Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 7

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 7
SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR Læknisfræðileg þekking varðandi snemmskoðun þungaðra kvenna og nokkur áhersluatriði Jóhann Ág. Sigurðsson Höfundur er prófessor í heimilislækningum. Hér eru tekin saman veigamikil áhersluatriði varð- andi snemmskoðanir í meðgöngu (ómskoðun í 11. til 14. viku). Heimildir og frekari útskýringar má finna í einstökum greinum í þessu blaði. • Árangur kembileitar að aukinni hnakkaþykkt á fóstrum er óljós. Samkvæmt Cochrane gagna- bankanum árið 2000 er enn sem komið er ekki til nein rannsókn byggð á slembiúrtaki og viðmiðun- arhópi (Randomized Controlled Trial) á þessu sviði. • Ekki er enn vísindalega sannað að kerfisbundin fósturómskoðun minnki dánartíðni nýfæddra barna þar með talið barna með hjartagalla (ef tillit er tekið til dánartíðni í kjölfar eyðingar fóstra með fósturgalla), enda þótt einstaka rannsóknir bendi í þessa átt (samkvæmt breska staðlinum frá Natio- nal Coordinating Centre for Health Technology Assessment árið 2000). • Snemmskoðun í 11. til 14. viku þungunar mun ekki koma í staðinn fyrir ómskoðun í 19. viku þungunar. Best er til dæmis að greina hugsanlega hjartagalla í 18. til 20. viku meðgöngu. Vandséð er að leit að líkamlegum göllum svo sem hjartagöll- um séu fullnægjandi rök fyrir nauðsyn snemm- skoðunar. • Aðferðin (prófið) við kerfisbundna kembileit að Downs heilkennum hefur mest 85-90% næmi (sensitivity) og 94-95% sértæki (specificity). Þetta þýðir að fölsk jákvæð svör verða 5-6%. Miðað við 4200 fæðingar hér á landi á ári, lenda um 210-250 konur í óvissu, nær allar vegna falsk jákvæðra svara. Þetta þýðir um 40 pör fá fölsk jákvæð svör til þess að hægt sé að fyrirbyggja fæðingu eins barns með Downs heilkenni. • Næmi kembileitarprófsins segir okkur að við munum ekki finna öll fóstur með Downs heil- kenni með þeirri aðferð. Hugsanlega verður álag- ið og ásakanir á heilbrigðiskerfið nteiri en ella þegar barn með Downs heilkenni fæðist þrátt fyrir að kembileitin hafi sýnt „eðlilegt" barn. • Áhættan við frekari greiningu í kjölfar snemm- skoðunar (ástunga, einkum fylgjusýnistaka) þýðir tölulega séð, að við missum eitt heilbrigt fóstur í meðgöngu, sem óskað var eftir, fyrir hver tvö fóst- ur sem finnast með Downs heilkenni (sem hugs- anlega verður eytt). • Kembileit með snemmskoðun fyrir áhættuþung- anir (konur 35 ára og eldri og aðrar ástæður) er án efa betri kostur en þær aðferðir sem fyrir eru í dag fyrir áhættuþunganir. Miðað við núverandi grein- ingaraðferðir hjá þessum konum (með ástungum), deyr tölulega séð að minnsta kosli eitt heilbrigt fóstur fyrir hvert fóstur sem uppgötvast með Downs heilkenni. • Kembileit sem miðar við aldur konu og ástungu- próf til greiningar á litningagöllum varð ekki sið- fræðilega umdeild innan heilbrigðiskerfisins hér á landi þar til ný tækni (snemmskoðun) kom til sög- unnar. Færð eru rök fyrir því að nú sé tækifæri til að endurmeta fyrirbærið „fósturgreiningu“ upp á nýtt og láta það mat síðan ráða tækniþróuninni. Þverfagleg og þjóðfélagsleg umræða er liður í slíku mati. • Meðallífslíkur einstaklinga með Downs heilkenni hafa breyst frá því að vera níu ár árið 1910 í 55 ár árið 1995 (Columbia Electronic Encyclopedia, Columbia University Press, 2000). • Kembileitin og greiningaraðferðin, sem fylgir í kjölfarið og eru hér til umræðu, standast að margra mati ekki almennt viðurkenndar kröfur um skimun (screening criteria). Svo virðist þó sem faglegur ágreiningur ríki um það hvernig túlka beri skilmerkin. Ágreiningur er unt það hvort for- svaranlegt sé (lege artis) að opinbert heilbrigðis- kerfi bjóði frísku fólki án sérstakrar áhættu í lækn- isfræðileg próf sem geti leitt til dauða heilbrigðs ófædds barns og að langalgengasta „meðferðin“ sé eyðing á fóstri. • Tæknin sem hér er til umræðu er ný og verið er að meta gæði snemmskoðunar víða um heim. Ekkert land hefur enn tekið upp kerfisbundna kembileit af þessu tagi á landsvísu fyrir allar þungaðar konur (mass screening strategy). • Hafa ber í huga að það er mikill munur á því hvort öllum konum er boðið í þetta próf að frumkvæði heilbrigðisþjónustunnar (mass screening) eða hvort konan óskar eftir því að eigin frumkvœði og fer þá í það á eigin ábyrgð. • Tæknilega hliðin á þessari leitaraðferð er vel þekkt, en ekki er vitað hvort aðferðin bæti lýð- heilsu, það er hvort hún skapi meiri lífsgæði og gagn en þann skaða sem getur hlotist af aðferð- inni. Það þarf fjölmargar rannsóknir til þess að svara þeirri spurningu, þar sem beitt er mismun- andi nálgun á viðfangsefninu. • Víða um heim er verið að gera umfangsmiklar Læknablaðið 2001/87/Fylgirit 42 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.