Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2013, Blaðsíða 115

Frjáls verslun - 01.04.2013, Blaðsíða 115
FRJÁLS VERSLUN 4. 2013 115 jákvæðri þróun þar. Viðnámsþróttur bankanna hefur aukist, auk þess sem efnahagsbatinn er viðvarandi, þótt hægt hafi nokkuð á honum á síðustu mánuðum. Við bendum hins vegar ávallt á áhættur, enda er það okkar hlutverk að benda á mögulegar áhættur. Þetta er sér í lagi mikilvægt ef það er mögulegt að grípa til ráðstafana til að minnka líkurnar á að áhætturnar verði að raunveruleika. Við bendum sérstaklega á að helstu áhættu ­ þættirnir fyrir fjármálakerfið um þessar mundir séu uppgjör innlánsstofnana í slita ­ meðferð, fjármagnshöftin og losun þeirra, endurfjármögnunaráhætta, staða Íbúða ­ lánasjóðs og stjórnmálaleg áhætta. Það er mikilvægt fyrir fjármálastöðugleika nú og í framtíðinni að pólitískar ákvarðanir sem varða fjármálakerfið og losun hafta séu vel ígrundaðar.“ SkuLdALækkAnir gætu HAFt neikvæð ÁHriF hverjar metur þú líkurnar á því að Lands- bankinn, orkuveitan og aðrir stórir skuld- arar í erlendri mynt nái að endur fjármagna sig þannig að þrýstingur á krónuna verði ekki mjög mikill á næstu árum? „Það er mjög erfitt að meta slíkt, en hins vegar aukast líkurnar með minnk andi skuld setningu skuldara, bættu lánshæfis­ mati ríkisins og bættu efnahags umhverfi innanlands og utan. Það skiptir jafnframt máli hvernig við vinnum úr þeim málum sem nefnd voru hér að ofan, það er hvernig fjármagnshöftin verða losuð og þar með talið hvernig lausn verður fundin á kvikkrónuvandanum og hvernig uppgjöri innlánsstofnana vindur áfram. Hvernig þau mál þróast getur bæði haft verulega neikvæð áhrif á möguleika innlendra aðila á að fjármagna sig erlendis, en jafnframt jákvæða ef vel tekst til.“ hver er þáttur Seðlabankans í endurfjármögnun þessara aðila? hversu vel þekkið þið stöðu mála? „Við fylgjumst vel með framvindu mála og fáum reglulega upplýsingar frá innlendum aðilum sem skulda fjármuni erlendis.“ Nú hefur ný ríkisstjórn í hyggju að lækka verðtryggðar skuldir heimilanna, í framhaldi af samningum við kröfuhafa gömlu bankanna, eða til að byrja með með stofnun leiðréttingarsjóðs. hvernig hljóma þessar hugmyndir út frá fjármálastöðugleika? Er einhver vandi að koma þessu í verk? „Það er ómögulegt að segja fyrir um áhrifin á fjármálastöðugleika miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir. Núna, þegar þessu er svarað, hefur tillagan ekki verið útfærð. Skuldalækkanir gætu haft neikvæð áhrif á fjármálastöðugleika, en einnig jákvæð. Því tel ég mikilvægt að tillögurnar verði greindar út frá meðal annars áhrifum á heimili, ríkissjóð, efnahagslífið og fjármálastöðugleika.“ menn hafa höggvið eftir því að ekkert er fjallað um Íbúðalánasjóð í nýjum stjórnarsáttmála. hvernig metur þú áhættu þjóðarbúsins vegna rekstrarvanda Íbúðalánasjóðs og hvernig er hægt að leysa hana? Er það forgangsverkefni? „Nýr félagsmálaráðherra hefur þegar sagt að þetta sé forgangsverkefni, sem er gott. Áhætta ríkissjóðs er þónokkur, enda hefur ríkissjóður þegar þurft að leggja sjóðnum til verulega fjármuni eða 46 milljarða króna sem nemur meiru en 5% af öllum útlánum sjóðsins.“ „kvikAr“ krónueignir kAnnSki ekki SvO kvikAr! Nafnið á snjóhengjunni gæti verið til að skapa ótta; hversu mikið vandamál er þessi sjóhengja fyrir fjármálastöðugleika á Íslandi? „Ég tel að snjóhengja sé ekki réttnefni, sér í lagi þegar litið er til þess sem aðilar hafa viljað setja undir þessa „skilgreiningu“. Kvikar krónueignir erlendra aðila, sem eru nú rúmir 360 milljarðar króna, hafa viðurnefnið „kvikar“ þar sem án fjármagnshaftanna gætu þeir erlendu aðilar sem eiga þessar eignir auðveldlega selt þær, keypt gjaldeyri og flutt fjármunina úr landi. Áhrifin á krónuna gætu því orðið veruleg. Hins vegar er krónueign gömlu föllnu bankanna oft bætt við þetta en hún nemur um 450 milljörðum króna. Það er tvennt sem má segja um þetta. Í fyrsta lagi er ekki lengur ljóst að erlend­ um eigendum kviku krónueignanna sé mikið í mun að komast með fjármuni sína úr landi, að minnsta kosti hafa þeir ekki áhuga á að fara með fjármunina úr landi á hvaða gengi sem er. Þeim hefur staðið til boða að taka þátt í gjaldeyris út boðum Seðlabankans núna í nokkurn tíma og þrátt fyrir að geta fengið evru fyrir 210 krónur hafa margir þeirra ekki tekið þátt í útboðunum. Því er nokkuð líklegt að þessar krónur séu ekki eins „kvikar“ og talið var áður. Í öðru lagi, varðandi það að bæta við krónueignum gömlu bankana, þá eru nú einungis 85 milljarðar króna lausir af þessari 450 milljarða krónueign þeirra. „Snjóhengjan“, ef kalla á þetta það, er því nokkru minni en almennt er talað um. Hún ógnar þó enn fjármálastöðugleika ef fjármagnshöft yrðu losuð að öðru óbreyttu.“ Snjóhengjan snerist fyrst um svonefnd jöklabréf en síðan um aflandskrónur fastar inni á Íslandi. hversu há fjárhæð er þetta að mati Seðlabankans og hversu stór hluti af landsframleiðslunni? „Eins og ég sagði áður er erfitt að meta nákvæmlega hvað tilheyrir „snjó hengj­ unni“ en núna er það að hámarki 450 mill­ jarðar króna, sem eru um 25% af VLF. Þá eru taldar með kvikar krónueignir erlendra aðila auk lausrar krónueignar gömlu bank­ anna.“ „Staðan á alþjóð­ leg um mörkuðum myndi eflaust gera haftalaust Ísland að góðum fjár fest ­ ingakosti. Hins vegar hefur staðan á alþjóðlegum mörk ­ uðum einnig minnk ­ að möguleika inn ­ lendra aðila á að endur fjármagna sig – sem virkar í hina áttina.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.