Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2013, Page 149

Frjáls verslun - 01.04.2013, Page 149
FRJÁLS VERSLUN 4. 2013 149 nýsköpun ein af grunnforsendum langtímahagvaxtar Auðvitað höfum við eins og aðrir fundið fyrir stöðnun í efnahags lífi nu undanfarin miss eri og þurft að takast á við erfið verk efni sem tengjast hruninu og samdrætti í kjöl farið. Það er samt sem áður enginn bilbugur á okkur og við sjáum fyrir okkur mörg tækifæri til að auka og bæta þjónustuna við okkar viðskiptavini,“ segir Auður Þóris dóttir, sviðsstjóri endur skoðunar sviðs. hvað hefur verið efst á baugi innan þíns fyrirtækis að undanförnu? „Það er glíman endalausa við að auka skilvirkni í okkar vinnu og þjóna viðskiptavinum okkar með sem hagkvæmustum hætti án þess að það komi niður á gæðum vinnunnar. Við erum í mjög góðu samstarfi við kollega okkar innan KPMG Global, en þar hefur verið unnið markvisst að því að búa til lausnir sem miða að því að auka skilvirkni í vinnubrögðum. Við höfum einn ig verið að búa okkur undir að mæta þörfum atvinnulífsins fyrir annars konar vottun en vott un fjárhagsupplýsinga. Þessi vottun getur til dæmis snúið að því að votta með ýms um hætti samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Stjórnendur fyrirtækja eru í auknum mæli að átta sig á mikilvægi sam ­ fé lagslegrar ábyrgðar, sem er hluti af góðum viðskipta hátt ­ um, þó svo að heilt á litið séu fyrirtæki hér á landi sennilega kom in aðeins skemmra á veg en sums staðar annars staðar. Í sumum nágrannalöndum okkar er þessi vottun orðin mikil vægur þáttur í starfsemi KPMG og ég hef trú á því að þróunin geti orðið sambærileg hér á landi.“ hvaða árangur ertu ánægðust með innan fyrirtækis þíns að undanförnu? „Mig langar að byrja að nefna vinnu okkar að bættum stjórnar háttum en ég held að megi segja að þar höfum við tekið ákveðna forystu. Við höf um í því skyni undanfarin miss eri unnið með félögum og stjórnum þeirra með marg ­ víslegum hætti og sem lið í því gáfum við út Handbók stjórn ar manna og nú stendur fyrir dyrum endurútgáfa á þeirri góðu bók en hún kemur út í haust. Handbókin hefur fengið afskaplega góðar við tök ­ ur enda stjórnarfólk almennt meðvitað um þá miklu ábyrgð sem fylgir stjórnarsetu í fyrir ­ tækjum og mikilvægi þess að vera vel í stakk búið til að takast á við þau verkefni sem henni fylgja. Það er líka alllangt síðan við gerðum okkur grein fyrir mikilvægi þess að auka fjölbreytni í stjórnum fyrirtækja og höfum í því skyni staðið fyrir ýmsum viðburðum til að hvetja konur áfram á þeim vettvangi. Það hefur glatt mig mjög að fylgjast með hvernig stjórnarþátttaka kvenna hef ur þróast og hversu stór hópur kvenna þetta er sem hefur tekið sæti í stjórnum stærstu félaganna. Þetta er mun fjölmennari hópur en ég hafði reiknað með og ljóst að það er enginn hörgull á hæfi ­ leikaríkum konum til að taka að sér setu í stjórnum fyrir ­ tækj anna. Einnig langar mig að nefna samstarfssamning okkar við Innovit um frumkvöðlasamkeppni en þetta er fjórða árið sem KPMG er einn af stuðnings aðil ­ um keppninnar. Við lítum á þátt töku okkar sem sam ­ félags legt verkefni en okkur er ljóst að nýsköpun er ein af grunnforsendum lang tíma hag ­ vaxtar í landinu.“ hvernig metur þú væntingarnar í atvinnulífinu eftir kosningar? „Ég held að væntingarnar séu hóflegar og flestir geri sér grein fyrir þeim flóknu úrlausn arefnum sem ný ríkis­ stjórn stendur frammi fyrir. Það eru væntanlega flestir sam mála um að það væri gott fyrir atvinnulífið ef breiðari samstaða næðist á vettvangi Alþingis um stærstu málin en hefur verið undanfarin miss eri. Stærsta áskorunin felst að mínu viti í því að losa um gjald ­ eyris höftin, sem hlýtur að vera lykil atriði til árangurs í aukinni verð mætasköpun og bættum lífs kjörum.“ hvernig er staðan í þínu fyrir tæki varðandi lögin um kynjahlutföll í stjórninni sem taka gild 1. september nk.? „Staðan hjá okkur er þannig að fimm manna stjórn er mönn uð þremur konum og tveim ur körlum þannig að við erum vel sett hvað það varðar. Ég tel að rökrétt framhald af jöfnun kynjahlutfalls í stjórnum sé jöfnun kynjahlutfalls í stjórnunar stöðum innan fyrir tækjanna, vonandi mun jöfn un kynjahlutfalls í stjórn ­ um stuðla að því. Hjá okkur starfa 33 eigendur sem allir eiga jafnan hlut í fyrirtækinu. Kynja hlutfallið í hópnum er þannig að konur eru 11 af 33 eigendum eða 33%. Endurskoð ­ endastéttin var til skamms tíma karla stétt en hlutfallið hefur verið að jafnast jafnt og þétt og hlutfall karla og kvenna í heild meðal starfsfólks er nokk urn veginn jafnt. Við höfum náð töluvert betri árangri í jöfnun kynjahlutfalls í stjórnunar stöð ­ um en önnur félög í sambæri ­ legum rekstri og er ég mjög stolt af því.“ Er fyrirtæki þitt með sérstaka formlega jafnlaunastefnu? „KPMG hefur um langt árabil verið með opinbera jafnréttis stefnu og lagt mikið upp úr því að karlar jafnt og konur eigi sömu mögu leika til starfsþróunar innan félagsins og séu með sam bærileg laun. Þegar VR kynnti jafnlauna vottun ákváðu stjórn endur KPMG að sækja um þegar í stað og erum við nú í hópi fyrstu fyrirtækja á Íslandi sem státa af slíkri vottun. Hún er staðfesting á því að félagið ætlar sér að viðhalda jöfnum launum og beita kerfis­ bundnum aðferðum við að greina og viðhalda jafn ­ r éttinu.“ texti maría ólafsdóttir / mynd: geir ólafsson Nafn: auður ósk þórisdóttir aldur: 51 árs menntun: Viðskiptafræðingur og löggiltur endurskoðandi hjúskaparstaða: gift Eyjólfi Jónssyni tómstundir: aðallega golf Sumarfríið 2013: Verður væntanlega notað til spila golf á ýmsum golfvöllum á Íslandi Stjórn fyrirtækisins: margret Flóv enz, formaður, anna þórðar- dóttir, benedikt magnússon, helga harðardóttir og Símon gunn ars son KPMG hefur unnið ötullega að bættum stjórnarháttum og hvatt konur til stjórnarsetu hjá fyrirtækjum landsins.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.