Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 9

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 9
SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR Siðferðislegar vangaveltur um fósturskimun og fósturgreiningar Ástríður Stefánsdóttir Höfundur er læknir og MA í heimspeki. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Ástríður Stefánsdóttir Kennaraháskóla íslands, v/Stakkahlíð, 105 Reykjavík. Sími: 581 4390; netfang: astef@khi.is Lykilorð: fósturgreining, fósturskimun, siðfrœði, ráðgjöf. Mikil áhersla hefur verið lögð á það á undanförnum árum að undirstrika mikilvægi sjálfræðis og í tengsl- um við það mikilvægi virðingarinnar fyrir einstak- lingnum. Réttilega hefur verið bent á þá veiku stöðu sem sjúklingar geta verið í innan heilbrigðiskerfisins og einnig bent á þá hættu á kúgun sem kann að vera því samfara að upplýsa sjúklinga ekki um valkosti sína. I kjölfar þessarar umræðu hefur komið í ljós mikilvægi þess að hafa sjúklinginn sjálfan með í meðferðarákvörðunum sem varða líf hans og heilsu. í þessum anda hefur umræðan um fósturgreiningar einnig verið og lögð hefur verið á það mikil áhersla að upplýsa foreldra um allt sem við kemur meðgöng- unni og þau álitamál sem upp kunna að koma varð- andi stöðu og heilbrigði fóstursins. Bent hefur verið á að þegar taka þarf ákvarðanir í ljósi þessara upplýs- inga þá skipti vilji foreldra höfuðmáli þar sem þær ákvarðanir sem hér um ræðir snerti ekki síst líf þeirra. Ég tek undir þessi sjónarmið en bendi einnig á að þegar foreldrar þurfa að taka ákvörðun þá gera þeir ráð fyrir að þeir valkostir sem þeim er boðið upp á samrýmist þeim faglegu og siðferðislegu gildum sem heilbrigðisþjónustan byggir á. Til að geta staðið undir þeim væntingum þarf heilbrigðisstarfsfólk að kunna sitt fag. í því felst ekki einungis bókleg og verkleg þekking. Góð fagmanneskja þekkir einnig hlutverk sitt og markmið og skynjar þann siðferðislega ramma sem starfað er innan og ráðleggur valkosti í samræmi við það. í ljósi þessa mætti staldra við og spyrja: Eru hugs- anlega einhverjir valkostir í kjölfar fósturskimunar og/eða fósturgreiningar sem eru tæknilega mögulegir en eru í andstöðu við markmið starfsins og utan hins siðferðislega ramma og eru því faglega ekki boðlegir? Ef svo væri, hvers vegna væru þeir ekki boðlegir? Til útskýringar mætti nefna dæmi: Við vitum að okkur þætti ekki við hæfi að bjóða fóstureyðingu ein- vörðungu vegna þess að kyn fósturs væri ekki í sam- ræmi við óskir foreldra. Pað er faglega rangt vegna þess að það samrýmist hvorki viðteknu gildismati né heldur markmiðum heilbrigðisstétta. En hvað er það sem ákvarðar þann siðferðislega ramma sem rétt er að starfa innan? Með öðrum orðum, hvað er það sem takmarkar kostina og gerir að tilteknir valkostir fyrir verðandi foreldra eru ekki faglega réttlætanlegir? Til að skoða þessa spurningu nánar mun ég beina sjónum mínum í þrjár áttir: I fyrsta lagi mun ég skoða ENGLISH SUMMARY Stefánsdóttir Á Ethical considerations in relation to prenatal screening and diagnosis Læknablaðið 2001; 87/Fylgirit 42: 9-11 When prospective parents must cope with results showing a suspected or definite anomaly following fetal screening and/or diagnosis, they must take into account whether the opportunities which are offered are compatible with the professional and ethical values that the public health services are based upon. It is a part of the responsibility of professionals not to offer options that are contrary to the best interests and aims of their field, even though procedures are technologically possible. To name one example, prospective parents in Western societies are not to be offered the option to abort a foetus if its sex is not what they had hoped for. In order to examine more closely the limitations imposed, I have concentrated on three approaches: In the first, I examine the conceivable changes that can take place in the woman's experience of her pregnancy if/when she is faced with a previously unknown choice that has now become technologically possible. In the second place, I discuss the possible limitations from the point of view of the moral and ethical position of the foetus itself. I finally examine the limitations imposed by the responsibilities of the professionals involved. Key words: prenatal diagnosis, screening, ethics, counseiiing. Correspondence: Ástríður Stefánsdóttir MD, MA in philosophy, lceland University of Education. E-mail: astef@khi.is upplifun konunnar af meðgöngunni og skoða hvaða áhrif valkostir hennar hafa á eðli meðgöngunnar. í öðru lagi mun ég ræða spurninguna út frá siðferðis- legri stöðu fóstursins. Að endingu mun ég skoða þetta út frá sjónarhóli fagmannsins. Upplifun móðurinnar Líta má á meðgönguna sem tiltekið ástand eða upp- lifun konunnar. Færa má rök fyrir því að á seinni árum hafi rannsóknir og upplýsingar eða vísbending- ar (soft markers) um fóstrið haft áhrif á upplifun kvenna af þessu ástandi sínu. Ræður hér mestu það álag og sú ábyrgð sem fósturskimun, fósturgreining og hugsanlegt val í kjölfar hennar setur á verðandi Læknablaðið 2001/87/Fylgirit 42 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað: 42. tölublað (01.10.2001)
https://timarit.is/issue/379546

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein: Kerfisbundin leit að fósturgöllum snemma í meðgöngu
https://timarit.is/gegnir/991007606839706886

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

42. tölublað (01.10.2001)

Aðgerðir: