Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 31

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 31
SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR stefnu Hitlers. Þeir lærðu um þessar hugmyndir í skólanum. Ég spyr eftir nokkrar vangaveltur, hvort þeir haldi að allt líf sé þess virði að lifa því. „Hvað með þá, sem myndu fyrirsjáanlega þjást og deyja kvalarfullum dauða? Hvað með þá sem ella yrðu arf- berar slíkra sjúkdóma, og hvað með þá sem eru lík- legir til að kosta fjölskyldur sínar og samfélagið dýru verði alla ævi?“ Það slær þögn á og ungu mennirnir Iíta þungbúnir hver á annan. Sá elsti segir hægt: „Mamma mín fékk rauða hunda á meðan hún gekk með mig. Læknarnir lögðu mjög fast að henni að láta eyða mér en hún gat ekki hugsað sér það.“ Ég horfi á þessi þrjú glæsilegu ungmenni. Ég veit með sjálfri mér að hugsanlega hefði enginn þeirra fengið að fæð- ast eða lifa af, hefðu þeir verið getnir á öðrum stað eða tíma. Ég segi ekkert. Ég horfi út um gluggann á skuggana leika í trjánum sem spegla sig í roðagylltu síkinu við Kristjánshöfn. Sonur minn er kominn og brátt höldum við heim. Hann er orðinn fullorðinn maður að sínum hætti, glaður og öruggur. Ég er stolt af honum og þakklát fyrir allt sem hann hefur gefið mér. Hann sem er ljósið í lífi mínu, er hálfur Islend- ingur, hálfur Gyðingur og fjölfatlaður að auki. Hann brosir framan í vini sína og fær þá með í dansinn. Af púrítönum, nornum og illmennum. Eru reglubrjótar félagsleg nauðsyn? Félagsfræðingar hafa rannsakað fötlun í samfélaginu frá ýmsum sjónarhornum. Þeir hafa lengi fengist við að rannsaka fötlun sem frávik frá hinu viðurkennda eða viðtekna. Á síðustu áratugum 20. aldarinnar tóku sumir félagsfræðingar að rannsaka hópa sem taka fatlaða sem fullgilda meðlimi í samfélaginu og aðlaga aðstæður að þörfum þeirra. Franski félagsfæðingurinn Emil Durkheim, sem telja má föður vísindagreinarinnar, fjallaði um gildi frávika til að staðfesta og viðhalda ríkjandi sam- félagsviðmiðum og stuðla þar með að samhengi sam- félaga (1). Frávik merkir hegðun, viðhorf eða eigin- leiki sem brýtur í bága við mikilvæg viðmið og reglur og mæta þess vegna andúð meirihlutans. Durkheim færði rök fyrir því að frávik væru að vissu marki gagn- leg samfélaginu, því þau skýrðu mörk leyfilegrar hegðunar. Hann hélt því fram að ef reglur og viðmið væru ekki brotin og hinum seku refsað, væri hætta á að þau misstu merkingu sína. Bandaríkjamaðurinn Kai Erikson rannsakaði heimildir um samfélag púrí- tana í Bandaríkjunum á 16. og 17. öld. Hann komst að þeirri niðurstöðu að þar sem púrítanarnir voru strangtrúaðir og brutu nánast aldrei í bága við ríkj- andi gildi, þá urðu þeir að finna upp reglubrjóta, nornir, sem þeir refsuðu síðan grimmilega með út- skúfun og eldi. Þar með komst aftur skikkur á trú og gildi samfélagsins (2). Á fyrri hluta 20. aldarinnar réðu líffræðilegar kenningar ríkjum við túlkun og greiningu á frávikum. ítalski afbrotafræðingurinn Lambroso taldi sig geta fært sönnur á það að afbrotahneigð væri meðfædd og taldi að afbrotamenn hefðu til að bera sérstök líkamseinkenni svo sem há kollvik, sérkennilegt augnaráð, sterklega kjálka og fleira í þeim dúr. Kenn- ingar Lambroso náðu talsverðri útbreiðslu um tíma með hörmulegum afleiðingum fyrir fanga sem líktust staðalmynd hans af „illmenninu-1. Síðan hafa hug- myndir um líffræðilegar orsakir afbrota skotið upp kollinum við og við meðal félagsfræðinga, afbrota- fræðinga, sálfræðinga og lækna. En þótt líffræðilegir þættir kunni að geta skýrt frávik einstakra manna, koma þeir að litlu haldi við að lýsa félagslegu sam- hengi frávika. Ýmsar fleiri kenningar hafa snúist um frávik, en þeim verða ekki gerð frekari skil hér. Brennimerkt hlutverk og stimplun Ervin Goffman rannsakaði samskipti fólks í daglega lífinu (3). Hann kannaði sérstaklega svokölluð „brennimerkt hlutverk“ og þau viðbrögð og atferli sem fylgja þeim. Hann leit svo á að samfélagið stimpli tiltekna einstaklinga sökum útlits, viðhorfa eða at- hafna. Stimplunin verður að lykilhlutverki einstak- lingsins og að vítahring fordóma og viðbragða, þar sem lífsgæði og möguleikar taka mið af stimpluninni. Sá sem fær brennimerkt hlutverk er færður í jaðar samfélagsins með einum eða öðrum hætti. Hann er skilgreindur sem ófullverðugur og stimplunin af- skræmir mennsku hans og mannréttindi.1 Stimplaðir utangarðsmenn geta jafnvel misst réttinn til lífsins. Þannig var aðlinum útskúfað í frönsku byltingunni og hið sama gilti um gyðinga, tatara og fatlað fólk á dögum Þriðja ríkisins. Fötlunarfrædi Fötlunarfrœði (disability studies) er sérstök fræði- grein, sem tók að mótast á síðari hluta 20. aldarinnar. Þessi fræðigrein gengur að því sem gefnu að fatlað fólk sé fullkomlega eðlilegur hluli hvers samfélags og leitast við að skilja og skilgreina þær hindranir sem eru samofnar nútíma samfélagi og með hvaða hætti megi laga samfélagið að fjölbreyttum þörfum þegn- anna. Fötlunarfræði á rætur annars vegar í félagsvísind- um og heimspeki en hins vegar í þróun velferðarrík- isins eftir síðari heimsstyrjöld. Spurningar félagsvís- indamanna á þessu sviði snúast ekki um eðli utan- garðsmannsins, „fráviksins", eða hvort líf fatlaðs Goffman hefur veriö gagnrýndur fyrir að vera um of einsýnn á möguleg viöbrögð utangarðsmanna. Þá hefur hann verið gagn- rýndur fyrir að lýsa fremur en greina það ferli sem leiðir til brennimerkingar, útskýra ekki nægilega hvers vegna tiltekin einkenni eða atferli kalla á brennimerkt hlutverk en önnur ekki. Loks hefur hann verið gagnrýndur fyrir að fjalla fyrst og fremst um micro þætti í samskiptum fárra, án nægilegrar tengingar við macro þætti, þætti sem varða sjálft samfélagið og starfsemi þess, mismunun og misskiptingu á valdi, virðingu og öðrum gæðum. Hann veltir til dæmis ekki fyrir sér hverjir hafa vald til að stimpla einstaklingana sem frávik. Læknablaðið 2001/87/Fylgirit 42 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.