Frjáls verslun - 01.04.2013, Blaðsíða 111
FRJÁLS VERSLUN 4. 2013 111
maður á flóttamannadeginum í
Washington og hefur verið valin
til að halda ræðu á efnahags
málaþinginu í Davos.
Börnin
Angelina Jolie og Brad Pitt eiga
þrjú börn saman og þrjú eru
ætt leidd. Það var var í mars
2002 sem Jolie ættleiddi fyrsta
barn sitt, Maddox Rchivan,
munaðarlausan sjö mánaða
dreng frá Kambódíu. Látið var
heita að þau Billy Bob Thorn
ton hefðu ættleitt drenginn
sam an, en staðreyndin var að
Thorn ton kom aldrei nálægt
ættleiðingunni og Jolie ættleiddi
dreng inn sem einstæð móðir.
Næst í ættleiðingarröðinni var
Zahara Marley, munaðarleysingi
frá Addis Ababa, sem var sex
mánaða þegar Jolie ættleiddi
hana 2005. Ranglega var því
haldið fram að Zahara væri með
alnæmi og próf sönnuðu það.
Þriðja barnið er síðan þeirra
eigið, dóttirin Shiloh Nouvel,
sem fæddist í maí 2006. Fóru
Jolie og Pitt til Namibíu til að
eignast barnið til að losna við
kastljós fjölmiðla og staðfesti
Pitt að dóttir þeirra fengi nam
i bískan ríkisborgararétt. 2007
var síðan komið að enn einni
ættleiðingunni. Nú varð þriggja
ára drengur, Pax Thien, frá Ho
Chi Minhborg í Víetnam, fyrir
valinu. Jolie ættleiddi barnið
sem einstæð móðir þar sem
stjórnvöld í Víetnam heimila ekki
fólki í óvígðri sambúð að ætt
leiða börn. Það var svo á kvik
myndahátíðinni í Cannes 2008
að Jolie og Pitt tilkynntu að þau
ættu von á tvíburum. Jolie eign
aðist síðan soninn Knox Léon
og dótturina Vivienne Marchelin
12. júlí sama ár.
Rósavín og Cohen -
bræður
Ekki hafa lífsins dásemdir
al veg farið fram hjá Brad Pitt
og Angelinu Jolie þótt mikið
hafi farið fyrir baráttumálum
og mannúðarstörfum. Má geta
þess að þau hafa sett sitt eigið
róasavín á markað. Það var
árið 2008 sem parið leigði sér
og festi síðan kaup á vínekru í
Frakklandi. Nú eru liðin nokkur
ár sem framleiðslan hefur verið
í þróun og er rósavínið nú að
koma á markað. Það heitir í
höf uðið á búgarðinum, Miraval.
Um er að ræða bleikt rósavín,
árgerð 2012, í rómantískri
flösku. Samkvæmt fréttum fer
fram leiðslan fram í samstarfi við
frönsku Perrinfjölskylduna, sem
er þekkt víngerðarfjölskylda.
Hvað varðar kvikmyndir
þá er ekki að vænta neinnar
kvikmynd ar með Angelinu Jolie
í aðalhlutverki fyrr en um mitt
næsta ár þegar ævintýramyndin
Maleficent verður frumsýnd.
Og í fjarlægari framtíð er eitt
verkefni Jolie að leikstýra kvik
myndinni Unbroken sem gerð
verður eftir handriti Joels og
Ethans Coens. Unbroken segir
sanna sögu af flugmanni úr
seinni heimsstyrjöldinni, Louis
Zamperini, sem fór í stríðið
eftir að hafa keppt í hlaupi á
Ólympíuleikunum árið 1936 í
Berlín í Þýskalandi. Hann brot
lenti flugvél sinni í Kyrrahafinu
og kom sér á fleka en var hirtur
af óvinum eftir 47 daga dvöl
ásamt félaga sínum og endaði í
fanga búðum.
brad Pitt og angelina Jolie með börnin sín sex í verslunarleiðangri.
Jolie og Pitt
kynntust
þeg ar þau
léku aðal
hlutverkin í
Mr. & Mrs.
Smith og þótti
engum vafa
undirorpið
að heitt var
í kolun um á
milli þeirra.