vísað á brott! Send aftur út á haf! Fæst getum við ímyndað okkur þvílíkar þján ­ ingar slík kona hefur mátt þola.“ Síðustu ferðir Angelinu Jolie á ófriðarsvæði hafa verið að landamærum Jórdaníu og Sýrlands til þess að hitta stríðs­ hrjáða sýrlenska flóttamenn sem höfðu komist yfir til Jórd ­ a níu. „Ég sá hundruð þúsunda Sýr lendinga sem höfðu flúið bar dagana og voru í örvænting­ arfullri leit að öryggi.“ Jolie hefur fengið fjölda viður ­ kenninga frá ýmsum samtökum fyrir störf sín auk þess sem hún var gerð að heiðursborgara Kam bódíu 2005. Á pólitíska sviðinu hefur Jolie einnig látið að sér kveða í baráttumálum sínum. Hún er reglulegur ræðu­ angelina Jolie innan um hermenn Sameinuðu þjóðanna og flóttabörn í afríku.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.