Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2013, Page 114

Frjáls verslun - 01.04.2013, Page 114
114 FRJÁLS VERSLUN 4. 2013 Ý msir mælikvarðar benda til að áhætta í fjár mála ­ kerfi nu hafi minnk að á síð ustu mán uðum. Skuld ­ setn ing er enn allt of mik ­ il, bæði hjá heimilum og fyrirtækjum, og vanskil of mikil. En endur skipulagningu skulda heimila og fyrir tækja miðar áfram. Vanskil lækkuðu um þriðj ung á árinu 2012 og við bú umst við áfram hald andi jákvæðri þróun þar.“ Þetta segir Sigríður Benediktsdóttir, fram kvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands, m.a. í ítarlegu við ­ tali við Frjálsa verslun. Svið hennar hjá bank anum rannsakar og greinir áhættur sem raskað gætu stöðugleika íslenska fjár málakerfisins. Það er gert með það að markmiði að koma auga á veikleika sem gætu leitt til alvarlegra áfalla. Þetta er í sam ræmi við eitt meginhlutverka Seðla­ banka Íslands, sem er að stuðla að stöðugu, öruggu og virku fjármálakerfi. „Sviðið hefur aðkomu að þeim málum sem varða fjármálastöðugleika innan bank ans. Því er ég og starfsmenn sviðsins í mikilli samvinnu við aðra starfsmenn bankans. Sviðið sinnir einnig reglubundnu eftirliti með ákveðnum þáttum starfsemi lánastofnana, eins og lausafjár­ og gjald­ eyris jafnaðareftirliti. Auk þess er náið sam starf við Fjármálaeftirlitið í því skyni að stuðla að traustum undirstöðum og heilbrigðu fjármálakerfi.“ Sviðið gefur út rit tvisvar á ári sem inni ­ heldur greiningu sviðsins á fjár mála stöðug ­ leika hérlendis á þeim tíma. „Þá er sér í lagi litið til þess hvort kerfisáhætta sé að aukast eða ekki og hvort viðnámsþróttur fjár málakerfisins sé viðunandi. Ritinu er ætlað að stuðla að upplýstri umræðu um stöðugleika fjármálakerfisins, þ.e. um styrk þess og veikleika og áhættu sem því kann að vera búin.“ ALÞjóðLegt FyrirkOMuLAg að einhver hafi fjármálastöðugleika á sínu verksviði, er það þekkt skipulag hjá seðla - bönkum? „Flestum seðlabönkum í þróuðum löndum er gert að stuðla að fjármálastöðugleika, auk hins betur þekkta markmiðs að stuðla að verðstöðugleika. Þetta fyrirkomulag er því alþjóðlegt og það er þó nokkurt samstarf á milli landa um hvernig best sé að stuðla að fjármálastöðugleika. Sér ­ staklega er samstarfið náið við Norður ­ lönd in. Ég hef meðal annars heimsótt bæði finnska og danska seðlabankann í því augna miði að læra hvernig þeir uppfylla þetta hlutverk sitt.“ Í síðasta Fjármálastöðugleika kemur fram að margt hafi áunnist að undanförnu. Samt eru vondu fréttirnar enn fyrirferðarmiklar og kunnuglegar; skuldsetning heimila og fyrirtækja enn mjög mikil, rekstrarum- hverfi bankanna óvisst, staða Íbúða lána- sjóðs er erfið, óleyst er staða innláns- stofnana í slitameðferð, stærð kvikra og ókvikra krónueigna er enn gríðarleg og endurfjármögnunaráhætta þjóðarbúsins er mikil. manni liggur við að spyrja, frá sjónarhóli fjármálastöðugleika, hvað er í lagi á Íslandi? „Meginniðurstaða er að ýmsir mælikvarðar benda til að áhætta í fjármálakerfinu hafi minnkað á síðustu mánuðum. Skuldsetning er, eins og þú bendir á, enn allt of mikil bæði hjá heimilum og fyrirtækjum og van skil of mikil, en endurskipulagningu skulda heimila og fyrirtækja miðar áfram. Vanskil minnkuðu um þriðjung á árinu 2012 og við búumst við áframhaldandi SigRÍðUR bENEDiktSDóttiR kerfisáhættan hefur minnkað á íslenskum fjármálamarkaði. Sjóhengjan er ekki réttnefni. Meiri viðspyrna bankanna. Skuldsetning heimila og fyrirtækja enn of mikil. Staða Íbúðalánasjóðs. uppgjör innlánsstofnana í slitameðferð. Losun fjármagnshafta í skrefum. endurfjármögnunaráhættan. Stjórnmálaleg áhætta. Fara ekki með fé úr landi á hvaða gengi sem er. eigendur kvikra króna hafa margir ekki tekið þátt í útboðum Seðlabankans. Landsbankabréfið. Lítill afgangur af viðskiptum við útlönd. ríkissjóður fjármagnaður með á að giska 25% af aflands - krónum. Álagspróf Seðlabanka og FMe. Bólumyndun á hlutabréfa - markaði? Íslenska ríkið með svipað lánstraut og það bandaríska. „Þeim mun betur sem staðið verður að losun fjármagns­ haft anna þeim mun minni líkur eru á því að þessir fjárfestar dragi fjármuni sína frá Íslandi í einum grænum.“ Hér kemur ítarlegt viðtal Sigurðar Más jóns sonar við Sigríði Bene diktsdóttur, fram kvæmdastjóra fjármála stöðugleika hjá Seðla banka Íslands. Þau koma víða við.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.