Frjáls verslun - 01.04.2013, Síða 137
FRJÁLS VERSLUN 4. 2013 137
RB Rúm
Smíðað frá grunni í 70 ár
Fyrirtækið RB Rúm var stofnað árið 1943 í Hafnarfirði og fagnar því 70
ára starfsafmæli um þessar mundir. Á þeim tíma sem fyrirtækið var stofnað
voru höft í landinu á mörgum vörum og sumt alls ekki hægt að fá en frá upphafi
hafa rúmin frá RB Rúm verið smíðuð hérlendis.
Þetta var enginn dans á rósum til að byrja með og agalegt stríð bara að fá hráefni til
að geta gert eitthvað. Til að
byrja með var fyrirtækið bólstr
unarfyrirtæki sem gerði við
og bjó til húsgögn en síðan fór
pabbi til Danmerkur þar sem
hann lærði að búa til spring
dýnur. Hann var fyrstur til að
koma með slíkt á markað hér
en þangað til hafði fólk sofið á
svamp og hálmdýnum eins og
tíðkuðust í gamla daga. Hann
hélt því fram að þetta væru
dýnur sem myndu endast og
það hefur verið raunin,“ segir
Birna Katrín Ragnarsdóttir sem
í dag rekur fjölskyldufyrirtækið
sem faðir hennar, Ragnar
Björnsson, stofnaði.
„Ég var alla tíð mikið í kring
um pabba og man varla eftir
mér öðruvísi en á verkstæðinu.
Ég byrjaði á kústinum og
hef nú verið hér í föstu starfi
frá 1981. Skemmtilegast við
starfi ð er hvað maður kynnist
mörgum en við eigum tryggan
og góðan kúnnahóp, bæði
meðal hótela og gistiheimila
svo og einstaklinga. Það er
sérlega gaman þegar hingað
koma tveir eða fleiri ættliðir
saman að heyra ömmu og afa
segja þeim yngri að þau hafi
alla tíð átt rúm frá okkur.“
Öll rúm og springdýnur frá
fyri rtækinu eru smíðuð frá
grunni í verksmiðju þess og
getur fólk sérpantað rúm í
þeirri stærð, lengd eða breidd
sem það vantar. Þá bjóða RB
Rúm eitt fyrirtækja hérlendis
þá þjónustu að breyta og
laga dýnurnar en einnig má
endur nýta gamlar og slitnar
dýnur frá R.B. Rúmum.
Fyrir tækið framleiðir fimm
tegundir springdýna, þar á
meðal sæludýnur, en þær eru
hannaðar með liðamótum
þannig að þær má sveigja
og beygja. Er fyrirtækið eitt
fárra fyrirtækja í heiminum
sem framleiða slíkar dýnur og
hlaut alþjóðleg verðlaun fyrir
framleiðsluna, Quality Crown
Awards, í London árið 2010.
Verður afmælisárinu fagnað
með sérstökum hætti?
„Við tókum þátt í Hönnunar
Mars í Hörpu sem tókst vel.
Síðan er ég að fá inn nýjar
vörur, handklæði og sængurföt
frá Esprit, ég reyni að hafa
lang mest af því sem ég sel
íslenska framleiðslu en hef í og
með að utan það sem ekki er
framleitt hér. Síðan hlökkum
við bara til að eldast vel og
framleiða góða vöru eins og
við erum búin að gera síðustu
sjötíu árin.“
hvernig metur þú væntingarnar
í atvinnulífinu eftir kosningar?
„Ég horfi bjartsýn fram á veg
inn varðandi skattamálin enda
man ég varla eftir því að skatt
píningin hafi verið önnur eins
og síðastliðin fjögur ár.“
birna katrín Ragnarsdóttir: „Skemmtilegast við starfið er hvað maður kynnist mörgum.“
texti maría ólafsdóttir / mynd: geir ólafsson
Nafn: birna katrín Ragnarsdóttir
aldur: 51
menntun: húsgagnabólstrun og
verslunarpróf
hjúskaparstaða: gift birni
hilmarssyni
tómstundir: Ferðalög, útivera og
vera með fjölskyldunni
Sumarfríið 2013: Fór með
fjölskylduna til systur minnar á
Flórída um páskana
Stjórn fyrirtækisins: birna katrín
Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri,
helga þóra Ragnarsdóttir
stjórnar maður, ólafía helgadóttir
stjórnarformaðu