Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 52

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 52
SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR fræðslu og reiðubúnari til að spyrja og rökræða heldur en ungar frumbyrjur með takmarkaðan lífsþroska, sem ef til vill standa í þeirri meiningu, að lífið eigi að vera skemmtilegt. Óafvitandi beitum við foreldrana þrýstingi, þegar við erum sjálf vel sátt við rútínuna okkar og umfram allt, ef við erum mjög trúuð á hana. Aliavega hafa rannsóknir sýnt, að stuðningur stofnunar og heilbrigðisstarfsmanns við alfafetóprótínpróftöku ræður mestu um samþykki kvennanna (1). Ég hygg, að konur upplifi þrýsting víðar að en frá okkur. Hóprýstingurinn er afar sterkur. „Hvers vegna á ég að skera mig úr?,“ er eðlilegt að spyrja sjálfan sig. Hvað um þrýsting eigin- manns og ættingja? Og hvað um þrýsting þjóðfélags- ins, heilbrigðisyfirvalda og heilsuhagfræðinga, sem hafa á reiðum höndum svör við því í krónum og aur- um, hversu mikil byrði uppvaxandi, fatlaður einstak- lingur kann að verða almannasjóðum? Pjóðfélag tæknihyggjunnar hefur búið til óseðj- andi þörf fyrir fullvissu um öryggi og að öll áform standist og raunar lagt konum þá skyldu á herðar að fæða einungis í heiminn heilbrigð börn (2). Þessi snemmskimun er hið ljósasta dæmi um læknisfræði- lega súrsun (medicalization), þar sem við gerum eðli- legt ferli að læknisfræðilegu viðfangsefni og þar af leiðandi verður það hugsanlega sjúklegt í hugum fólks. Rannsóknir hafa leitt í ljós, að margar verðandi mæður þora ekki að sleppa því tækifæri, sem þeim býðst til fósturskimunar, ef eitthvað skyldi nú finnast (3). Þetta hefur verið kölluð hin fyrirséða ákvörðun- ariðrun (anticipated decision regret). Umræddar mæður virtust þegar hafa tekið ákvörðun af áhyggju- sökum, áður en upplýsing og fræðsla vegna valsins hófst. Þær voru með öðrum orðum hræddar við að upplifa sektarkennd eftir á, ef þær nú skyldu ala fatl- að barn. Hér hefur rannsóknatæknin sem sagt brotið bæði almenning og heilbrigðisstarfsfólk undir vald sitt, og þess vegna skiptir fræðsla okkar til foreldr- anna sáralitlu máli fyrir ákvörðun þeirra. Og þess vegna munu andmælendur fyrirhugaðrar skimunar harla lítið trufla sigurgöngu hnakkaþykktarmælinga. Nánast allar konur munu nýta sér þessa þjónustu, algjörlega óháð þessu siðferðiskvaki okkar. Ábyrgð heilbrigðisstarfsfólks Ég veit ekki hvort allur þorri heilbrigðisstarfsfólks hefur gert sér grein fyrir því, að hér er um nokkuð sérstaka tegund „heilsuverndar" að ræða. Fóstur- skimun eftir erfðagöllum á fyrsta þriðjungi með- göngu miðast nefnilega ekki við að að vernda líf; hvorki móður eða barns. Sú hópskimun, sem er til unirœðu, miðar ekki að því að stuðla að neins konar lœkningu heldur einvörðungu að eyða lífi. Væntan- lega í þeim tilgangi að losa verðandi foreldra og að- standendur við þá þjáningu og erfiðleika, sem fylgir því að eignast fatlað barn, og fyrst heilsuhagfræðing- ar eru til kallaðir, þá hlýtur tilgangurinn einnig að vera sá að losa almannasjóði við byrðar á komandi árum. Um þetta má sá, sem ekki hefur reynt sjálfur, auðvitað tala digurbarkalega og fordæma. Ég treysti mér hins vegar ekki til þess. Ég hef fullan skilning á erfiðleikum, vonbrigðum, ósigrum og beiskju for- eldra fatlaðra barna. Ég leyfi mér hins vegar að draga í efa, að foreldrar barna með Downs heilkenni lifi svo ýkja bölvuðu lífi. Ég held, að þeir eigi oft erfitt, en gleðistundirnar eru áreiðanlega einnig margar og hugsanlega sætari en ella, vegna þess að þeir hafa líka fengið að kynnast erfiðleikunum. Það að sigrast á erfiðleikum gerir okkur að mönnum. Ég dreg líka í efa, að líf þeirra, sem hafa þrístæðu 21, sé það ömur- legt, að þeirra vegna geti það réttlætt fóstureyðingu. Mig grunar að meint óhamingja þeirra sé fremur sök umhverfisins en þeirra sjálfra. Mér hefur virst þeir vera sá hópur þroskaheftra, sem hvað glaðværastur er og félagslyndastur, og dæmi þekki ég um, að ein- staklingar af þessu tagi hafi lokið stúdentsprófi. Þessi hópur er hins vegar auðþekktur allt frá getnaði. Því spyr ég sjálfan mig: Hvaða rétt hef ég til að leggja lið áformum um risaskimun á íslenska vísu til að gefa foreldrum kost á að losna við þau óþægindi að eignast fatlað barn, einungis af því að það er auð- þekkt og auðgreinanlegt? Ég á von á því, að framfarir í erfðavísindum komandi ára muni stórlega auka á greiningarmöguleikana á fyrsta þriðjungi meðgöngu, þannig að við munum geta snemmgreint ýmsa eigin- leika, sem verðandi foreldrar telja ekki kynbætandi. Með þessu áframhaldi erum við að kalla yfir okkur æ átaksverri siðfræðileg vandamál. Hvar eigum við að draga mörkin í vali okkar á einstaklingum, sem við bjóðum ekki velkomna. Við megum ekki láta tækn- ina og ofurtrú á læknisfræðilegar lausnir taka af sið- viti okkar ráðin, ef hvorki við né almenningur erum undir það búin að lifa við þetta val. Ég vil hins vegar eiga þessa tækni að í völdum tilvikum til að fækka áhættusömum inngripum. Ennfremur er ég reiðubú- inn að virða sjálfsákvörðunarrétt verðandi foreldra, þótt ég vari við þeim aðstæðum, sem við erum í þann veginn að koma okkur í. Við kostnaðarsama skimun er það grundvallar- atriði, að um sé að ræða sjúkleika eða heilsuvá, sem við vitum hvernig þróast og sem hægt er að koma í veg fyrir eftir greiningu með áreiðanlegri aðferð. Um það má deila, hversu áreiðanleg hnakkaþykktarmæl- ingin ein og sér er við skimun, þótt hún teljist vel not- hæf í klínísku starfi. Aðferð, sem missir af 25-30% þeirra tilfella, sem leitað er að, þykir ekki sérlega næm og aðferð, sem skilar okkur 26 falskt jákvæðum svörum á móti hverju einu réttu, skaffar heilbrigðis- þjónustunni mikla aukavinnu og óþarfa kostnað (4). Tvíprófið getur aukið við næmið en ekki hið jákvæða forspárgildi. Líklega munu rúmlega 200 íslenskar konur lenda í því árlega að þurfa að fara í fylgjusýnis- töku eða legvatnsástungu til að afsanna falskt jákvætt svar. í þvf sambandi er rétt að hafa í huga, að 30-40% 52 Læknablaðið 2001/87/Fylgirit 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.