Frjáls verslun - 01.04.2013, Page 136
136 FRJÁLS VERSLUN 4. 2013
www.stjörnur.is
kjörinn samskiptavettvangur
fyrirtækja og viðskiptavina
úlía Skagfjörð Sigurðar
dótt ir er verkefnastjóri yfi r
vefsíðunni Stjörnur.is og
hvetur hún forsvarsmenn fyrir
tækja eindregið til að nýta sér
þennan vettvang til að eiga sam
skipti við viðskiptavini sína.
„Stjörnur.is er eini vefur
sinn ar tegundar á Íslandi og
með honum er ætlunin að
skapa virkt neytendasamfélag.
Fólk tengist vefnum í gegnum
Face book og skrifar undir
með nafni þannig að þetta er
frá bær vettvangur til að eiga
sam skipti við viðskiptavini
sína. Nú er einnig hægt að
hala vefsíðunni niður sem
snjall símaforriti í gegnum
snjall síma eða spjaldtölvu en
for ritið aðstoðar notendur
við að finna þjónustuaðila í
ná grenni við þá með gpsstað
setn ingartækni. Það er hægt
að leita að þjónustuaðilum
eftir staðsetningu, stjörnugjöf
eða fjarlægð. Þá ber að nefna
aðra nýjung hjá okkur, Já
360 sem verður samþætt við
kortavefi Já.is, en þetta eru
þrí víddarmyndir frá Íslandi
að fyrirmynd Google Street
View. Þessa tækni mun um við
samnýta með ferða manna síð
unni okkar og birta þar mynd ir
af vinsælum ferða manna stöð
um.“
hvaða árangur ertu ánægðust
með innan fyrirtækis þíns að
undanförnu?
„Ánægðust er ég með opnun
nýja Já.isvefjarins okkar sem
er stórglæsilegur vefur sem
býður upp á gríðarlega marga
möguleika fyrir fyrirtæki og
þjón ustuaðila á Íslandi. Jafn
framt erum við nýbúin að
gefa út Símaskrána, sem er
til einkuð sjálfboðaliðum Slysa
varnafélagsins Landsbjargar
og þeirra góða starfi. Lands
mönnum gafst tækifæri til að
þakka sjálfboðaliðunum fyrir
vel unnin störf með því að
senda kveðjur og reynslusögur
af því hvernig sjálfboðaliðar
hafa komið þeim til hjálpar.
Viðtökurnar hafa verið vonum
framar.“
hvernig metur þú væntingarnar
í atvinnulífinu eftir kosningar?
„Væntingarnar eru auðvitað
miklar, ný ríkisstjórn kem ur
með nýjar áherslur í atvinnu
málum sem vonandi ná að
stuðla að frekari uppbyggingu
at vinnulífsins. Lækka þarf
skatta og álögur á fyrirtæki
og gefa þeim svigrúm til þess
að fjárfesta, því þannig vaxa
þau og dafna. Nú er bara að
sjá hvort ný ríkisstjórn nær að
koma stefnumálum sínum í
verk.“
Júlía Skagfjörð Sigurðar dótt ir er verkefnastjóri.
texti maría ólafsdóttir / mynd: geir ólafsson
Nafn: Júlía Skagfjörð Sigurðardóttir
aldur: 26 ára
menntun: Er að leggja loka hönd
á meistararitgerð í markaðs fræði
við hÍ og er með bS í viðskipta-
fræði úr hÍ
hjúskaparstaða: Einhleyp
tómstundir: myndlist,
menninga r viðburðir og góðir vinir
Sumarfríið 2013: ævintýrast um
Ísland og njóta lífsins
Stjórn fyrirtækisins: katrín olga
Jóhannesdóttir stjórnarformaður,
baldur már helgason meðstjórn-
andi og kjartan Örn ólafsson
meðstjórnandi
Á vefsíðunni www.stjörnur.is geta neytendur sett inn umsagnir um íslensk
fyrirtæki. Vefurinn er í eigu og umsjón Já en honum er nú hægt að hala niður
sem snjallsímaforriti.
J